Höfum við ekkert lært? Jón Steinsson skrifar 19. október 2011 06:00 Á Íslandi hefur lítil sem engin virðing verið borin fyrir menntun eða reynslu í fjármálum eða viðskiptum þegar kemur að úthlutun lykilstarfa hjá ríkinu. Þetta leiddi til þess að þegar óveðursský hrönnuðust upp á árunum 2006-2008 voru einstaklingar með mjög takmarkaða menntun, þekkingu eða skilning á fjármálum í lykilstöðum. Við þekkjum afleiðingarnar. Og maður hefði haldið að það gerði það að verkum að viðhorf hefðu breyst. Nú er hins vegar Páll Magnússon ráðinn til þess að stýra Bankasýslu ríkisins þrátt fyrir að hafa enga menntun né sérþekkingu á sviði banka- og fjármálastarfsemi þótt lög um Bankasýslu kveði á um að forstjóri stofnunarinnar skuli hafa þá eiginleika. Páll var tekinn fram yfir þrjá aðra umsækjendur – sem allir hafa víðtæka reynslu af banka- og fjármálastarfsemi. Stjórn Bankasýslunnar rökstyður ráðninguna með vísun í að valdir umsækjendur hafi verið látnir taka persónuleikaprófið OPQ32, huglægt getupróf, raunhæft verkefni, stærðfræðipróf og ítarleg viðtöl og að Páll hafi staðið sig best eða næstbest á sumum af þessum prófum en verr í öðrum. Í fyrstu veit maður ekki hvort maður á að hlæja eða gráta. En síðan byrjar maður fljótlega að gráta. Þetta er leikhús fáránleikans. Ferli af þessu tagi veitir stjórninni nánast ótakmarkað frelsi til þess að velja hvern sem henni þóknast. Hún þarf einungis að ákveða eftir á að þeir mælikvarðar sem viðkomandi umsækjandi stóð sig vel á vegi þyngra en hinir. Stjórn Bankasýslunnar heldur því einnig fram að Páll hafi uppfyllt lágmarksskilyrði um menntun og sérþekkingu á banka- og fjármálum. Ef þau komast upp með þann skilning hafa þau nánast fullkomlega gengisfellt þetta ákvæði laga. Reynum að setja þetta í samhengi. Nú fyrir nokkrum dögum var nýr dómari skipaður við Hæstarétt. Hvernig fyndist mönnum ef Páll Magnússon hefði verið skipaður í þá stöðu með svipuðum rökstuðningi? Ha, er það allt annað mál? Einungis ef menn bera litla sem enga virðingu fyrir menntun, reynslu og sérþekkingu í banka- og fjármálum en mun meiri virðingu fyrir menntun, reynslu og sérþekkingu í lögfræði. Einhverra hluta vegna virðist það vera landlægt á Íslandi. Páll Magnússon er jafn óhæfur til þess að vera forstjóri Bankasýslunnar og hann er óhæfur til þess að vera dómari við Hæstarétt. Og mitt mat er að meiri hætta skapist fyrir samfélagið við það að hafa hann forstjóra Bankasýslunnar en dómara við Hæstarétt (þar sem hann hefði þó meðdómara með sér). Bankasýslan fer með eignarhlut ríkisins í Landsbankanum og fjölda annarra banka og sparisjóða. Hún á að sjá til þess að stjórnendur þessara banka fari eftir eigendastefnu ríkisins – þ.e. vaka yfir stjórnendum bankanna og gæta hagsmuna ríkisins. Hefur reynsla okkar síðustu ár ekki kennt okkur hversu auðvelt það er að afvegaleiða reynslu- og skilningsrýra eftirlitsaðila þegar bankar eru annars vegar? Og hefur reynsla okkar ekki einnig kennt okkur að slíkt getur verið okkur ansi dýrt? Hvernig má þá vera að flestir yppi öxlum við þessa ráðningu? Bankasýslan á einnig að „undirbúa og vinna tillögur um sölu eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum“. Nánast öll sín fullorðinsár hefur Páll starfað í umboði fyrir Framsóknarflokkinn. Hann er eins hápólitískur og hugsast getur. Það sem meira er, skuggalega margir vinir og vandamenn formanna og varaformanna Framsóknarflokksins hafa einhverra hluta vegna auðgast verulega af viðskiptum sem tengdust sölu eða úthlutun á ríkis- og þjóðareignum. Getur verið að við séum að leika okkur með eld með því að ráða Pál Magnússon til þess að „vinna tillögur um sölu eignarhluta ríkisins“ í Landsbankanum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinsson Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Sjá meira
Á Íslandi hefur lítil sem engin virðing verið borin fyrir menntun eða reynslu í fjármálum eða viðskiptum þegar kemur að úthlutun lykilstarfa hjá ríkinu. Þetta leiddi til þess að þegar óveðursský hrönnuðust upp á árunum 2006-2008 voru einstaklingar með mjög takmarkaða menntun, þekkingu eða skilning á fjármálum í lykilstöðum. Við þekkjum afleiðingarnar. Og maður hefði haldið að það gerði það að verkum að viðhorf hefðu breyst. Nú er hins vegar Páll Magnússon ráðinn til þess að stýra Bankasýslu ríkisins þrátt fyrir að hafa enga menntun né sérþekkingu á sviði banka- og fjármálastarfsemi þótt lög um Bankasýslu kveði á um að forstjóri stofnunarinnar skuli hafa þá eiginleika. Páll var tekinn fram yfir þrjá aðra umsækjendur – sem allir hafa víðtæka reynslu af banka- og fjármálastarfsemi. Stjórn Bankasýslunnar rökstyður ráðninguna með vísun í að valdir umsækjendur hafi verið látnir taka persónuleikaprófið OPQ32, huglægt getupróf, raunhæft verkefni, stærðfræðipróf og ítarleg viðtöl og að Páll hafi staðið sig best eða næstbest á sumum af þessum prófum en verr í öðrum. Í fyrstu veit maður ekki hvort maður á að hlæja eða gráta. En síðan byrjar maður fljótlega að gráta. Þetta er leikhús fáránleikans. Ferli af þessu tagi veitir stjórninni nánast ótakmarkað frelsi til þess að velja hvern sem henni þóknast. Hún þarf einungis að ákveða eftir á að þeir mælikvarðar sem viðkomandi umsækjandi stóð sig vel á vegi þyngra en hinir. Stjórn Bankasýslunnar heldur því einnig fram að Páll hafi uppfyllt lágmarksskilyrði um menntun og sérþekkingu á banka- og fjármálum. Ef þau komast upp með þann skilning hafa þau nánast fullkomlega gengisfellt þetta ákvæði laga. Reynum að setja þetta í samhengi. Nú fyrir nokkrum dögum var nýr dómari skipaður við Hæstarétt. Hvernig fyndist mönnum ef Páll Magnússon hefði verið skipaður í þá stöðu með svipuðum rökstuðningi? Ha, er það allt annað mál? Einungis ef menn bera litla sem enga virðingu fyrir menntun, reynslu og sérþekkingu í banka- og fjármálum en mun meiri virðingu fyrir menntun, reynslu og sérþekkingu í lögfræði. Einhverra hluta vegna virðist það vera landlægt á Íslandi. Páll Magnússon er jafn óhæfur til þess að vera forstjóri Bankasýslunnar og hann er óhæfur til þess að vera dómari við Hæstarétt. Og mitt mat er að meiri hætta skapist fyrir samfélagið við það að hafa hann forstjóra Bankasýslunnar en dómara við Hæstarétt (þar sem hann hefði þó meðdómara með sér). Bankasýslan fer með eignarhlut ríkisins í Landsbankanum og fjölda annarra banka og sparisjóða. Hún á að sjá til þess að stjórnendur þessara banka fari eftir eigendastefnu ríkisins – þ.e. vaka yfir stjórnendum bankanna og gæta hagsmuna ríkisins. Hefur reynsla okkar síðustu ár ekki kennt okkur hversu auðvelt það er að afvegaleiða reynslu- og skilningsrýra eftirlitsaðila þegar bankar eru annars vegar? Og hefur reynsla okkar ekki einnig kennt okkur að slíkt getur verið okkur ansi dýrt? Hvernig má þá vera að flestir yppi öxlum við þessa ráðningu? Bankasýslan á einnig að „undirbúa og vinna tillögur um sölu eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum“. Nánast öll sín fullorðinsár hefur Páll starfað í umboði fyrir Framsóknarflokkinn. Hann er eins hápólitískur og hugsast getur. Það sem meira er, skuggalega margir vinir og vandamenn formanna og varaformanna Framsóknarflokksins hafa einhverra hluta vegna auðgast verulega af viðskiptum sem tengdust sölu eða úthlutun á ríkis- og þjóðareignum. Getur verið að við séum að leika okkur með eld með því að ráða Pál Magnússon til þess að „vinna tillögur um sölu eignarhluta ríkisins“ í Landsbankanum?
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun