Hvað varð um símapeningana í stækkun Landspítalans? Gunnar Svavarsson skrifar 21. október 2011 15:45 Ein af fjölmörgum spurningum sem berast vegna fyrirhugaðrar stækkunar á Landspítala er um símapeningana eða í raun fullnustu laga nr. 133/2005. Lögin snérust um ráðstöfun á söluandvirði Landssíma Íslands hf., en í 3. gr. laganna segir að verja skuli samtals 18.000 milljónum kr. til uppbyggingar Landspítala – háskólasjúkrahúss á lóð stofnunarinnar við Hringbraut í Reykjavík. Þá þegar á árinu 2005 var í fjáraukalögum heimild á fjárlagalið 08-376, Bygging sjúkrahúss á lóð Landspítalans. Þar til lög nr. 64/2010, um stofnun opinbers hlutafélags um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík voru samþykkt samhljóða á Alþingi, voru fjárheimildir ætíð samþykktar af Alþingi í fjárlögum hvers árs á fjárlagalið 08-376, enda er það í samræmi við lög um fjárreiður ríkisins nr. 88/1997. En hvað um símapeningana? Söluandvirðið, 66,7 milljarðar króna, miðaðist við gengisskráningu Seðlabanka Íslands 27. júlí 2005. Skyldi greiðslan fara fram innan 5 virkra daga frá því að niðurstaða Samkeppniseftirlitsins lægi fyrir og að því gefnu að stofnunin samþykkti söluna fyrir sitt leyti. Samkeppniseftirlitið tilkynnti með bréfi, dags. 30. ágúst 2005, að stofnunin gerði ekki athugasemdir við söluna. Þann 6. september 2005 greiddu Skipti ehf. ríkissjóði kaupverð hlutafjár ríkisins í Símanum í samræmi við ákvæði kaupsamnings og fengu eignarhlutinn í Símanum afhentan. Hin fyrrgreindu lög nr. 133/2005 um ráðstöfun fjárins gerðu ráð fyrir að 43 milljörðum yrði ráðstafað til verkefna í tengslum við söluna á Landsímanum, m.a. umræddar 18.000 milljónir í stækkun Landspítalans. Fjármagn á fjárlagaliðnum sem notað hefur verið, í hönnun og skipulag verkefnisins, frá árinu 2005 nemur um 945 milljónum (miðað við verðlag hvers árs). Það er því eðlilegt að spyrja hvað varð um mismuninn á 18.000 og 945.Lögin um ráðstöfunin á símapeningunum voru afnumin Við þann forsendubrest sem var staðfestur á haustmánuðum 2008, samþykkti Alþingi lög nr. 173/2008 um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Þar eru einfaldlega hin fyrri sértæku lög um ráðstöfun símapeninganna felld úr gildi. Í 13. gr. segir „Lög um ráðstöfun á söluandvirði Landssíma Íslands hf., nr. 133/2005, eru felld úr gildi“. Í almennum skýringum með lögunum segir m.a. að í frumvarpinu sé lagt til að lög um ráðstöfun á söluandvirði Landssíma Íslands hf., verði felld úr gildi, sé það vegna gjörbreyttra aðstæðna í efnahagslífi þjóðarinnar frá því að lögin voru sett. Þykir réttast að fella lögin hreinlega úr gildi og að ákvarðanir um fjármögnun framkvæmda og verkefna sem þar er fjallað um verði teknar árlega á vettvangi fjárlaga. En hvað varð þá um símapeningana? Það sem eftir stóð af söluandvirðinu hefur orðið hluti af ráðstöfunarfé ríkissjóðs frá og með áramótum 2008/2009. Í raun voru símapeningarnir alltaf hluti af ríkissjóði og eftir að sérlögin voru felld úr gildi var þessum fjármunum ráðstafað í samræmi við fjárheimildir í fjárlögum hverju sinni. Birt er niðurstaða þess í ríkisreikningi ár hvert. Núverandi heimildir um stækkun Landspítala byggja á lögum nr. 64/2010 en þar er gefin heimild til að standa að nauðsynlegum undirbúningi og láta bjóða út stækkun Landspítala við Hringbraut. Þá er það skýrt í lögunum að fyrir undirritun samninga að loknu útboði skal leita samþykkis Alþingis með almennum lögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Ein af fjölmörgum spurningum sem berast vegna fyrirhugaðrar stækkunar á Landspítala er um símapeningana eða í raun fullnustu laga nr. 133/2005. Lögin snérust um ráðstöfun á söluandvirði Landssíma Íslands hf., en í 3. gr. laganna segir að verja skuli samtals 18.000 milljónum kr. til uppbyggingar Landspítala – háskólasjúkrahúss á lóð stofnunarinnar við Hringbraut í Reykjavík. Þá þegar á árinu 2005 var í fjáraukalögum heimild á fjárlagalið 08-376, Bygging sjúkrahúss á lóð Landspítalans. Þar til lög nr. 64/2010, um stofnun opinbers hlutafélags um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík voru samþykkt samhljóða á Alþingi, voru fjárheimildir ætíð samþykktar af Alþingi í fjárlögum hvers árs á fjárlagalið 08-376, enda er það í samræmi við lög um fjárreiður ríkisins nr. 88/1997. En hvað um símapeningana? Söluandvirðið, 66,7 milljarðar króna, miðaðist við gengisskráningu Seðlabanka Íslands 27. júlí 2005. Skyldi greiðslan fara fram innan 5 virkra daga frá því að niðurstaða Samkeppniseftirlitsins lægi fyrir og að því gefnu að stofnunin samþykkti söluna fyrir sitt leyti. Samkeppniseftirlitið tilkynnti með bréfi, dags. 30. ágúst 2005, að stofnunin gerði ekki athugasemdir við söluna. Þann 6. september 2005 greiddu Skipti ehf. ríkissjóði kaupverð hlutafjár ríkisins í Símanum í samræmi við ákvæði kaupsamnings og fengu eignarhlutinn í Símanum afhentan. Hin fyrrgreindu lög nr. 133/2005 um ráðstöfun fjárins gerðu ráð fyrir að 43 milljörðum yrði ráðstafað til verkefna í tengslum við söluna á Landsímanum, m.a. umræddar 18.000 milljónir í stækkun Landspítalans. Fjármagn á fjárlagaliðnum sem notað hefur verið, í hönnun og skipulag verkefnisins, frá árinu 2005 nemur um 945 milljónum (miðað við verðlag hvers árs). Það er því eðlilegt að spyrja hvað varð um mismuninn á 18.000 og 945.Lögin um ráðstöfunin á símapeningunum voru afnumin Við þann forsendubrest sem var staðfestur á haustmánuðum 2008, samþykkti Alþingi lög nr. 173/2008 um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Þar eru einfaldlega hin fyrri sértæku lög um ráðstöfun símapeninganna felld úr gildi. Í 13. gr. segir „Lög um ráðstöfun á söluandvirði Landssíma Íslands hf., nr. 133/2005, eru felld úr gildi“. Í almennum skýringum með lögunum segir m.a. að í frumvarpinu sé lagt til að lög um ráðstöfun á söluandvirði Landssíma Íslands hf., verði felld úr gildi, sé það vegna gjörbreyttra aðstæðna í efnahagslífi þjóðarinnar frá því að lögin voru sett. Þykir réttast að fella lögin hreinlega úr gildi og að ákvarðanir um fjármögnun framkvæmda og verkefna sem þar er fjallað um verði teknar árlega á vettvangi fjárlaga. En hvað varð þá um símapeningana? Það sem eftir stóð af söluandvirðinu hefur orðið hluti af ráðstöfunarfé ríkissjóðs frá og með áramótum 2008/2009. Í raun voru símapeningarnir alltaf hluti af ríkissjóði og eftir að sérlögin voru felld úr gildi var þessum fjármunum ráðstafað í samræmi við fjárheimildir í fjárlögum hverju sinni. Birt er niðurstaða þess í ríkisreikningi ár hvert. Núverandi heimildir um stækkun Landspítala byggja á lögum nr. 64/2010 en þar er gefin heimild til að standa að nauðsynlegum undirbúningi og láta bjóða út stækkun Landspítala við Hringbraut. Þá er það skýrt í lögunum að fyrir undirritun samninga að loknu útboði skal leita samþykkis Alþingis með almennum lögum.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun