Hræðsluáróður gegn erfðabreyttum matvælum Jón Hallsteinn Hallsson skrifar 20. október 2011 11:00 Þann 7. október sl. birtist í Fréttablaðinu grein eftir Söndru B. Jónsdóttur þar sem hún skammar íslensk stjórnvöld fyrir seinagang við setningu reglugerðar um merkingar á erfðabreyttum matvælum. Til að undirstrika mikilvægi reglugerðarinnar vísar Sandra í niðurstöður sem nýverið birtust í tímaritinu Reproductive Toxicology (1) en þar er fullyrt að mælst hafi próteinið Cry1Ab í blóði hjá hópi kvenna í Kanada. Framsetning Söndru á þeim niðurstöðum er með slíkum endemum að ekki verður orða bundist og langar mig að benda á nokkur atriði sem betur hefðu mátt fara. Ekki heilsufarsrannsóknSandra telur að hér hafi verið á ferðinni „tímamóta heilsufarsrannsókn”. Hið rétta er að hér var ekki um að ræða heilsufarsrannsókn þar sem niðurstöður mælinga voru ekki tengdar við heilsufar þeirra kvenna sem tóku þátt í rannsókninni. Í greininni kemur aðeins fram að konurnar, sem sumar voru þungaðar, voru heilbrigðar við sýnatöku, að engin vandamál komu fram í fæðingu og að öll börnin voru af eðlilegri stærð. Hvernig Sandra kemst að þeirri niðurstöðu að um sé að ræða heilsufarsrannsókn er mér hulin ráðgáta. Í grein Söndru segir „[í] rannsókninni fannst Bt-eitur sem splæst er í erfðabreyttar plöntur (gegn skordýrum) í blóði þungaðra kvenna og fóstra…“ og jafnframt „[n]iðurstaða [rannsóknarinnar] var að eitur þetta kæmi úr erfðabreyttum matvælum…“. Þó svo að Cry1Ab próteinið („Bt-eitrið“) sé að finna í ákveðnum erfðabreyttum nytjaplöntum er ekkert í rannsókninni sem styður þá ályktun að próteinið sem mældist í blóði sé úr erfðabreyttum matvælum. Engar vísbendingarÍ umræddri vísindagrein er í raun hvergi að finna neinar vísbendingar um uppruna Cry1Ab próteinsins en í þessu samhengi er vert að benda á að próteinið er m.a. framleitt af jarðvegsbakteríunni Bacillus thuringiensis og hefur verið notað sem vörn gegn skordýrum frá því löngu fyrir tíma erfðabreytinga og er enn í dag víða notað óháð erfðabreytingum, meðal annars í lífrænni ræktun. Sandra heldur áfram og segir: „[e]rfitt er að ímynda sér sterkari vísbendingar um það heilsutjón sem erfðabreytt matvæli geta valdið neytendum…“. Hér er rétt að undirstrika að í greininni komu ekki fram neinar vísbendingar um neikvæð áhrif Cry1Ab próteinsins á heilsufar þeirra kvenna sem greindust með það í blóði. Einnig er vert að benda á að fyrri rannsóknir hafa sýnt að eitrunaráhrif próteinsins einskorðast við ákveðnar tegundir skordýra (2) og engin áhrif hafa komið fram á heilsufar spendýra (3-5). Gagnrýniverð aðferðSíðast en ekki síst má með sterkum rökum gagnrýna þá aðferð sem notuð var við að mæla Cry1Ab próteinið í rannsókninni. Aðferðin var ekki þróuð til mælinga á próteininu í blóði og sýnt þykir að hún er ekki ákjósanleg til slíkra mælinga (6-7). Veikir þetta mjög niðurstöður rannsóknarinnar og hefði nauðsynlega þurft að staðfesta tilvist Cry1Ab próteinsins í blóðsýnum með öðrum og betri aðferðum. Þegar niðurstöður vísindarannsókna eru kynntar almenningi verður að gera þá kröfu til þeirra sem það gera að farið sé fram af yfirvegun, hlutleysis gætt og að kynntar séu sannreyndar niðurstöður. Þetta er sérstaklega mikilvægt þegar upplýsingar eru líklegar til að vekja ótta almennings. Ekkert af ofangreindu á við um grein Söndru þar sem hún leitast við að draga öfgafullar ályktanir af umræddum niðurstöðum án þess að gera grein fyrir annmörkum rannsóknarinnar. Af lestri greinarinnar er ljóst að Sandra gerist sek um annað af tvennu, að tjá sig um málefni sem hún hefur takmarkaðan skilning á eða þá að afvegaleiða lesendur sína vísvitandi með rangfærslum. Hvort er verra læt ég ósvarað en ljóst er að tilgangurinn er ekki að uppfræða heldur að hræða og ætti höfundur að fá skammir fyrir.(1) Aris og Leblanc. 2011. Reproductive Toxicology 31 [4]: 528-533.(2) Bravo, Jansens og Peferoen. 1992. Journal of Invertebrate Pathology 60 [3]: 237-246.(3) McClintock, Schaffer og Sjoblad. 1995. Pesticide Science 45 [2]: 95-105.(4) Shimada, Miyamoto, o.fl. 2006. In Vitro Cellular & Developmental Biology - Animal 42: 45.(5) Shimada, Murata, o.fl. 2006. The Journal of Veterinary Medical Science 68 [10]: 1113-1115.(6) Chowdhury, Kuribara, o.fl. 2003. Journal of Animal Science 81 [10]: 2546-2551.(7) Lutz, Wiedemann, o.fl. 2005. Journal of Agricultural and Food Chemistry 53 [5]: 1453-1456. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Þann 7. október sl. birtist í Fréttablaðinu grein eftir Söndru B. Jónsdóttur þar sem hún skammar íslensk stjórnvöld fyrir seinagang við setningu reglugerðar um merkingar á erfðabreyttum matvælum. Til að undirstrika mikilvægi reglugerðarinnar vísar Sandra í niðurstöður sem nýverið birtust í tímaritinu Reproductive Toxicology (1) en þar er fullyrt að mælst hafi próteinið Cry1Ab í blóði hjá hópi kvenna í Kanada. Framsetning Söndru á þeim niðurstöðum er með slíkum endemum að ekki verður orða bundist og langar mig að benda á nokkur atriði sem betur hefðu mátt fara. Ekki heilsufarsrannsóknSandra telur að hér hafi verið á ferðinni „tímamóta heilsufarsrannsókn”. Hið rétta er að hér var ekki um að ræða heilsufarsrannsókn þar sem niðurstöður mælinga voru ekki tengdar við heilsufar þeirra kvenna sem tóku þátt í rannsókninni. Í greininni kemur aðeins fram að konurnar, sem sumar voru þungaðar, voru heilbrigðar við sýnatöku, að engin vandamál komu fram í fæðingu og að öll börnin voru af eðlilegri stærð. Hvernig Sandra kemst að þeirri niðurstöðu að um sé að ræða heilsufarsrannsókn er mér hulin ráðgáta. Í grein Söndru segir „[í] rannsókninni fannst Bt-eitur sem splæst er í erfðabreyttar plöntur (gegn skordýrum) í blóði þungaðra kvenna og fóstra…“ og jafnframt „[n]iðurstaða [rannsóknarinnar] var að eitur þetta kæmi úr erfðabreyttum matvælum…“. Þó svo að Cry1Ab próteinið („Bt-eitrið“) sé að finna í ákveðnum erfðabreyttum nytjaplöntum er ekkert í rannsókninni sem styður þá ályktun að próteinið sem mældist í blóði sé úr erfðabreyttum matvælum. Engar vísbendingarÍ umræddri vísindagrein er í raun hvergi að finna neinar vísbendingar um uppruna Cry1Ab próteinsins en í þessu samhengi er vert að benda á að próteinið er m.a. framleitt af jarðvegsbakteríunni Bacillus thuringiensis og hefur verið notað sem vörn gegn skordýrum frá því löngu fyrir tíma erfðabreytinga og er enn í dag víða notað óháð erfðabreytingum, meðal annars í lífrænni ræktun. Sandra heldur áfram og segir: „[e]rfitt er að ímynda sér sterkari vísbendingar um það heilsutjón sem erfðabreytt matvæli geta valdið neytendum…“. Hér er rétt að undirstrika að í greininni komu ekki fram neinar vísbendingar um neikvæð áhrif Cry1Ab próteinsins á heilsufar þeirra kvenna sem greindust með það í blóði. Einnig er vert að benda á að fyrri rannsóknir hafa sýnt að eitrunaráhrif próteinsins einskorðast við ákveðnar tegundir skordýra (2) og engin áhrif hafa komið fram á heilsufar spendýra (3-5). Gagnrýniverð aðferðSíðast en ekki síst má með sterkum rökum gagnrýna þá aðferð sem notuð var við að mæla Cry1Ab próteinið í rannsókninni. Aðferðin var ekki þróuð til mælinga á próteininu í blóði og sýnt þykir að hún er ekki ákjósanleg til slíkra mælinga (6-7). Veikir þetta mjög niðurstöður rannsóknarinnar og hefði nauðsynlega þurft að staðfesta tilvist Cry1Ab próteinsins í blóðsýnum með öðrum og betri aðferðum. Þegar niðurstöður vísindarannsókna eru kynntar almenningi verður að gera þá kröfu til þeirra sem það gera að farið sé fram af yfirvegun, hlutleysis gætt og að kynntar séu sannreyndar niðurstöður. Þetta er sérstaklega mikilvægt þegar upplýsingar eru líklegar til að vekja ótta almennings. Ekkert af ofangreindu á við um grein Söndru þar sem hún leitast við að draga öfgafullar ályktanir af umræddum niðurstöðum án þess að gera grein fyrir annmörkum rannsóknarinnar. Af lestri greinarinnar er ljóst að Sandra gerist sek um annað af tvennu, að tjá sig um málefni sem hún hefur takmarkaðan skilning á eða þá að afvegaleiða lesendur sína vísvitandi með rangfærslum. Hvort er verra læt ég ósvarað en ljóst er að tilgangurinn er ekki að uppfræða heldur að hræða og ætti höfundur að fá skammir fyrir.(1) Aris og Leblanc. 2011. Reproductive Toxicology 31 [4]: 528-533.(2) Bravo, Jansens og Peferoen. 1992. Journal of Invertebrate Pathology 60 [3]: 237-246.(3) McClintock, Schaffer og Sjoblad. 1995. Pesticide Science 45 [2]: 95-105.(4) Shimada, Miyamoto, o.fl. 2006. In Vitro Cellular & Developmental Biology - Animal 42: 45.(5) Shimada, Murata, o.fl. 2006. The Journal of Veterinary Medical Science 68 [10]: 1113-1115.(6) Chowdhury, Kuribara, o.fl. 2003. Journal of Animal Science 81 [10]: 2546-2551.(7) Lutz, Wiedemann, o.fl. 2005. Journal of Agricultural and Food Chemistry 53 [5]: 1453-1456.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun