Bældar og falskar minningar Reynir Harðarson skrifar 15. október 2011 08:00 Í viðtalsþætti á RÚV 9. október sl. bauðst landsmönnum að skyggnast inn í þann hrylling sem sifjaspell og kynferðisleg misnotkun barna er. Reiðin kraumar í mönnum og beinist eðlilega að yfirstjórn kirkjunnar og þá sér í lagi biskupi sem ítrekað brást konunum sem reyndu að segja sögu sína af Ólafi Skúlasyni árum saman fyrir daufum stofnanaeyrum. Guðrún Ebba Ólafsdóttir sýndi mikinn kjark og fádæma æðruleysi þegar hún kom fram fyrir alþjóð og sagði sögu sína af einlægni og yfirvegun. Líklega er það fyrst og fremst hennar framgöngu að þakka að öðrum konum í málum Ólafs er nú trúað og þeim jafnvel þakkað fyrir baráttu sína. Sem sálfræðingur, m.a. í barnavernd, þekki ég nokkuð til þessara erfiðu mála. Þau koma illa við alla og enginn skyldi vanmeta þá angist og hrylling sem eru fylgifiskur þeirra. En hinu má ekki gleyma að til er nokkuð sem heitir rangar sakargiftir og hryllingur þeirra er líka óskaplegur. Í viðtalinu sagði Guðrún Ebba að minningabrotin hefðu fyrst skotið upp kollinum fyrir átta árum. Þetta stakk mig vegna þess að ég veit hversu brigðult og óáreiðanlegt minni okkar er á stundum. Minningar eru ekki skráðar í orð eða myndir í heilanum heldur eru þær byggðar upp aftur og aftur við hverja yfirferð og þá getur ýmislegt skolast til; breyst, tapast eða bæst við. Allir sálfræðingar ættu líka að þekkja fyrirbæri sem kallast falskar eða rangar minningar. Í Bandaríkjunum gaus upp mikið fár á níunda og tíunda áratug síðustu aldar þegar það komst í tísku að grafa upp „bældar“ minningar, sem oftar en ekki snerust um kynferðislega misnotkun í æsku. Afleiðingarnar voru hörmulegar nornaveiðar. Um þessar mundir er Guðmundar- og Geirfinnsmálið ofarlega í hugum landsmanna, þar sem grunaðir játuðu á sig sakir eftir ómanneskjulega og óafsakanlega langa gæsluvarðhaldsvist. Í slíkri einangrun er ekki skrítið að fólk játi á sig rangar sakir og fari jafnvel að trúa eigin játningum, telji sig muna atburði sem síðan kemur í ljós að voru helber skáldskapur. Í fræðum um þessi mál er orsökin nefnd sefnæmi og við eigum einn fremsta sérfræðing heims á sviði þess og falskra játninga, Gísla Guðjónsson sálfræðing. En sefnæmi er líka fyrir hendi í meðferð og líkt og lögreglumenn í yfirheyrslum geta „meðferðaraðilar“ spurt leiðandi spurninga og í raun leitt þá sefnæmustu inn á brautir sem þá hefði aldrei órað fyrir eða þeir sækjast eftir. Ef „meðferðaraðilinn“ er mikill áhugamaður um geimverur, komur þeirra til jarðar og tilraunir á mönnum má búast við að ákveðinn hluti skjólstæðinga hans fari að „muna“ eftir því þegar þeim var rænt í slíkar tilraunir. Ef skjólstæðingurinn hefur áhuga á endurholdgun getur hann leitað til „meðferðaraðila“ sem „hjálpar“ honum að rifja upp fyrri líf eða minningar úr móðurkviði. Í fárinu í Bandaríkjunum var líka mjög algengt að fólk „mundi“ smám saman eftir að hafa verið viðstatt satanískar fórnarathafnir. Ef helsta hugðarefni skjólstæðings eða „meðferðaraðila“ er kynferðisleg misnotkun geta þeir báðir leiðst á villigötur sefnæmis og falskra minninga ef fagmennsku er ábótavant. Sefnæmi er ekki aulaháttur og sefnæm manneskja er ekki verr gefin en hver önnur, jafnvel betur. Hún er hins vegar yfirleitt með auðugra ímyndunarafl en meðaljóninn. Sama manneskja getur líka verið missefnæm eftir því í hvaða aðstæðum hún er á lífsleiðinni. Þetta er flókið spil. Minningar, sem sannarlega hafa reynst falskar, hafa leitt til skelfilegra afleiðinga, m.a. margra ára fangelsisvistar saklausra karla og kvenna. Þær hafa sundrað fjölskyldum, svipt fólk ærunni og leitt suma til að binda enda á eigið líf. Minningarnar geta verið afar raunverulegar, frásagnir af þeim trúverðugar og særindin átakanleg en það er ekki mælikvarði á sannleiksgildi þeirra. Ef mál er einvörðungu byggt á „bældum“ minningum er ábyrgðarlaust að líta framhjá hættunum sem stafar af fölskum minningum. Mikilvægt er að fórnarlömbum kynferðislegrar áreitni og ofbeldis sé gert sem auðveldast fyrir að leita réttar síns og stuðnings. Óskandi væri að aldrei þyrfti að efast um frásagnir þeirra því það er sárt að mæta tortryggni og efasemdum, það bætir aðeins gráu ofan á svart þegar á manni hefur verið brotið. En við megum ekki gleyma fórnarlömbum rangra sakargifta, falskra játninga og falskra minninga. Þess vegna er mikilvægt að um þessi mál sé fjallað af yfirvegun og þekkingu. Fórnarlömb falskra minninga og sakargifta eru ekki bara saklausir karlar og konur, sem eru sökuð um hroðalega glæpi, heldur líka aðstandendur þeirra. En manneskjan sem fer að trúa fölskum minningum sínum er líka fórnarlamb og erlendis hafa „meðferðaraðilar“ sem komið hafa fölskum minningum í koll skjólstæðinga sinna verið dæmdir til greiðslu hárra skaðabóta. En kannski eru það fyrst og fremst raunveruleg fórnarlömb kynferðisglæpa sem líða mest fyrir konur og karla sem bera fram rangar sakargiftir vegna slíkra glæpa, hvort sem það er vegna falskra minninga eða annars, því einmitt vegna þess að rangar sakargiftir og falskar minningar fyrirfinnast þarf alltaf að hafa varann á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Í viðtalsþætti á RÚV 9. október sl. bauðst landsmönnum að skyggnast inn í þann hrylling sem sifjaspell og kynferðisleg misnotkun barna er. Reiðin kraumar í mönnum og beinist eðlilega að yfirstjórn kirkjunnar og þá sér í lagi biskupi sem ítrekað brást konunum sem reyndu að segja sögu sína af Ólafi Skúlasyni árum saman fyrir daufum stofnanaeyrum. Guðrún Ebba Ólafsdóttir sýndi mikinn kjark og fádæma æðruleysi þegar hún kom fram fyrir alþjóð og sagði sögu sína af einlægni og yfirvegun. Líklega er það fyrst og fremst hennar framgöngu að þakka að öðrum konum í málum Ólafs er nú trúað og þeim jafnvel þakkað fyrir baráttu sína. Sem sálfræðingur, m.a. í barnavernd, þekki ég nokkuð til þessara erfiðu mála. Þau koma illa við alla og enginn skyldi vanmeta þá angist og hrylling sem eru fylgifiskur þeirra. En hinu má ekki gleyma að til er nokkuð sem heitir rangar sakargiftir og hryllingur þeirra er líka óskaplegur. Í viðtalinu sagði Guðrún Ebba að minningabrotin hefðu fyrst skotið upp kollinum fyrir átta árum. Þetta stakk mig vegna þess að ég veit hversu brigðult og óáreiðanlegt minni okkar er á stundum. Minningar eru ekki skráðar í orð eða myndir í heilanum heldur eru þær byggðar upp aftur og aftur við hverja yfirferð og þá getur ýmislegt skolast til; breyst, tapast eða bæst við. Allir sálfræðingar ættu líka að þekkja fyrirbæri sem kallast falskar eða rangar minningar. Í Bandaríkjunum gaus upp mikið fár á níunda og tíunda áratug síðustu aldar þegar það komst í tísku að grafa upp „bældar“ minningar, sem oftar en ekki snerust um kynferðislega misnotkun í æsku. Afleiðingarnar voru hörmulegar nornaveiðar. Um þessar mundir er Guðmundar- og Geirfinnsmálið ofarlega í hugum landsmanna, þar sem grunaðir játuðu á sig sakir eftir ómanneskjulega og óafsakanlega langa gæsluvarðhaldsvist. Í slíkri einangrun er ekki skrítið að fólk játi á sig rangar sakir og fari jafnvel að trúa eigin játningum, telji sig muna atburði sem síðan kemur í ljós að voru helber skáldskapur. Í fræðum um þessi mál er orsökin nefnd sefnæmi og við eigum einn fremsta sérfræðing heims á sviði þess og falskra játninga, Gísla Guðjónsson sálfræðing. En sefnæmi er líka fyrir hendi í meðferð og líkt og lögreglumenn í yfirheyrslum geta „meðferðaraðilar“ spurt leiðandi spurninga og í raun leitt þá sefnæmustu inn á brautir sem þá hefði aldrei órað fyrir eða þeir sækjast eftir. Ef „meðferðaraðilinn“ er mikill áhugamaður um geimverur, komur þeirra til jarðar og tilraunir á mönnum má búast við að ákveðinn hluti skjólstæðinga hans fari að „muna“ eftir því þegar þeim var rænt í slíkar tilraunir. Ef skjólstæðingurinn hefur áhuga á endurholdgun getur hann leitað til „meðferðaraðila“ sem „hjálpar“ honum að rifja upp fyrri líf eða minningar úr móðurkviði. Í fárinu í Bandaríkjunum var líka mjög algengt að fólk „mundi“ smám saman eftir að hafa verið viðstatt satanískar fórnarathafnir. Ef helsta hugðarefni skjólstæðings eða „meðferðaraðila“ er kynferðisleg misnotkun geta þeir báðir leiðst á villigötur sefnæmis og falskra minninga ef fagmennsku er ábótavant. Sefnæmi er ekki aulaháttur og sefnæm manneskja er ekki verr gefin en hver önnur, jafnvel betur. Hún er hins vegar yfirleitt með auðugra ímyndunarafl en meðaljóninn. Sama manneskja getur líka verið missefnæm eftir því í hvaða aðstæðum hún er á lífsleiðinni. Þetta er flókið spil. Minningar, sem sannarlega hafa reynst falskar, hafa leitt til skelfilegra afleiðinga, m.a. margra ára fangelsisvistar saklausra karla og kvenna. Þær hafa sundrað fjölskyldum, svipt fólk ærunni og leitt suma til að binda enda á eigið líf. Minningarnar geta verið afar raunverulegar, frásagnir af þeim trúverðugar og særindin átakanleg en það er ekki mælikvarði á sannleiksgildi þeirra. Ef mál er einvörðungu byggt á „bældum“ minningum er ábyrgðarlaust að líta framhjá hættunum sem stafar af fölskum minningum. Mikilvægt er að fórnarlömbum kynferðislegrar áreitni og ofbeldis sé gert sem auðveldast fyrir að leita réttar síns og stuðnings. Óskandi væri að aldrei þyrfti að efast um frásagnir þeirra því það er sárt að mæta tortryggni og efasemdum, það bætir aðeins gráu ofan á svart þegar á manni hefur verið brotið. En við megum ekki gleyma fórnarlömbum rangra sakargifta, falskra játninga og falskra minninga. Þess vegna er mikilvægt að um þessi mál sé fjallað af yfirvegun og þekkingu. Fórnarlömb falskra minninga og sakargifta eru ekki bara saklausir karlar og konur, sem eru sökuð um hroðalega glæpi, heldur líka aðstandendur þeirra. En manneskjan sem fer að trúa fölskum minningum sínum er líka fórnarlamb og erlendis hafa „meðferðaraðilar“ sem komið hafa fölskum minningum í koll skjólstæðinga sinna verið dæmdir til greiðslu hárra skaðabóta. En kannski eru það fyrst og fremst raunveruleg fórnarlömb kynferðisglæpa sem líða mest fyrir konur og karla sem bera fram rangar sakargiftir vegna slíkra glæpa, hvort sem það er vegna falskra minninga eða annars, því einmitt vegna þess að rangar sakargiftir og falskar minningar fyrirfinnast þarf alltaf að hafa varann á.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun