Lánleysi kynslóðanna Eva H. Baldursdóttir skrifar 15. október 2011 08:30 Í dag býr stór hópur þessa samfélags við þunga skuldabyrði, aðallega vegna fjármálahruns, verðbólguskots og gífurlegrar hækkunar á verðtryggðum lánum. Ungt fólk er stór hluti þessa hóps, sem í mörgum tilvikum fær ekki úrlausn sinna mála með þeim aðgerðum sem stjórnvöld hafa boðið upp á. Aðgerðir sem flestar ganga út á að leysa greiðsluvanda, ekki skuldavanda. Við, höfundar þessar greinar, tilheyrum þessum hópi. Við erum ungt fólk, sem fór út á fasteignamarkaðinn á árinu 2004-2008 til að kaupa okkar fyrstu eign. Við erum lánsveðshópurinn sem fellur ekki undir 110% leiðina, sem á sama tíma horfir á skuldabaggann stækka vegna skerðingar á kaupmætti, skattahækkana, hækkana á þjónustugjöldum, allt á meðan laun hafa lækkað eða staðið í stað. Hver er vandi ungs fólks?Meðan húsnæðisverð blés út á árunum 2003-2008 buðust fáir valkostir við séreignakerfið. Eina leiðin til að vera með á húsnæðismarkaði var að taka lán og kaupa fasteign. Ýmsar aðstæður gerðu það að verkum að húsnæðisverð hækkaði hratt og taka þurfti áður óþekkt hlutfall kaupverðsins að láni. Það sem enn fremur setti hóp fyrstu kaupenda í einkennilega aðstöðu var að markaðsverð fasteigna fór langt fram úr matsverðinu sem yfirleitt gaf veðrými eignanna. Þetta voru algerlega nýir tímar á húsnæðismarkaði. Ódýrasta leiðin til að brúa bilið var að fá lánað veðrými til dæmis hjá foreldrum og taka lán út á það. Bönkum og lífeyrissjóðum nægði sem sagt ekki að taka veð í því sem verið var að kaupa heldur þurftu að fá frekari tryggingar fyrir sínu. Þess má geta að í dag hefur þetta lánsveðsfyrirkomulag verið bannað. Það er því ljóst að fasteignakaupendur á fyrstu eign á árunum 2004-2008 eru raunveruleg fórnarlömb fasteignabólunnar. Hvað er ósanngjarnt við lausnina í dag?Ýmislegt hefur verið gert til að bæta stöðu skuldara. En snarlækkað eignaverð og lán sem bólgnað hafa út hafa skilið marga Íslendinga eftir í ómögulegri stöðu. Það sem verra er er að margt ungt fólk er án úrræða til að leysa úr sínum málum á sanngjarnan hátt. 110% leiðin undanskilur nefnilega algengustu fjármögnunarleið ungs, eignalauss fólks sem er lánsveðið. Því er unga fólkið enn í ómögulegri stöðu og hún fer versnandi. Aðgerðir stjórnvalda hafa eingöngu miðast við að leysa fólk í djúpum skuldavanda úr sinni krísu. Fyrstu kaupendur íbúða, fólk sem er að taka sín fyrstu skref á fasteignamarkaði hefur ekki hlotið neina sérstaka athygli. Það sem gerir 110% leiðina enn ósanngjarnari er að hún er útfærð með ólíkum hætti milli fjármálastofnana. Þá var hún illa kynnt almenningi og fór seint af stað. Allt þetta hefur eftirlitsnefnd um skuldavandamál gagnrýnt í skýrslu sinni skýrt og skilmerkilega. En allt kemur fyrir ekki, stjórnvöld og þingflokkar stjórnarflokkanna þegja þunnu hljóði yfir vandanum. Það er þó unga fólkið sem á að halda uppi hagvexti næstu ára og halda landinu í byggð. Ungu, grandvöru fólki sem jafnvel lagði fram reiðufé í íbúðir sínar hefur beinlínis verið refsað. Á meðan var bankainnistæðum eldra fólks bjargað krónu fyrir krónu, jafnvel fé sem fékkst fyrir endurfjármögnuð lán sem síðar hafa verið felld niður. Mættum við vinsamlegast hafna slíku kynslóðalotteríi. Hvað viljum við gera?Sanngirni er þörf, ekki bara milli einstaklinga heldur milli kynslóða. Sagan af 110% leiðinni eins og við þekkjum hana er saga óréttlætis og ójöfnuðar, sem hefur valdið því að við getum ekki annað en látið í okkur heyra. Við viljum málefnalega umræðu án upphrópana um það hvernig ungt fólk sér þessi mál og hvernig stjórnvöld sjá framtíðina fyrir sér. Við efnum því til fundar um þetta málefni þar sem allt ungt fólk er boðið til umræðna um skuldavandann og framtíðina - óháð pólitískum flokkadráttum þriðjudaginn 18. október kl. 20.00 í Sjóminjasafninu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Í dag býr stór hópur þessa samfélags við þunga skuldabyrði, aðallega vegna fjármálahruns, verðbólguskots og gífurlegrar hækkunar á verðtryggðum lánum. Ungt fólk er stór hluti þessa hóps, sem í mörgum tilvikum fær ekki úrlausn sinna mála með þeim aðgerðum sem stjórnvöld hafa boðið upp á. Aðgerðir sem flestar ganga út á að leysa greiðsluvanda, ekki skuldavanda. Við, höfundar þessar greinar, tilheyrum þessum hópi. Við erum ungt fólk, sem fór út á fasteignamarkaðinn á árinu 2004-2008 til að kaupa okkar fyrstu eign. Við erum lánsveðshópurinn sem fellur ekki undir 110% leiðina, sem á sama tíma horfir á skuldabaggann stækka vegna skerðingar á kaupmætti, skattahækkana, hækkana á þjónustugjöldum, allt á meðan laun hafa lækkað eða staðið í stað. Hver er vandi ungs fólks?Meðan húsnæðisverð blés út á árunum 2003-2008 buðust fáir valkostir við séreignakerfið. Eina leiðin til að vera með á húsnæðismarkaði var að taka lán og kaupa fasteign. Ýmsar aðstæður gerðu það að verkum að húsnæðisverð hækkaði hratt og taka þurfti áður óþekkt hlutfall kaupverðsins að láni. Það sem enn fremur setti hóp fyrstu kaupenda í einkennilega aðstöðu var að markaðsverð fasteigna fór langt fram úr matsverðinu sem yfirleitt gaf veðrými eignanna. Þetta voru algerlega nýir tímar á húsnæðismarkaði. Ódýrasta leiðin til að brúa bilið var að fá lánað veðrými til dæmis hjá foreldrum og taka lán út á það. Bönkum og lífeyrissjóðum nægði sem sagt ekki að taka veð í því sem verið var að kaupa heldur þurftu að fá frekari tryggingar fyrir sínu. Þess má geta að í dag hefur þetta lánsveðsfyrirkomulag verið bannað. Það er því ljóst að fasteignakaupendur á fyrstu eign á árunum 2004-2008 eru raunveruleg fórnarlömb fasteignabólunnar. Hvað er ósanngjarnt við lausnina í dag?Ýmislegt hefur verið gert til að bæta stöðu skuldara. En snarlækkað eignaverð og lán sem bólgnað hafa út hafa skilið marga Íslendinga eftir í ómögulegri stöðu. Það sem verra er er að margt ungt fólk er án úrræða til að leysa úr sínum málum á sanngjarnan hátt. 110% leiðin undanskilur nefnilega algengustu fjármögnunarleið ungs, eignalauss fólks sem er lánsveðið. Því er unga fólkið enn í ómögulegri stöðu og hún fer versnandi. Aðgerðir stjórnvalda hafa eingöngu miðast við að leysa fólk í djúpum skuldavanda úr sinni krísu. Fyrstu kaupendur íbúða, fólk sem er að taka sín fyrstu skref á fasteignamarkaði hefur ekki hlotið neina sérstaka athygli. Það sem gerir 110% leiðina enn ósanngjarnari er að hún er útfærð með ólíkum hætti milli fjármálastofnana. Þá var hún illa kynnt almenningi og fór seint af stað. Allt þetta hefur eftirlitsnefnd um skuldavandamál gagnrýnt í skýrslu sinni skýrt og skilmerkilega. En allt kemur fyrir ekki, stjórnvöld og þingflokkar stjórnarflokkanna þegja þunnu hljóði yfir vandanum. Það er þó unga fólkið sem á að halda uppi hagvexti næstu ára og halda landinu í byggð. Ungu, grandvöru fólki sem jafnvel lagði fram reiðufé í íbúðir sínar hefur beinlínis verið refsað. Á meðan var bankainnistæðum eldra fólks bjargað krónu fyrir krónu, jafnvel fé sem fékkst fyrir endurfjármögnuð lán sem síðar hafa verið felld niður. Mættum við vinsamlegast hafna slíku kynslóðalotteríi. Hvað viljum við gera?Sanngirni er þörf, ekki bara milli einstaklinga heldur milli kynslóða. Sagan af 110% leiðinni eins og við þekkjum hana er saga óréttlætis og ójöfnuðar, sem hefur valdið því að við getum ekki annað en látið í okkur heyra. Við viljum málefnalega umræðu án upphrópana um það hvernig ungt fólk sér þessi mál og hvernig stjórnvöld sjá framtíðina fyrir sér. Við efnum því til fundar um þetta málefni þar sem allt ungt fólk er boðið til umræðna um skuldavandann og framtíðina - óháð pólitískum flokkadráttum þriðjudaginn 18. október kl. 20.00 í Sjóminjasafninu.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun