Sátt um kvótakerfi Magnús Orri Schram skrifar 21. október 2011 06:00 Grunnatriði við endurskoðun kvótakerfis er að breyta „eignarrétti“ útgerðarmanna í nýtingarsamninga. Þá er mikilvægt að tryggja að hér sé áfram rekinn öflugur iðnaður á viðskiptalegum forsendum sem skilar miklum verðmætum í þjóðarbúið. Um leið þarf þjóðin að fá verulega hlutdeild í arðinum sem nýtingin skapar. Við endurskoðun er ekki hægt að horfa framhjá því að núverandi kvótahafar hafa að einhverju leyti keypt kvóta á markaði og þar með lagt út fyrir væntum ávinningi af nýtingu auðlindar. Að sama skapi verða útvegsmenn að skilja kröfu almennings að fá til sín verulega stóran hluta af arði auðlindarinnar. Tvær leiðir eru í boði. Annars vegar er hægt að leggja verulega háan skatt á þann arð sem myndast við nýtinguna. Fyrirtæki í sjávarútvegi skila hagnaði og af honum greiða þau tekjuskatt eins og önnur fyrirtæki í landinu. Þjóðin á hins vegar tilkall til þess umfram hagnaðar sem myndast og er umfram eðlilega ávöxtun fjármagns. Þjóðin á sem sagt með réttu að fá til sína stærsta partinn af þessum „auðlindahagnaði“ – og væri eðlilegt að það væri allt að 70%. Hinn valkosturinn er að setja kvótann á markað smátt og smátt og útvegsmenn settu inn tilboð í kvóta á markaði og tekjurnar myndu renna til þjóðarinnar. Ef kvótinn yrði fyrndur um t.d. 3% á ári hverju, væri komið til móts við rekstraröryggi fyrirtækjanna og rétt verðmat myndi fást á kvótann. Slík afskrift væri í línu við afskriftir annarra fastafjármuna fyrirtækja. Opinn tilboðsmarkaður myndi kalla fram sanngjarnt afgjald og þjóðin myndi fá arð auðlindar til sín. Lág afskriftarprósenta tryggir rekstraröryggi fyrirtækjanna. Breytingar á kvótakerfinu mega ekki draga úr verðmætasköpun en pólitísk handstýring vinnur gegn markmiðum um arðsemi. Báðar hugmyndirnar hér að framan gefa útgerðinni möguleika til að hámarka afrakstur auðlindarinnar en veita almenningi verulega mikla hlutdeild í þeirri arðsemi. Tekjurnar sem myndast eiga svo að nýtast til að styðja nýsköpun og samkeppnishæft atvinnulíf út um land. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Grunnatriði við endurskoðun kvótakerfis er að breyta „eignarrétti“ útgerðarmanna í nýtingarsamninga. Þá er mikilvægt að tryggja að hér sé áfram rekinn öflugur iðnaður á viðskiptalegum forsendum sem skilar miklum verðmætum í þjóðarbúið. Um leið þarf þjóðin að fá verulega hlutdeild í arðinum sem nýtingin skapar. Við endurskoðun er ekki hægt að horfa framhjá því að núverandi kvótahafar hafa að einhverju leyti keypt kvóta á markaði og þar með lagt út fyrir væntum ávinningi af nýtingu auðlindar. Að sama skapi verða útvegsmenn að skilja kröfu almennings að fá til sín verulega stóran hluta af arði auðlindarinnar. Tvær leiðir eru í boði. Annars vegar er hægt að leggja verulega háan skatt á þann arð sem myndast við nýtinguna. Fyrirtæki í sjávarútvegi skila hagnaði og af honum greiða þau tekjuskatt eins og önnur fyrirtæki í landinu. Þjóðin á hins vegar tilkall til þess umfram hagnaðar sem myndast og er umfram eðlilega ávöxtun fjármagns. Þjóðin á sem sagt með réttu að fá til sína stærsta partinn af þessum „auðlindahagnaði“ – og væri eðlilegt að það væri allt að 70%. Hinn valkosturinn er að setja kvótann á markað smátt og smátt og útvegsmenn settu inn tilboð í kvóta á markaði og tekjurnar myndu renna til þjóðarinnar. Ef kvótinn yrði fyrndur um t.d. 3% á ári hverju, væri komið til móts við rekstraröryggi fyrirtækjanna og rétt verðmat myndi fást á kvótann. Slík afskrift væri í línu við afskriftir annarra fastafjármuna fyrirtækja. Opinn tilboðsmarkaður myndi kalla fram sanngjarnt afgjald og þjóðin myndi fá arð auðlindar til sín. Lág afskriftarprósenta tryggir rekstraröryggi fyrirtækjanna. Breytingar á kvótakerfinu mega ekki draga úr verðmætasköpun en pólitísk handstýring vinnur gegn markmiðum um arðsemi. Báðar hugmyndirnar hér að framan gefa útgerðinni möguleika til að hámarka afrakstur auðlindarinnar en veita almenningi verulega mikla hlutdeild í þeirri arðsemi. Tekjurnar sem myndast eiga svo að nýtast til að styðja nýsköpun og samkeppnishæft atvinnulíf út um land.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar