Fleiri fréttir

Pistill: AGS bíður eftir Norðurlöndum sem bíða eftir Icesave

Friðrik Indriðason skrifar

Samhengi hlutanna í mikilvægustu efnahagsmálum þjóðarinnar liggur nú nokkurn veginn fyrir. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) bíður eftir Norðurlöndunum sem aftur bíða eftir því að Ísland afgreiði Icesave-samkomulagið af sinni hálfu.

Gleðilega þjóðhátíð

Elliði Vignisson skrifar

Í dag hefst þjóðhátíð Vestmannaeyja. Með sanni má segja að setning hennar marki upphafið á þriggja sólarhringa gleði þar sem Eyjamenn og gestir kristalla eðli Vestmannaeyja og þá orku sem í samfélaginu býr.

Góða umferðarhelgi!

Kjartan Magnússon skrifar

Mikil umferð hefur verið um þjóðvegi landsins í sumar enda kjósa margir að ferðast innanlands vegna versnandi efnahags.

Með lögum skal land byggja

Jón Gunnarsson skrifar

Ástand í lögreglumálum landsins er óþolandi. Við þessa þróun mála verður ekki unað. Öryggi borgaranna er grundvallaratriði í okkar samfélagi og við þær erfiðu og sársaukafullu aðstæður sem nú eru uppi verður að forgangsraða í þágu þeirra. Framlög til löggæslumála hækkaðu umfram launavísitölu á árunum 2004 til 2008. Um það má deila hvort nóg hafi verið að gert því ljóst er að verkefnum fjölgaði mikið á þessu tímabili. Ráðist hefur verið í mikilvægar og góðar skipulagsbreytingar á undanförnum árum og áfram verður að feta þá leið af skynsemi.

Nr.1 - Sjávarútvegur

Eiríkur Bergmann Einarsson skrifar

Í komandi aðildarsamningum við Evrópusambandið skiptir sköpum að vanda undirbúning svo unnt verði að ná fram sem allra bestum samningi.

Dómgreindarskortur

Ögmundur Jónasson skrifar

Leiðari Fréttablaðsins í gær var undir fyrirsögninni Vinskapur og peningar. Leiðarahöfundur var sér meðvitaður um að Íslendingar þyrftu á hvoru tveggja að halda, vinskap og peningum. Ein á báti værum við, að mati blaðsins, einskis megnug.

Góðar fréttir

Svanhildur Hólm Valsdóttir skrifar

Það er auðvelt að missa sjónar á hinu góða og jákvæða, þegar flestar fréttir fjalla um bankasukk, spillingu, gjaldþrot og himinháar skuldir Íslendinga við erlenda innstæðueigendur.

Pistill: Icesave klúðrið verður skrýtnara

Friðrik Indriðason skrifar

Klúðrið í kringum Icesave samninginn verður skrýtnara með hverjum deginum sem líður og betur kemur í ljós hve bláeyg samninganefnd Íslands stóð sig illa í málinu. Það nýjasta er að Ísland á að borga fyrir lögfræði/umsýslukostnað Breta og Hollendinga. Upphæð sem nemur eitthvað á fjórða milljarð kr.

Betra að vera fangi en stúdent?

Hildur Björnsdóttir skrifar

Það var líkt og hendi væri veifað. Í einni svipan breyttist íslenskt efnahagsundur í efnahagssplundur og menn báðu Guð að blessa Ísland.

Réttindi og réttar greiðslur lífeyris

Sigríður Lillý Baldursdóttir skrifar

Almannatryggingar eru mikilvægur þáttur í velferðarsamfélaginu og um það er almennt góð sátt. Um almannatryggingaréttindin eru þó eðlilega skiptar skoðanir og því er það mikilvægt að fram fari heilbrigð og gagnrýnin umræða um réttindakerfið. Á það hefur verulega skort til þessa.

Lögreglan er traustsins verð

Björn Bjarnason skrifar

Um nokkurt árabil hélt Jón Kaldal, ritstjóri Fréttablaðsins, uppi gagnrýni, of oft órökstuddri, á störf mín sem dómsmálaráðherra. Ég lét af því embætti 1. febrúar 2009, en Jón Kaldal heldur áfram að saka mig um vandræði í rekstri lögreglunnar, eins og lesa mátti í leiðara Fréttablaðsins 22. júlí.

Reiknað á röngum forsendum

Ástráður Haraldsson og Ása Ólafsdóttir skrifar

Þeir Ragnar H. Hall, lögmaður og Eiríkur Tómasson lagaprófessor hafa á opinberum vettvangi haldið því fram að skuldbindingar vegna innstæðutrygginganna í Icesave málinu hafi verið rangt reiknaðar.

Pistill: Nöfnin á eigendum bankana strax upp á borðið

Friðrik Indriðason skrifar

Það er með öllu óskiljanlegt að nöfnin á hinum nýjum erlendu eigendum Íslandsbanka og Nýja Kaupþings skuli ekki gerð opinber. Það hlýtur að vera krafa allra innistæðueigenda í þessum tveimur bönkum og viðskiptavina að þessi nöfn verði sett upp á borðið strax.

Jesús og „Icesave“

Hvað myndi Jesús gera? Þegar Ameríkanar þurfa að taka erfiðar ákvarðanir spyrja þeir sig oft þessarar spurningar í gamni eða alvöru. Jesús hafði nefnilega einstakt lag á að slá vopnin úr höndum mótherja sinna með viskunni einni saman. Í sérstöku uppáhaldi hjá mér er hin fræga setning: „Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum."

Sameinuðu þjóðirnar gegna lykilhlutverki

Meðan umræðan um hina grænu sprota endurreisnarinnar dafnar í Bandaríkjunum syrtir enn í álinn annars staðar í heiminum, sérstaklega í þróunarlöndum. Í Bandaríkjunum var það bilun í fjármálakerfinu sem hratt efnahagskreppunni af stað.

Pistill: Hvað fundu Rússar á Drekasvæðinu?

Friðrik Indriðason skrifar

Sú spurning vaknar hvað Rússar hafi fundið á Drekasvæðinu í sumar en þar hafa tveir rannsóknarkafbátar á vegum rússneska sjóhersins verið að störfum sem og á fleiri svæðum á Norður-Atlantshafshryggnum allt frá Færeyjum og norður til Svalbarða.

Reiðin sem förunautur

Margrét kristmannsdóttir skrifar

Á undanförnum mánuðum hefur okkur sennilega flestum liðið svipað; orðið öskureið, pirruð, döpur og leið og hugsað upphátt: „Hvernig í ósköpunum gat þetta gerst?"

Leiðin til framtíðar

Í umræðunni hafa komið fram málsmetandi einstaklingar sem halda því fram að þjóðinni beri að taka á sig drápsklyfjar skulda. Að aðrar þjóðir sem hafi lent í sambærilegum erfiðleikum og Íslendingar nú hafi tekist á við þá af þjóðarstolti og mætt heiminum sem heiðarlegir borgunarmenn.

Uggvænleg stefna

Jón Gunnarsson skrifar

Á meðan við deilum um skyldur okkar til að greiða skuldir vegna Icesave, eru aðrar og ekki síður alvarlegar aðstæður að skapast. Innlendir jafnt sem erlendir sérfræðingar segja að Íslendingar eigi tækifæri til viðreisnar sem geri gæfumuninn. Þar er vitnað í auðlindir til lands og sjávar.

Leiðin áfram

Jón Sigurðsson skrifar

Nú herðir að á Íslandi. Á næstu misserum má búast við margs konar erfiðleikum og mótlæti. Einu sinni var talað um móðuharðindi af mannavöldum, og þau orð geta átt við nú.

Treystum vináttubönd við Frakka

Hún er bæði römm og forn, vinataugin sem tengir saman Íslendinga og Frakka. Sagan segir að Sæmundur fróði hafi numið þar í landi á sínum tíma. Hingað reru Íslandssjómenn frá Norður-Frakklandi öldum saman, sóttu auð í greipar hafsins og hlýju í faðm íbúanna. Hingað kom landkönnuðurinn og heimskautafarinn Jean-Baptiste Charcot árum saman á fyrri hluta 20. aldarinnar, til rannsókna og fyrirlestrahalds, og alla síðustu öld var hvers kyns samstarf í miklum blóma, einkum á sviði lista, menningar og vísinda.

Pistill: Um bindiskyldu

Friðrik Indriðason skrifar: skrifar

Þar sem bindiskylda á starfsemi íslenskra útibúa erlendis hefur skotið upp kollinum eina ferðina enn er rétt að útskýra málið fyrir lesendum visir.is. Óumdeilt er að Seðlabanki Íslands afnam þessa bindiskyldu í mars í fyrra, samkvæmt „leiðbeinandi tilmælum" frá Evrópubandalaginu. Tilmælin fólu samt í sér að seðlabankar viðkomandi landa hefðu sjálfdæmi í málinu.

Smjörklípur og röksemdafærslur

Sigurður Líndal skrifar

Í Morgunblaðinu 7. júlí gerir Jón Baldvin Hannibalsson athugasemdir við ummæli Davíðs Oddssonar í Morgunblaðinu 5. júlí. Eftir útlistan á undanbrögðum við röksemdafærslu sem hann kennir við smjörklípu og nokkur vel valin ummæli um stjórnendur Landsbankans falla orð á þennan veg:

Pistill: Icesave fyrir byrjendur

Friðrik Indriðason skrifar: skrifar

Mjög margir hafa röflað sig nær rænulausa í umræðunni um Icesave undanfarna daga. Mest snýst umræðan um einhverjar lagaflækjur sem hugsanleg geta firrt okkur ábyrgð í málinu. Því miður eru þær bara tálsýnir og draumar.

Við þurfum sóknaráætlun

Þorkell Sigurlaugsson skrifar

Íslendingar þurfa að sækja fram með nýja atvinnustefnu og sóknaráætlun sem byggir á raunverulegum verðmætum og styrk þjóðarinnar. Við munum ekki vinna okkur út úr erfiðleikunum með skattahækkunum, lágum launum, niðurskurði og háum vöxtum. Ef það verða einu aðgerðir stjórnvalda munum við sökkva dýpra í skuldafenið og verða um langt árabil í hópi fátækustu og einangruðustu ríkja heims. Það eru ekki ný sannindi að okkar framtíð og hagsæld mun byggja á framtaki einstaklinga og þeim verðmætum sem þeir geta skapað fyrir þjóðarbúið.

Fyrirvara verður að setja

Eiríkur Bergmann skrifar

Einkum tvennt gerir vanda Icesave-samkomulagsins illviðráðanlegan; hvorki er hægt að samþykkja það né hafna því. Við höfnun segir Ísland sig úr lögum við alþjóðasamfélagið með hörmulegum afleiðingum en með því að samþykkja þann nauðasamning sem íslensk stjórnvöld hafa gert við Breta og Hollendinga er þjóðin í heild sinni lögð að veði langt inn í framtíðina. Og jafnvel þótt vísir menn séu flínkir með reikningsstokkinn sinn er enn með öllu óvíst hvernig okkur mun reiða af næstu árin og hvort við verðum yfir höfuð borgunarþjóð fyrir þessum ógnarskuldum. Þessi er togstreitan í málinu.

Efnt til illdeilna

Kristinn H. Gunnarsson skrifar

Í mánudagsblaðinu skrifar Steinunn Stefánsdóttir skoðun blaðsins með þeim einarða ásetningi að efna til illdeilna við fólk á landsbyggðinni. Hún ber þær sakir á samgönguráðherra undanfarinna áratuga að þeir hafi stjórnast af kjördæmapoti við ákvörðun verkefna í vegagerð og að þeir beri ábyrgð á banaslysum á Suðurlandsvegi og Vesturlandsvegi. Hún leggst gegn verkefnum á landsbyggðinni „þar til framkvæmdum við allra fjölförnustu hluta þjóðvegar eitt er lokið“. Málflutningurinn er ósannur, höfuðborgarsvæðið hefur stækkað og eflst vegna þess að samgöngurnar þar hafa verið góðar og mætt kröfum íbúanna og atvinnufyrirtækja.

ESB eykur efnahagslegt öryggi

Baldur Þórhallsson skrifar

Veigamesta verkefni ráðamanna er að tryggja öryggi borgaranna. Íslenskir ráðamenn hafa náð að tryggja borgaralegt og hernaðarlegt öryggi með aðild að NATO og Schengen og tvíhliða öryggis- og varnarsamningum við nágrannaríki. Íslenskir ráðamenn hafa hins vegar brugðist skyldum sínum að tryggja efnahagslegt öryggi. Þetta sinnuleysi hefur leikið íslensk heimili og fyrirtæki grátt.

Fjórða skilanefndin

Oddný Sturludóttir skrifar

Það hefur verið undarleg upplifun að fylgjast með Alþingi síðustu vikur. Öllum þingheimi ætti að vera ljóst að staða Íslands í alþjóðasamfélaginu er viðkvæm, fjárhagsstaða íslenska ríkisins veik og þjóðin skekin eftir erfiðan vetur og óvissu um framtíðina.

Lýðskrumið í Davíð Oddssyni nær nýjum lægðum

Friðrik Indriðason skrifar

Það er með ólíkindum að heyra Davíð Oddsson segja að Icesave-klúðrið sé núverandi stjórn að kenna. Þá stöðu sem þjóðin er í má nær alfarið skrifa á hans eigin reikning og þess flokks sem hann stjórnaði um langt skeið. Raunar viðurkennir Davíð í viðtali við Morgunblaðið að hann beri sjálfur að mestu sök á Icesave, fyrir utan Landsbankastjórnina sjálfa.

Brostið traust er ekki traustabrestur

Sighvatur Björgvinsson skrifar

Samkvæmt upplýsingum viðskiptaráðherra og íslenskra bílalánafyrirtækja festu 40 þúsund Íslendingar kaup á 70 þúsund bifreiðum með því að nýta sér milligöngu íslenskra banka til þess að slá jafnvirði 115 þúsund milljóna króna lán fyrir kaupunum frá breskum, hollenskum, þýskum, japönskum og svissneskum almenningi. Erlendir viðmælendur spyrja í forundran: „Er þetta svo? Gátu 40 þúsund Íslendingar labbað sig inn í íslenska banka og fengið lán í erlendum gjaldeyri til þess að kaupa bíla? Gerðu menn þetta virkilega?“ Já, menn gerðu það virkilega. 40 þúsund einstaklingar meðal 320 þúsund manna þjóðar séu allir þegnarnir með taldir, reifabörn jafnt sem gamalmenni.

Er þetta nokkuð svo slæmt?

Kjartan Broddi Broddason skrifar

Skuldbinding Tryggingarsjóðs innistæðueigenda vegna ICESAVE er um 720 milljarðar króna að núvirði eða um 4 milljarðar evra (þetta eru grófar tölur). Gefum okkur að við getum selt eignasafn Landsbankans í Bretlandi/Hollandi í dag fyrir 2,4 milljarða evra eða fyrir um 60% af þeirri ríkisábyrgð sem þjóðin er að taka á sig sem er umtalsvert lægri upphæð en þau möt um heimtur sem liggja fyrir. Notum þann gjaldeyri til að losa okkur við stóran hluta þeirra erlendu skammtímafjárfesta sem hér eru – m.v. gengi á evru 200-220 kr. Þá eignumst við íslenskar krónur sem bera munu – segjum 5,5% - nafnvexti næstu sjö ár.

Hollusta á sem hagkvæmustu verði

Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar

Hvað við borðum getur svo sannarlega haft áhrif á heilsuna. Það er vel þekkt staðreynd að tíðni ýmissa langvinnra sjúkdóma á borð við hjarta- og æðasjúkdóma, ýmsar tegundir krabbameina, sykursýki tegund 2, offitu og fleira tengist mataræði. Það er því mikilvægt, nú þegar matvælaverð hefur hækkað mikið og tekjur heimilanna í mörgum tilfellum dregist verulega saman, að staldra við og huga að því hvað við getum gert til að borða hollt á sem hagkvæmustu verði. Við megum ekki láta efnahagsástandið verða til þess að mataræðið breytist til hins verra. Hér eru nokkur ráð til að halda mataræðinu hollu og góðu á sem hagkvæmastan hátt.

Fyrirtæki virði mannréttindi

Bryndís Bjarnadóttir skrifar

Sú tíð er liðin að ríki séu allsráðandi á alþjóðavettvangi. Hnattvæðingin hefur að miklu leyti fært valdið frá ríkjum til alþjóðastofnana og stórfyrirtækja sem að stórum hluta stýra hagkerfi veraldar. Í dag eru fjármálaumsvif margra stórfyrirtækja jafnvel meiri en meðalstórra þjóðríkja og í skjóli áhrifa sinna njóta þau því miður oft refsileysis á alþjóðavettvangi. En öllum áhrifum fylgir ábyrgð og alþjóðafyrirtækjum er ekki síður skylt að virða mannréttindi í starfsemi sinni en ríkjum.

Hvers vegna er Icesave-samningurinn góður?

Björn Valur Gíslason skrifar

Í öllu því sem sagt hefur verið og skrifað um Icesave hef ég enn ekki fundið rök fyrir því að hinn íslenski tryggingasjóður innstæðueigenda og fjárfesta eigi ekki að greiða þær skuldir sem til var stofnað af Landsbankanum vegna Icesave. Þvert á móti er ég ekki í nokkrum vafa að okkur beri að standa við þær skuldbindingar sem á okkur voru lagðar með jafn ógeðfelldum hætti og raunin er.

Trúboð Samfylkingarinnar

Rúna Hjaltested Guðmundsdóttir skrifar

Okkur Íslendinga virðist skorta framsýni, þ.e. að geta séð afleiðingar ákvarðana sem teknar eru. Það eru gerð hver heimskupörin á fætur öðrum á öllum sviðum. Menn virðast ekkert vita hvað þeir eru að gera, hafa engar lausnir, engin svör - NEMA Samfylkingin.

Ríkisstjórn vonbrigðanna

Jóhann Már Helgason skrifar

Hinn 11. júní samþykkti meirihluti stjórnar LÍN nýja lánasjóðssamninga til handa námsmönnum. Þessir samningar eru eins slakir og þeir geta orðið. Námsmannahreyfingarnar sem eiga sæti í stjórn sjóðsins létu óánægju sína í ljós og neituðu að skrifa undir fyrrnefnda samninga, en þeir voru að endingu samþykktir í krafti meirihluta menntamálaráðherra.

100 daga áætlunin

Heiðar Már Árnason og Sindri Snær Einarsson skrifar

Þegar þetta er skrifað eru 47 dagar liðnir frá því að 100 daga áætlun ríkisstjórnarinnar var kynnt og sumarið gengið í garð. Okkur hjá Sambandi íslenskra framhaldsskólanema þykir því tímabært að líta um öxl og sjá hverju hefur verið áorkað með hagsmuni þeirra sem á framhaldsskólaaldri eru að leiðarljósi.

Löglegt? Siðlegt!

Höskuldur Þórhallsson skrifar

Þorvaldur Gylfason prófessor reynir í grein í Fréttablaðinu að svara ákalli Stefáns Más Stefánssonar lagaprófessors og Lárusar Blöndals hrl. um röksemdir fyrir því að Íslendingum beri lagaleg skylda til að borga Icesave-skuldbindingarnar. Þótt Þorvaldur svari þeirri spurningu ekki til fulls veltir hann því upp hvort okkur beri siðferðileg skylda til þess og þá einkum út frá sjónarhóli Breta.

Samgöngubætur í höfuðborginni

Jón Gunnarsson skrifar

Þau fara fyrir lítið hin fögru fyrirheit vinstri stjórnarinnar. Stóryrtu fullyrðingarnar hefðu kannski betur verið ósagðar. Það færi sennilega best á því að verkstjóri ríkisstjórnarinnar hætti að berja höfðinu við steininn og viðurkenndi að verkefnið virðist vera þessari ríkisstjórn ofviða. Aðgerða- og samstöðuleysi ríkisstjórnarflokkanna er að verða þjóðinni dýrkeypt.

Að hlúa að skólafólki

Gyða Einarsdóttir skrifar

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi benti í grein í Fréttablaðinu 26. júní á það vandamál að drengir virðast sýna langskólanámi minni áhuga og fá síður skólavist í tveim vinsælustu framhaldsskólum landsins. Þetta er mál sem vissulega þarf að rannsaka betur og takast á við. Ég sé samt ekki í grein hennar hvernig hún leggur til að það sé gert.

Umbúðalaust um stelpur

Í grein í Fréttablaðinu í liðinni viku lýsti Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi því yfir að jafnréttissinnar gerðu lítið úr slökum námsárangri drengja við lok grunnskóla. Þetta þykja mér sem femínista ómaklegar ásakanir.

Sjá næstu 50 greinar