Um skaðlega umræðu um skipanir í embætti Ómar H. Kristmundsson skrifar 19. október 2011 14:15 Enn einu sinni hefur farið af stað opinber umræða um skipanir í lykilembætti hjá ríkinu. Eins og oft áður hefur umræðan einkennst af mikilli tortryggni. Þessi umræða er skaðleg. Umræðan getur skaðað þann umsækjanda sem fær starfið. Sá aðili sem sækir um og fær starfið virðist í þessari umræðu vera kominn í þá einkennilegu stöðu að vera orðinn opinber persóna sem þarf að sæta óvæginni gagnrýni um að hann sé ekki hæfasti einstaklingurinn. Viðkomandi þarf að sætta sig við að vegið sé harkalega að mannorði hans og orðspor hans í starfi verði í framtíðinni tengt hinni umdeildu ráðningu. Allt þetta af þeirri ástæða að hann sækir um opinbert starf. Umræðan getur skaðað aðra umsækjendur. Þeir sem ekki fengu embættið en vilja nýta rétt sinn til að fá skýringar á því hvernig staðið var að valinu eiga einnig á hættu að nafn þeirra verði dregið inn í opinbera umræðu. Þetta á sérstaklega við ef umsækjendur tjá sig um niðurstöðuna eða leggja fram kvörtun til Umboðsmanns Alþingis. Af þeirri ástæðu er hætta á að umsækjendur treysti sér ekki í slíkt ferli þó þeir telji að á þeim hafi verið brotið. Umræðan getur skaðað þá sérfræðinga sem koma að ráðningarferlinu. Við skipanir í æðstu embætti hjá ríkinu á undanförnum misserum hefur í flestum tilfellum verið leitað til sérfræðinga, t.d. á sviði mannauðsstjórnunar. Sú umræða að „ófaglega“ sé staðið að ráðningum getur augljóslega skaðað þá sérfræðinga sem að málinu koma og þeirra viðskiptavild í framtíðinni. Umræðan getur dregið úr möguleikum hins opinbera að fá hæfa umsækjendur þegar lykilstörf eru auglýst. Við núverandi aðstæður má fastlega gera ráð fyrir að fólk hugsi sig tvisvar um þegar það sækir um embætti hjá ríkinu. Umræðan getur skaðað ímynd og traust til hins opinbera. Það umrót sem umdeildar ráðningar hafa í för með sér getur haft neikvæð áhrif bæði á ímynd hins opinbera og ýtt undir ranghugmyndir um að þar starfi ekki hæft fólk heldur þeir sem hafi fengið störf sín með klíkuskap og að menntun og reynsla vegi minna en tengsl við áhrifaaðila í samfélaginu. En hvað er þá til ráða?Sú tortryggni sem ríkir í kringum skipanir í æðstu embætti getur skýrst af eftirfarandi. Annars vegar af þeirri arfleifð sem stjórnmálamenn 20. aldar hafa skilið eftir og byggir á þeim skilningi að embætti séu eign stjórnmálaflokka og að það sé hluti af pólitískum völdum að úthluta slíkum almannagæðum til útvalinna. Hins vegar af því mikla vantrausti sem nú ríkir í samfélaginu, sérstaklega eftir hrun. Af fyrri ástæðunni hefur leitt að ekki hefur skapast nægur pólitískur vilji til að móta hér á landi starfsmannakerfi eins og víðast hvar á Vesturlöndum. Slík kerfi hafa m.a. að markmiði að tryggja að jafnræði ríki við ráðningar og ávallt sé hæfasti umsækjandinn ráðinn í starfið. Við þessar aðstæður er nauðsynlegt að færa ráðningarferlið og jafnvel ákvörðun um ráðningu frá ráðherra. Þetta dregur úr tortryggni og tekur „kaleikinn“ frá ráðherra. Breytingar í þessa veru hafa orðið á sl. misserum. Þannig voru gerðar breytingar á lögum um dómstóla árið 2010 sem kveða á um að dómnefnd fjalli um hæfni umsækjenda um embætti bæði héraðsdómara og hæstaréttardómara. Í nýjum lögum um Stjórnaráð Íslands er kveðið á um að við skipun í embætti ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra skuli ráðherra skipa þriggja manna ráðgefandi nefnd til að meta hæfni umsækjenda um embættið. Til að slíkar nefndir komi að tilætluðum árangri skiptir miklu hvernig þær eru skipaðir og hvernig þeim er ætlað að starfa. Nauðsynlegt er því að sett séu í lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins ákvæði um starfsemi þeirra. Gildissvið þeirra nái til skipana í öll embætti, þ.e.a.s. ákvæði gildi einnig um skipanir forstöðumanna ríkisstofnana og annarra stofnana eða fyrirtækja sem eru í eigu ríkisins. Hæfnisnefndir taki við ráðningarhlutverki stjórna ríkisstofnana eða ríkisfyrirtækja. Um leið og búið er að lögbinda hvernig standa skuli að ráðningarferlinu og það sé þannig gert skýrara og gegnsærra er mikilvægt að jafnframt verði fellt út gildi ákvæði sömu laga um að heimilt sé að birta lista yfir nöfn og starfsheiti umsækjenda um laus embætti. Að undanförnu hafa verið tekin mikilvæg skref í átt að því að bæta fyrirkomulag opinberra ráðninga. Nú þarf hins vegar að stíga skrefið til fulls. Það verður gert með því að skilyrða að við skipanir í öll embætti ríkisins séu umsóknir metnar af faglegum hæfnisnefndum. Í lög verði sett ákvæði um skipan og starfshætti þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Enn einu sinni hefur farið af stað opinber umræða um skipanir í lykilembætti hjá ríkinu. Eins og oft áður hefur umræðan einkennst af mikilli tortryggni. Þessi umræða er skaðleg. Umræðan getur skaðað þann umsækjanda sem fær starfið. Sá aðili sem sækir um og fær starfið virðist í þessari umræðu vera kominn í þá einkennilegu stöðu að vera orðinn opinber persóna sem þarf að sæta óvæginni gagnrýni um að hann sé ekki hæfasti einstaklingurinn. Viðkomandi þarf að sætta sig við að vegið sé harkalega að mannorði hans og orðspor hans í starfi verði í framtíðinni tengt hinni umdeildu ráðningu. Allt þetta af þeirri ástæða að hann sækir um opinbert starf. Umræðan getur skaðað aðra umsækjendur. Þeir sem ekki fengu embættið en vilja nýta rétt sinn til að fá skýringar á því hvernig staðið var að valinu eiga einnig á hættu að nafn þeirra verði dregið inn í opinbera umræðu. Þetta á sérstaklega við ef umsækjendur tjá sig um niðurstöðuna eða leggja fram kvörtun til Umboðsmanns Alþingis. Af þeirri ástæðu er hætta á að umsækjendur treysti sér ekki í slíkt ferli þó þeir telji að á þeim hafi verið brotið. Umræðan getur skaðað þá sérfræðinga sem koma að ráðningarferlinu. Við skipanir í æðstu embætti hjá ríkinu á undanförnum misserum hefur í flestum tilfellum verið leitað til sérfræðinga, t.d. á sviði mannauðsstjórnunar. Sú umræða að „ófaglega“ sé staðið að ráðningum getur augljóslega skaðað þá sérfræðinga sem að málinu koma og þeirra viðskiptavild í framtíðinni. Umræðan getur dregið úr möguleikum hins opinbera að fá hæfa umsækjendur þegar lykilstörf eru auglýst. Við núverandi aðstæður má fastlega gera ráð fyrir að fólk hugsi sig tvisvar um þegar það sækir um embætti hjá ríkinu. Umræðan getur skaðað ímynd og traust til hins opinbera. Það umrót sem umdeildar ráðningar hafa í för með sér getur haft neikvæð áhrif bæði á ímynd hins opinbera og ýtt undir ranghugmyndir um að þar starfi ekki hæft fólk heldur þeir sem hafi fengið störf sín með klíkuskap og að menntun og reynsla vegi minna en tengsl við áhrifaaðila í samfélaginu. En hvað er þá til ráða?Sú tortryggni sem ríkir í kringum skipanir í æðstu embætti getur skýrst af eftirfarandi. Annars vegar af þeirri arfleifð sem stjórnmálamenn 20. aldar hafa skilið eftir og byggir á þeim skilningi að embætti séu eign stjórnmálaflokka og að það sé hluti af pólitískum völdum að úthluta slíkum almannagæðum til útvalinna. Hins vegar af því mikla vantrausti sem nú ríkir í samfélaginu, sérstaklega eftir hrun. Af fyrri ástæðunni hefur leitt að ekki hefur skapast nægur pólitískur vilji til að móta hér á landi starfsmannakerfi eins og víðast hvar á Vesturlöndum. Slík kerfi hafa m.a. að markmiði að tryggja að jafnræði ríki við ráðningar og ávallt sé hæfasti umsækjandinn ráðinn í starfið. Við þessar aðstæður er nauðsynlegt að færa ráðningarferlið og jafnvel ákvörðun um ráðningu frá ráðherra. Þetta dregur úr tortryggni og tekur „kaleikinn“ frá ráðherra. Breytingar í þessa veru hafa orðið á sl. misserum. Þannig voru gerðar breytingar á lögum um dómstóla árið 2010 sem kveða á um að dómnefnd fjalli um hæfni umsækjenda um embætti bæði héraðsdómara og hæstaréttardómara. Í nýjum lögum um Stjórnaráð Íslands er kveðið á um að við skipun í embætti ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra skuli ráðherra skipa þriggja manna ráðgefandi nefnd til að meta hæfni umsækjenda um embættið. Til að slíkar nefndir komi að tilætluðum árangri skiptir miklu hvernig þær eru skipaðir og hvernig þeim er ætlað að starfa. Nauðsynlegt er því að sett séu í lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins ákvæði um starfsemi þeirra. Gildissvið þeirra nái til skipana í öll embætti, þ.e.a.s. ákvæði gildi einnig um skipanir forstöðumanna ríkisstofnana og annarra stofnana eða fyrirtækja sem eru í eigu ríkisins. Hæfnisnefndir taki við ráðningarhlutverki stjórna ríkisstofnana eða ríkisfyrirtækja. Um leið og búið er að lögbinda hvernig standa skuli að ráðningarferlinu og það sé þannig gert skýrara og gegnsærra er mikilvægt að jafnframt verði fellt út gildi ákvæði sömu laga um að heimilt sé að birta lista yfir nöfn og starfsheiti umsækjenda um laus embætti. Að undanförnu hafa verið tekin mikilvæg skref í átt að því að bæta fyrirkomulag opinberra ráðninga. Nú þarf hins vegar að stíga skrefið til fulls. Það verður gert með því að skilyrða að við skipanir í öll embætti ríkisins séu umsóknir metnar af faglegum hæfnisnefndum. Í lög verði sett ákvæði um skipan og starfshætti þeirra.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun