Leiðin áfram Jón Sigurðsson skrifar 14. júlí 2009 06:00 Nú herðir að á Íslandi. Á næstu misserum má búast við margs konar erfiðleikum og mótlæti. Einu sinni var talað um móðuharðindi af mannavöldum, og þau orð geta átt við nú. Opinber fjármál eru eins og brimskafl. Atvinnuleysi er orðið verulegt og mun aukast. Erfiðleikar margfaldast í atvinnulífinu. Háir vextir, gjaldmiðill, gjaldeyrishöft og tafir við endurmótun bankanna gera illt verra. Margar fjölskyldur standa frammi fyrir vaxandi erfiðleikum, tekjumissi og óvissu um eignir sínar. Við þessar aðstæður virðist langsótt að tala um þjóðarstolt, þjóðarmetnað og þjóðlega samstöðu. Þó er það svo að einmitt við þessar aðstæður þurfum við mest á þessu að halda. Einmitt í þessum svifum getum við líka minnst þess að Íslendingar hafa áður í sögunni horft fram í sorta - en haft sigur. Við verðum að standa á rétti okkar. Þjóðin á réttmætar kröfur á hendur þeim sem sannast á að hafi brotið lög. En skyndiréttvísi og bráðahefndir ber að forðast. Og menn verða að greina á milli sakar og mannlegra mistaka. Þjóðin á líka hendur sínar að verja gegn erlendu ofurefli. Umdeilanlegar ástæður valda því að íslenska þjóðin verður að taka á sig drápsklyfjar skulda. Við getum valið að leggja alla áherslu á sjálfsvorkunn og ásakanir. Þjóðin kemst samt ekki undan miklum greiðslum. Við getum valið þann kost að útiloka okkur frá samstarfi við nágrannaþjóðirnar. Við munum líka komast af á því einstigi. En þá þyngjast byrðarnar að mun. Þegar á allt er litið vilja Íslendingar það ekki. Íslendingar vilja mannast á heimsins hátt og taka þátt í sameiginlegri framtíð. Mörg dæmi eru til um þjóðir sem lent hafa í sambærilegum erfiðleikum og Íslendingar nú. Dæmi eru um þjóðir sem tókust á við erfiðleikana af þjóðarstolti og þjóðlegum metnaði og mættu heiminum sem heiðarlegir borgunarmenn. Þessar þjóðir bera höfuðið hátt. Þær eru fyrirmyndir. Til þess að komast í gegnum erfiðleikana verðum við að standa vel saman. Menn verða að leggja áherslu á að hjálpast að. Nú verður ekki hægt að heimta allt af ríkinu eða krefjast úrlausna þaðan. Þeim mun meiri þörf er á samhjálp og þjóðlegri samstöðu. Ekki verður séð hversu lengi þessir erfiðleikar standa. En engar forsendur eru til að gera ráð fyrir fljótum bata því að flest bendir til langvarandi erfiðleika í hagkerfum nágrannaþjóðanna. Þetta él getur staðið um árabil. Þeim mun fremur þurfa Íslendingar þá að taka þétt saman á verkefnunum. Þjóðrækni, samvinna og kristni hafa ekki verið í tísku um langt skeið. Þau gleymast í græðginni og efnishyggjunni. En í þeim eru ómetanleg verðmæti. Þau eru bjarghringir. Með samhjálp, samstöðu og þjóðarmetnaði má sigrast á mótlæti og erfiðleikum. Einmitt núna er þörf á að brýna þessar hugsjónir fyrir Íslendingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Halldór 05.07.2025 Jón Ísak Ragnarsson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Nú herðir að á Íslandi. Á næstu misserum má búast við margs konar erfiðleikum og mótlæti. Einu sinni var talað um móðuharðindi af mannavöldum, og þau orð geta átt við nú. Opinber fjármál eru eins og brimskafl. Atvinnuleysi er orðið verulegt og mun aukast. Erfiðleikar margfaldast í atvinnulífinu. Háir vextir, gjaldmiðill, gjaldeyrishöft og tafir við endurmótun bankanna gera illt verra. Margar fjölskyldur standa frammi fyrir vaxandi erfiðleikum, tekjumissi og óvissu um eignir sínar. Við þessar aðstæður virðist langsótt að tala um þjóðarstolt, þjóðarmetnað og þjóðlega samstöðu. Þó er það svo að einmitt við þessar aðstæður þurfum við mest á þessu að halda. Einmitt í þessum svifum getum við líka minnst þess að Íslendingar hafa áður í sögunni horft fram í sorta - en haft sigur. Við verðum að standa á rétti okkar. Þjóðin á réttmætar kröfur á hendur þeim sem sannast á að hafi brotið lög. En skyndiréttvísi og bráðahefndir ber að forðast. Og menn verða að greina á milli sakar og mannlegra mistaka. Þjóðin á líka hendur sínar að verja gegn erlendu ofurefli. Umdeilanlegar ástæður valda því að íslenska þjóðin verður að taka á sig drápsklyfjar skulda. Við getum valið að leggja alla áherslu á sjálfsvorkunn og ásakanir. Þjóðin kemst samt ekki undan miklum greiðslum. Við getum valið þann kost að útiloka okkur frá samstarfi við nágrannaþjóðirnar. Við munum líka komast af á því einstigi. En þá þyngjast byrðarnar að mun. Þegar á allt er litið vilja Íslendingar það ekki. Íslendingar vilja mannast á heimsins hátt og taka þátt í sameiginlegri framtíð. Mörg dæmi eru til um þjóðir sem lent hafa í sambærilegum erfiðleikum og Íslendingar nú. Dæmi eru um þjóðir sem tókust á við erfiðleikana af þjóðarstolti og þjóðlegum metnaði og mættu heiminum sem heiðarlegir borgunarmenn. Þessar þjóðir bera höfuðið hátt. Þær eru fyrirmyndir. Til þess að komast í gegnum erfiðleikana verðum við að standa vel saman. Menn verða að leggja áherslu á að hjálpast að. Nú verður ekki hægt að heimta allt af ríkinu eða krefjast úrlausna þaðan. Þeim mun meiri þörf er á samhjálp og þjóðlegri samstöðu. Ekki verður séð hversu lengi þessir erfiðleikar standa. En engar forsendur eru til að gera ráð fyrir fljótum bata því að flest bendir til langvarandi erfiðleika í hagkerfum nágrannaþjóðanna. Þetta él getur staðið um árabil. Þeim mun fremur þurfa Íslendingar þá að taka þétt saman á verkefnunum. Þjóðrækni, samvinna og kristni hafa ekki verið í tísku um langt skeið. Þau gleymast í græðginni og efnishyggjunni. En í þeim eru ómetanleg verðmæti. Þau eru bjarghringir. Með samhjálp, samstöðu og þjóðarmetnaði má sigrast á mótlæti og erfiðleikum. Einmitt núna er þörf á að brýna þessar hugsjónir fyrir Íslendingum.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun