Lánleysi kynslóðanna Eva H. Baldursdóttir skrifar 15. október 2011 08:30 Í dag býr stór hópur þessa samfélags við þunga skuldabyrði, aðallega vegna fjármálahruns, verðbólguskots og gífurlegrar hækkunar á verðtryggðum lánum. Ungt fólk er stór hluti þessa hóps, sem í mörgum tilvikum fær ekki úrlausn sinna mála með þeim aðgerðum sem stjórnvöld hafa boðið upp á. Aðgerðir sem flestar ganga út á að leysa greiðsluvanda, ekki skuldavanda. Við, höfundar þessar greinar, tilheyrum þessum hópi. Við erum ungt fólk, sem fór út á fasteignamarkaðinn á árinu 2004-2008 til að kaupa okkar fyrstu eign. Við erum lánsveðshópurinn sem fellur ekki undir 110% leiðina, sem á sama tíma horfir á skuldabaggann stækka vegna skerðingar á kaupmætti, skattahækkana, hækkana á þjónustugjöldum, allt á meðan laun hafa lækkað eða staðið í stað. Hver er vandi ungs fólks?Meðan húsnæðisverð blés út á árunum 2003-2008 buðust fáir valkostir við séreignakerfið. Eina leiðin til að vera með á húsnæðismarkaði var að taka lán og kaupa fasteign. Ýmsar aðstæður gerðu það að verkum að húsnæðisverð hækkaði hratt og taka þurfti áður óþekkt hlutfall kaupverðsins að láni. Það sem enn fremur setti hóp fyrstu kaupenda í einkennilega aðstöðu var að markaðsverð fasteigna fór langt fram úr matsverðinu sem yfirleitt gaf veðrými eignanna. Þetta voru algerlega nýir tímar á húsnæðismarkaði. Ódýrasta leiðin til að brúa bilið var að fá lánað veðrými til dæmis hjá foreldrum og taka lán út á það. Bönkum og lífeyrissjóðum nægði sem sagt ekki að taka veð í því sem verið var að kaupa heldur þurftu að fá frekari tryggingar fyrir sínu. Þess má geta að í dag hefur þetta lánsveðsfyrirkomulag verið bannað. Það er því ljóst að fasteignakaupendur á fyrstu eign á árunum 2004-2008 eru raunveruleg fórnarlömb fasteignabólunnar. Hvað er ósanngjarnt við lausnina í dag?Ýmislegt hefur verið gert til að bæta stöðu skuldara. En snarlækkað eignaverð og lán sem bólgnað hafa út hafa skilið marga Íslendinga eftir í ómögulegri stöðu. Það sem verra er er að margt ungt fólk er án úrræða til að leysa úr sínum málum á sanngjarnan hátt. 110% leiðin undanskilur nefnilega algengustu fjármögnunarleið ungs, eignalauss fólks sem er lánsveðið. Því er unga fólkið enn í ómögulegri stöðu og hún fer versnandi. Aðgerðir stjórnvalda hafa eingöngu miðast við að leysa fólk í djúpum skuldavanda úr sinni krísu. Fyrstu kaupendur íbúða, fólk sem er að taka sín fyrstu skref á fasteignamarkaði hefur ekki hlotið neina sérstaka athygli. Það sem gerir 110% leiðina enn ósanngjarnari er að hún er útfærð með ólíkum hætti milli fjármálastofnana. Þá var hún illa kynnt almenningi og fór seint af stað. Allt þetta hefur eftirlitsnefnd um skuldavandamál gagnrýnt í skýrslu sinni skýrt og skilmerkilega. En allt kemur fyrir ekki, stjórnvöld og þingflokkar stjórnarflokkanna þegja þunnu hljóði yfir vandanum. Það er þó unga fólkið sem á að halda uppi hagvexti næstu ára og halda landinu í byggð. Ungu, grandvöru fólki sem jafnvel lagði fram reiðufé í íbúðir sínar hefur beinlínis verið refsað. Á meðan var bankainnistæðum eldra fólks bjargað krónu fyrir krónu, jafnvel fé sem fékkst fyrir endurfjármögnuð lán sem síðar hafa verið felld niður. Mættum við vinsamlegast hafna slíku kynslóðalotteríi. Hvað viljum við gera?Sanngirni er þörf, ekki bara milli einstaklinga heldur milli kynslóða. Sagan af 110% leiðinni eins og við þekkjum hana er saga óréttlætis og ójöfnuðar, sem hefur valdið því að við getum ekki annað en látið í okkur heyra. Við viljum málefnalega umræðu án upphrópana um það hvernig ungt fólk sér þessi mál og hvernig stjórnvöld sjá framtíðina fyrir sér. Við efnum því til fundar um þetta málefni þar sem allt ungt fólk er boðið til umræðna um skuldavandann og framtíðina - óháð pólitískum flokkadráttum þriðjudaginn 18. október kl. 20.00 í Sjóminjasafninu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hversdagslega streitan Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir og Erna Stefánsdóttir Skoðanir Almenningssamgöngur barna og ungmenna Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í dag býr stór hópur þessa samfélags við þunga skuldabyrði, aðallega vegna fjármálahruns, verðbólguskots og gífurlegrar hækkunar á verðtryggðum lánum. Ungt fólk er stór hluti þessa hóps, sem í mörgum tilvikum fær ekki úrlausn sinna mála með þeim aðgerðum sem stjórnvöld hafa boðið upp á. Aðgerðir sem flestar ganga út á að leysa greiðsluvanda, ekki skuldavanda. Við, höfundar þessar greinar, tilheyrum þessum hópi. Við erum ungt fólk, sem fór út á fasteignamarkaðinn á árinu 2004-2008 til að kaupa okkar fyrstu eign. Við erum lánsveðshópurinn sem fellur ekki undir 110% leiðina, sem á sama tíma horfir á skuldabaggann stækka vegna skerðingar á kaupmætti, skattahækkana, hækkana á þjónustugjöldum, allt á meðan laun hafa lækkað eða staðið í stað. Hver er vandi ungs fólks?Meðan húsnæðisverð blés út á árunum 2003-2008 buðust fáir valkostir við séreignakerfið. Eina leiðin til að vera með á húsnæðismarkaði var að taka lán og kaupa fasteign. Ýmsar aðstæður gerðu það að verkum að húsnæðisverð hækkaði hratt og taka þurfti áður óþekkt hlutfall kaupverðsins að láni. Það sem enn fremur setti hóp fyrstu kaupenda í einkennilega aðstöðu var að markaðsverð fasteigna fór langt fram úr matsverðinu sem yfirleitt gaf veðrými eignanna. Þetta voru algerlega nýir tímar á húsnæðismarkaði. Ódýrasta leiðin til að brúa bilið var að fá lánað veðrými til dæmis hjá foreldrum og taka lán út á það. Bönkum og lífeyrissjóðum nægði sem sagt ekki að taka veð í því sem verið var að kaupa heldur þurftu að fá frekari tryggingar fyrir sínu. Þess má geta að í dag hefur þetta lánsveðsfyrirkomulag verið bannað. Það er því ljóst að fasteignakaupendur á fyrstu eign á árunum 2004-2008 eru raunveruleg fórnarlömb fasteignabólunnar. Hvað er ósanngjarnt við lausnina í dag?Ýmislegt hefur verið gert til að bæta stöðu skuldara. En snarlækkað eignaverð og lán sem bólgnað hafa út hafa skilið marga Íslendinga eftir í ómögulegri stöðu. Það sem verra er er að margt ungt fólk er án úrræða til að leysa úr sínum málum á sanngjarnan hátt. 110% leiðin undanskilur nefnilega algengustu fjármögnunarleið ungs, eignalauss fólks sem er lánsveðið. Því er unga fólkið enn í ómögulegri stöðu og hún fer versnandi. Aðgerðir stjórnvalda hafa eingöngu miðast við að leysa fólk í djúpum skuldavanda úr sinni krísu. Fyrstu kaupendur íbúða, fólk sem er að taka sín fyrstu skref á fasteignamarkaði hefur ekki hlotið neina sérstaka athygli. Það sem gerir 110% leiðina enn ósanngjarnari er að hún er útfærð með ólíkum hætti milli fjármálastofnana. Þá var hún illa kynnt almenningi og fór seint af stað. Allt þetta hefur eftirlitsnefnd um skuldavandamál gagnrýnt í skýrslu sinni skýrt og skilmerkilega. En allt kemur fyrir ekki, stjórnvöld og þingflokkar stjórnarflokkanna þegja þunnu hljóði yfir vandanum. Það er þó unga fólkið sem á að halda uppi hagvexti næstu ára og halda landinu í byggð. Ungu, grandvöru fólki sem jafnvel lagði fram reiðufé í íbúðir sínar hefur beinlínis verið refsað. Á meðan var bankainnistæðum eldra fólks bjargað krónu fyrir krónu, jafnvel fé sem fékkst fyrir endurfjármögnuð lán sem síðar hafa verið felld niður. Mættum við vinsamlegast hafna slíku kynslóðalotteríi. Hvað viljum við gera?Sanngirni er þörf, ekki bara milli einstaklinga heldur milli kynslóða. Sagan af 110% leiðinni eins og við þekkjum hana er saga óréttlætis og ójöfnuðar, sem hefur valdið því að við getum ekki annað en látið í okkur heyra. Við viljum málefnalega umræðu án upphrópana um það hvernig ungt fólk sér þessi mál og hvernig stjórnvöld sjá framtíðina fyrir sér. Við efnum því til fundar um þetta málefni þar sem allt ungt fólk er boðið til umræðna um skuldavandann og framtíðina - óháð pólitískum flokkadráttum þriðjudaginn 18. október kl. 20.00 í Sjóminjasafninu.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun