Jesús og „Icesave“ 18. júlí 2009 06:00 Hvað myndi Jesús gera? Þegar Ameríkanar þurfa að taka erfiðar ákvarðanir spyrja þeir sig oft þessarar spurningar í gamni eða alvöru. Jesús hafði nefnilega einstakt lag á að slá vopnin úr höndum mótherja sinna með viskunni einni saman. Í sérstöku uppáhaldi hjá mér er hin fræga setning: „Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum." Varðandi „Icesave" og Jesú hef ég á tilfinningunni að Jesús myndi gangast í ábyrgð fyrir skuldum sem hægt væri að rekja til hans, til dæmis ef Júdas hefði stolist til að selja loforð um fjármálakraftaverk. En ég held að Jesús myndi líka taka af allan vafa um að sama ábyrgð ætti við kröfuhafana í framtíðinni ef þeir myndu slysast í sambærilega stöðu. Með þetta að leiðarljósi vil ég benda á að Ísland hafi hugsanlega eitt tromp á hendi sem er ekki hótun heldur óhrekjanleg viska sem Bretland, Holland og Evrópa í heild verður að ganga að. Ísland á að leggja fram þá óhrekjanlegu kröfu að núverandi „Icesave" samningur fari í fullt gildi um leið og Bretland, Holland og í rauninni öll ríki Evrópusambandsins staðfesti að þeirra ríkisstjórnir séu einnig að fullu ábyrgar fyrir öllum innistæðutryggingum sem eiga rætur að rekja til þeirra lands burtséð frá kerfishruni. Ég hef á tilfinningunni að þetta gæti fengið þá til að hugsa sig um. Að það sé hafið yfir allan vafa að til dæmis Bretland sé í ábyrgð fyrir öllum innistæðutryggingum sem eiga rætur að rekja til Bretlands, jafnvel í kerfishruni, getur haft talsverð áhrif á lánshæfismat þeirra. Heildarkostnaðurinn við lækkun lánshæfismatsins getur þá dregið verulega úr ávinningi þess að knýja okkur til að fallast á núverandi samning. Ef þeir samþykkja þetta erum við að minnsta kosti búin að setja okkur í hlutverk leiðandi afls um hinar nýju reglur fjármálaheimsins sem alltaf er verið að tala um að koma á en langt virðist vera í að verði að raunveruleika. Það hlutverk er betra en hlutverk hins volandi vandræðagemlings sem var knúinn til að taka ábyrgð. Eflaust geta mér fróðari menn fundið vankanta á þessu, en mér fyndist það súrt ef að reglurnar um innistæðuábyrgð þjóða fá að standa óbreyttar eftir að Ísland var knúið til að gera meira en reglurnar virðast benda á. Fjölmennari þjóðir í sömu stöðu og við gætu líklega knúið fram betri „Icesave" samning en við getum, ef reglurnar standa óbreyttar. Við skulum að minnsta kosti reyna að koma í veg fyrir það. Höfundur er verkfræðingur og frumkvöðull. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Hvað myndi Jesús gera? Þegar Ameríkanar þurfa að taka erfiðar ákvarðanir spyrja þeir sig oft þessarar spurningar í gamni eða alvöru. Jesús hafði nefnilega einstakt lag á að slá vopnin úr höndum mótherja sinna með viskunni einni saman. Í sérstöku uppáhaldi hjá mér er hin fræga setning: „Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum." Varðandi „Icesave" og Jesú hef ég á tilfinningunni að Jesús myndi gangast í ábyrgð fyrir skuldum sem hægt væri að rekja til hans, til dæmis ef Júdas hefði stolist til að selja loforð um fjármálakraftaverk. En ég held að Jesús myndi líka taka af allan vafa um að sama ábyrgð ætti við kröfuhafana í framtíðinni ef þeir myndu slysast í sambærilega stöðu. Með þetta að leiðarljósi vil ég benda á að Ísland hafi hugsanlega eitt tromp á hendi sem er ekki hótun heldur óhrekjanleg viska sem Bretland, Holland og Evrópa í heild verður að ganga að. Ísland á að leggja fram þá óhrekjanlegu kröfu að núverandi „Icesave" samningur fari í fullt gildi um leið og Bretland, Holland og í rauninni öll ríki Evrópusambandsins staðfesti að þeirra ríkisstjórnir séu einnig að fullu ábyrgar fyrir öllum innistæðutryggingum sem eiga rætur að rekja til þeirra lands burtséð frá kerfishruni. Ég hef á tilfinningunni að þetta gæti fengið þá til að hugsa sig um. Að það sé hafið yfir allan vafa að til dæmis Bretland sé í ábyrgð fyrir öllum innistæðutryggingum sem eiga rætur að rekja til Bretlands, jafnvel í kerfishruni, getur haft talsverð áhrif á lánshæfismat þeirra. Heildarkostnaðurinn við lækkun lánshæfismatsins getur þá dregið verulega úr ávinningi þess að knýja okkur til að fallast á núverandi samning. Ef þeir samþykkja þetta erum við að minnsta kosti búin að setja okkur í hlutverk leiðandi afls um hinar nýju reglur fjármálaheimsins sem alltaf er verið að tala um að koma á en langt virðist vera í að verði að raunveruleika. Það hlutverk er betra en hlutverk hins volandi vandræðagemlings sem var knúinn til að taka ábyrgð. Eflaust geta mér fróðari menn fundið vankanta á þessu, en mér fyndist það súrt ef að reglurnar um innistæðuábyrgð þjóða fá að standa óbreyttar eftir að Ísland var knúið til að gera meira en reglurnar virðast benda á. Fjölmennari þjóðir í sömu stöðu og við gætu líklega knúið fram betri „Icesave" samning en við getum, ef reglurnar standa óbreyttar. Við skulum að minnsta kosti reyna að koma í veg fyrir það. Höfundur er verkfræðingur og frumkvöðull.
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar