Fleiri fréttir

Icesave - verðmiði á trausti

Halldór Reynisson skrifar

Icesave-samningurinn liggur nú fyrir Alþingi. Áhöld eru um hvort hann verður samþykktur eða ekki. Ég óttast að það verði Íslands óhamingju að vopni felli þingið samninginn.

Á eyrinni

Einar Már Jónsson skrifar

Ef menn áttu leið á Ráðhús­torgið í París í vor mætti augum þeirra undarleg sýn: þar gekk hópur manna hring eftir hring, án afláts bæði dag og nótt.

Stórir áfangar sem eyða óvissu

Jóhanna Sigurðardóttir skrifar

Á þeim björtu sumardögum sem nú gleðja landsmenn hillir undir að fast land verði á ný undir fótum í efnahagslífi þjóðarinnar eftir bankahrunið. Þessa dagana eru að nást gríðarlega mikilvægir áfangar í þeim stórmálum sem glímt hefur verið við á vettvangi ríkisstjórnarinnar í vetur.

50/50

Kristinn E. Hrafnsson skrifar

Það er alltaf fagnaðarefni þegar gefin er út bók um íslenska myndist og þá ekki sýst ísl. nútímalist. Sérstaklega ber auðvitað að fagna slíku framtaki ef það er fyrirfam frábær útgáfa, eins og segir í fréttatilkynningu um útgáfu bókarinnar Icelandic Art Today.

Það sem sameinar

Ögmundur Jónasson skrifar

Við Þorsteinn Pálsson, fyrrum ritstjóri, höfum skipst á skoðunum í Fréttablaðinu um það hvort skoðanamunur í ríkisstjórn sé veikleikamerki eða hvort hann vitni um gott pólitískt heilsufar. Tilefnið er gagnrýni mín á Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og þá stefnu sem hann vill að ríkisstjórnin fylgi. Þorsteinn gefur sér í svari sínu til mín að stefna ríkisstjórnarinnar í efnahags- og ríkisfjármálum sé einvörðungu reist á áherslum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Umbúðalaust um stráka

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar

Drengir eru að dragast aftur úr. Það var heldur betur staðfest í frétt í Fréttablaðinu í vikunni. Þar kom fram að mun færri piltar verða teknir inn í MR (43% piltar, 57% stúlkur) og VÍ (37% piltar, 63% stúlkur) í haust. Á mannamáli þýðir þetta að tveir vinsælustu framhaldsskólarnir taka nú inn 50% fleiri stúlkur. Í okkar annars ágæta skólakerfi hefur það gerst undanfarin ár að piltar hafa kerfisbundið dregist aftur úr stúlkum. Þrátt fyrir að fleiri drengir séu í hverjum árgangi í grunnskólum hafa á undanförnum árum 50% fleiri stúlkur brautskráðst úr framhaldsskólum en drengir. Það er sláandi munur.

Þorkell á betra skilið

Margeir Pétursson skrifar

Það verður ekki hjá því komist að gera alvarlega athugasemd við umfjöllun dr. Þorvaldar Gylfasonar, prófessors í Fréttablaðinu sl. fimmtudag undir fyrirsögninni „Fjórar bækur um hrun“. Þar fjallar hann um nýja bók með eftirfarandi hætti:

Þöggunarhugsun Ögmundar

Þorsteinn Pálsson skrifar

Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra skrifaði mánudagsgrein hér í blaðið undir fyrirsögninni: Þöggunarkrafa Þorsteins. Þar var vísað til þeirra ummæla minna að ráðherrann tali enn gegn samstarfssamningnum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Ég dró þá ályktun af þessari staðreynd að hún væri veikleikamerki fyrir ríkisstjórnina. Ráðherrann telur að í því mati felist krafa um þöggun.

Hönnun og list

Talsverðar umræður hafa spunnist út af bókun okkar í menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkur út af vali á borgarlistamanni í ár. Eins og gjarnan gerist koma fram ýkjur og oftúlkanir, og rökræn niðurstaða nokkrum setningum síðar er sú að undirrituð séu óbærilega hrokafull og gjörræðisleg. Svona vill þetta nú oft verða í umræðum á Íslandi, fólk verður stóryrtara en það þarf að vera.

Grípa þarf til bankaátaks

Mikil umræða fer nú fram um bankakerfið hér á landi og margir orðnir óþreyjufullir eftir að í því kerfi fari hlutirnir að snúast hraðar. Ríkisvaldið stýrir hér með einum eða öðrum þætti um 75 prósentum af öllu bankakerfinu.

Þöggunarkrafa Þorsteins

Ögmundur Jónasson skrifar um grein Þorsteins Pálssonar. Þorsteinn Pálsson segir í Fbl. um helgina að mismunandi sjónarmið og áherslur í ríkisstjórn séu jafnan veikleikamerki; ágreiningur dragi „kjarkinn“ úr ríkisstjórn „til að taka á viðfangsefnum af því afli sem til þarf“. Ritstjórinn fyrrverandi telur greinilega heppilegra að menn leggi sannfæringu sinni svo göngulag og taktur verði samræmdur í pólitískum aflraunum. Undirritaður er tekinn sem dæmi um varasamt frávik: „...heilbrigðisráðherrann talar áfram gegn samstarfinu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eins og þegar hann var í stjórnarandstöðu.“

Ógn við öryggi og sjálfstæði þjóðar – og framtíð evrópsks samstarfs

Herdís Þorgeirsdóttir skrifar

Fámenn þjóð á hjara veraldar stendur ein andspænis voldugum nágrannaríkjum, þjóðum sem hún til langs tíma hefur álitið vinaþjóðir. Þessari þjóð sem háð hefur harða lífsbaráttu á mörkum hins byggilega heims í meira en þúsund ár er gert að kokgleypa samning um óviðráðan­legar skuldir sem kunna að gera út af við efnahagslegt sjálfstæði hennar og skerða grundvallarréttindi þeirra sem áttu engan þátt í að stofna til þeirra. Skuldir sem urðu til í útrás fjármálafyrirtækja, sem uxu ríkinu yfir höfuð þegar þau tóku þátt í darraðardansi óheftrar markaðshyggju.

Hvað verður um þegna þessa lands?

Björg Þórðardóttir skrifar

Ég hef velt því fyrir mér síðustu daga hvort ég búi virkilega í sama landi og þau Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon. Það eru þau og flokkssystkini þeirra sem eru afrakstur „Búsáhaldabyltingarinnar“ og stór hluti þjóðarinnar lagði traust sitt á að þau kæmu hinum almenna borgara til hjálpar. Leiðréttu skuldastöðu heimilanna og kæmu bönkum í starfhæft ástand þannig að þeir færu að sinna fjárþörf fyrirtækjanna svo hjólin færu að snúast á nýjan leik.

Prump er ekki list

Þórður Grímsson skrifar

Undirritaður gerir sér grein fyrir því að gagnrýni á ákvörðun Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar, undir stjórn Christians Schoen framkvæmdastjóra, um að velja Ragnar Kjartansson og verk hans „The End“ sem fulltrúa Íslands á Feneyjatvíæringnum, kann að hljóma eins og biturt, öfundsjúkt og innantómt þvaður fyrir hinni íslensku listaelítu og fleirum. Undirritaður biður þó lesanda að skoða nokkur atriði áður en hann lofar þetta merkilega verk og listamanninn að baki því.

Fullkomið jafnrétti?

Halla Gunnarsdóttir skrifar

"Hér er fullkomið jafnrétti milli karla og kvenna og hefur lengi verið." Það væri eflaust hægt að nota ofangreind ummæli í spurningakeppni og láta þátttakendur giska á hvenær þau féllu og af hvaða tilefni. Sjálf gæti ég haldið að þau væru úr einhverri framtíðarkvikmyndinni og ættu raunar ekki við fyrr en árið 4312. Svo er þó ekki. Þessi orð eru úr leiðara Morgunblaðsins frá árinu 1926.

Vörður staðinn um Strætó

Jórunn Frímannsdóttir skrifar

Stjórn og stjórnendur Strætó bs. hafa undan­farna mánuði unnið að mótun stefnu og framtíðar­sýnar fyrir fyrirtækið ásamt því að endurskilgreina hlutverk þess sem þjónustufyrirtækis. Stefnumótunin hefur, eðli máls samkvæmt, verið undir áhrifum af þeim efnahagslegu þrengingum sem við búum við um þessar mundir. Fjármagn er af skornum skammti og sterk krafa er um það í samfélaginu að vel sé farið með almannafé um leið og leitast er við að veita góða og styrka þjónustu.

Tökum skref í átt til jafnréttis

Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar

Þann 19. júní 1915 fengu íslenskar konur fjörutíu ára og eldri kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Við minnumst þess í dag og fögnum þeim skrefum sem hafa verið tekin áfram á veginum til samfélags þar sem konur standa jafnfætis körlum. Sú spurning kemur eðlilega upp í hugann hvað séu brýnustu verkefnin sem þarf að leysa nú á krepputímum til að jafnrétti megi ríkja í samfélaginu.

Raunir ráðherrans – munaður þingmannsins

Vigdís Hauksdóttir skrifar

Sinnaskipti formanns Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs eru afar umfangsmikil. Samfylkingin hefur sett stefnuna á Brussel, hvar Steingrímur Jóhann Sigfússon stendur í brúnni glaður og reifur, og að því virðist áttavilltur – þvert á það sem hann ræddi um fyrir kosningar. Nú hefur hann tekið kollsteypu í samningaviðræðunum við Breta og Hollendinga í Icesave-deilunni.

Viltu skrifa upp á fyrir mig?

Eygló Harðardóttir skrifar

Ég hef verið beðin um að skrifa upp á rúmlega 730 milljarða kúlulán. Það er að segja, lánið stendur í 730 milljörðum núna, en þetta er myntkörfulán og þeir sem sitja uppi með slík lán vita að þau hafa ekki gert annað en hækka síðustu misseri.

Vannýttir möguleikar

Magnús Orri schram skrifar

Hópur frumkvöðla vinnur að undirbúningi og stofnun heilbrigðisfyrirtækis á Suðurnesjum. Viðskiptahugmynd fyrirtækisins byggir á því að nýta fullkomnar, en vannýttar skurðstofur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og nýta húsnæði á gamla vallarsvæðinu til framhaldsmeðferða og endurhæfingar. Kaupendur þjónustunnar yrðu erlendir opinberir aðilar fyrir hönd skjólstæðinga sinna.

Hernaðarstefna ESB

Haraldur Ólafsson skrifar

Í hinni áköfu Evrópuumræðu síðustu missera er mest rætt um peninga. Meintur ávinningur af innlimun Íslands í Evrópusambandið er sagður felast í trausti eða hliðstæðum hughrifum hjá þeim sem fara með peninga og líkist sá málflutningur helst trúboði. Lítið fer fyrir samantekt kostnaðarliða, sem þó eru ólíkt skýrari og ekki smáir. Fleira í þessu samhengi er lítt rætt og þar má nefna vígvæðingu og hernað.

Um hvað snýst hæfi?

Fyrrum forstjóri Fjármálaeftirlitsins sendi Rannsóknarnefnd Alþingis bréf í apríl síðastliðnum. Þar var vakin athygli á ummælum sem einn nefndarmaður hafði látið falla og fólu í sér afstöðu til grundvallaratriða sem til skoðunar eru hjá nefndinni, þ.e. að orsök bankahrunsins væri m.a. (á tungu frumheimildarinnar) „reckless complacency by the institutions that were in charge of regulating the industry and in charge of ensuring financial stability in the country“. Þessi orð hafa ekki verið dregin til baka. Mun forstjórinn fyrrverandi hafa bent á að augljóslega væri nefndarmaðurinn búinn að gera upp hug sinn til grundvallaratriða. Forstjórinn gerði hins vegar alls ekki kröfu um að nefndarmaðurinn viki sæti eins og fullyrt er í fjölmiðlum að hann hafi gert!

Almenn almælt tíðindi eða grundvöllur vanhæfis?

Fyrir nokkru barst rannsóknarnefnd Alþingis umkvörtun frá Jónasi Fr. Jónssyni, fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins, vegna ummæla sem höfð voru eftir Sigríði Benediktsdóttur í skólablaði Yale-háskóla í samræðu við eigin nemanda. Haft er eftir Sigríði að hrunið hafi verið „afleiðing óhæfilegrar græðgi margra“ og að þær stofnanir sem áttu að setja reglur um starfsemi fjármálafyrirtækja og tryggja stöðugleika fjármálakerfisins hafi sýnt af sér „andvaraleysi“.

Lífeyrissjóðir og ferðaþjónusta

Magnús Orri Schram skrifar um atvinnuuppbyggingu Samkvæmt fjölmiðlum undanfarna daga hafa Lífeyrissjóðir landsins sérstaklega horft til tveggja verkefna til að finna farveg fyrir fjárfestingar sínar og styrkja atvinnulíf landsmanna. Til skoðunar eru framkvæmdir við Háskólasjúkrahús og tvöföldum Hvalfjarðarganga. Því ber að fagna að lífeyrissjóðir hyggjast koma markvisst að endurreisn íslensks atvinnulífs. Uppbyggingu nýs sjúkrahúss ber að skoða gaumgæfilega og mun hafa fjölmarga kosti í för með sér. Hvalfjarðargöng voru framfaraskref á sínum tíma en tvöföldun þeirra í dag er hins vegar í ósamræmi við þá forgangsröðun sem þarf að viðhafa nú um stundir. Mín skoðun er sú að fjármunum sjóðanna eigi að verja til verkefna sem nýtast vaxtarbroddum í atvinnulífi landsmanna og þar vil ég sérstaklega tiltaka ferðaþjónustuna. Eitt dæmi innan þess geira er vert að nefna.

Um staðsetningu minnismarka

Vegna umræðu í Fréttablaðinu að undanförnu um staðsetningu minningarmarka í Gufuneskirkjugarði vill undirritaður koma neðangreindum sjónarmiðum á framfæri.

Vinstri græn og tímamótin í ESB-umræðunni

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra lagði áherslu á það í þingræðu að tillaga frá ríkisstjórninni til þingsályktunar um aðildarumsókn að Evrópusambandinu (þingmál nr. 38) væri tímamótaviðburður. Ráðherrann hefur rétt fyrir sér í þessu. Tillagan markar tímamót í ýmsum skilningi. Þótt flokkur Össurar hafi lengi barist fyrir aðild Íslands að ESB hefur Samfylkingin ekki haft möguleika á að gera umsókn um aðild að stefnumáli ríkisstjórnar fyrr en nú. Þessi möguleiki hefur skyndilega opnast. Og hvernig mátti það verða?

Leitin að sökudólgnum

Nú þegar fjármálakreppan virðist ekki jafn ógnvænleg (í bili að minnsta kosti) og sérfræðingar þykjast vera farnir að greina „græna sprota“ endurreisnarinnar, færist aukinn kraftur í leitina að sökudólgum. Fjármálakreppan færir okkur að því er virðist ótakmörkuð tækifæri til að afhjúpa svik, misgjörðir og spillingu. En það liggur ekki alveg ljóst fyrir hverja og hvað á að afhjúpa.

Gervigrasvöllur í Vesturbæinn

Stórátak hefur verið gert í endurbótum á skólalóðum og leikskólalóðum Reykjavíkurborgar á kjörtímabilinu. Hluti af þessu átaki hefur falist í lagningu nýrra sparkvalla, gjarnan með gervigrasi, sem njóta mikilla vinsælda yngstu kynslóðarinnar.

Kjánalegar fullyrðingar

Síminn hefur á undanförnum árum misst marga af sínum stærstu viðskiptavinum yfir til Vodafone. Þau eru teljandi á fingrum annarrar handar útboðin sem Síminn hefur unnið, oftast vegna þess að fyrirtækið hefur ekki boðið sambærilegt verð og aðrir en í sumum tilvikum hefur Síminn einfaldlega ekki staðist tæknilegar kröfur í útboðunum.

Opið bréf til stúdenta við HÍ

Núverandi meirihluti hefur ætíð verið yfirlýsingaglaður og skáldlegur um stefnu Röskvu þegar kemur að gjaldskyldu í bílastæði við HÍ. Fyrst í aðdraganda kosninga þegar Vaka lýsti því yfir að Röskva vildi gjaldskyldu í öll bílastæði á háskólasvæðinu og nú í umræðunni sem hefur myndast um málið þar sem ýjað er að því að báðar fylkingar telji þetta eitt helsta hagsmunamál stúdenta. Því telur Röskva nauðsynlegt að koma skoðun sinni á framfæri í eitt skipti fyrir öll.

Flýtum vegaframkvæmdum og sköpum störf

Þór Sigfússon skrifar

Við getum flýtt vegaframkvæmdum umtalsvert á næstu 2-4 árum án þess að þær íþyngi ríkinu. Með því getum við skapað störf og aukið öryggi í umferðinni sem sparar þjóð­félaginu milljarða króna á ári.

Áfram frítt í strætó?

Hildur Björnsdóttir skrifar um strætó: Undanfarin ár hafa námsmönnum staðið til boða gjaldfrjálsar strætóferðir á höfuðborgarsvæðinu. Þjónustan hefur mælst vel fyrir meðal námsmanna og gefið góða raun í borginni. Nú hins vegar hyggjast strætóyfirvöld leggja niður gjaldfrjáls strætókort vegna fjárhagsörðugleika sem alls staðar láta að sér kveða í íslensku samfélagi. Stúdentaráð Háskóla Íslands harmar þau áform og óskar þess að námsmönnum verði áfram boðnar gjaldfrjálsar strætóferðir næsta skólaár.

Sjá næstu 50 greinar