Reiknað á röngum forsendum Ástráður Haraldsson og Ása Ólafsdóttir skrifar 21. júlí 2009 07:00 Þeir Ragnar H. Hall, lögmaður og Eiríkur Tómasson lagaprófessor hafa á opinberum vettvangi haldið því fram að skuldbindingar vegna innstæðutrygginganna í Icesave málinu hafi verið rangt reiknaðar. Takmarkaður rökstuðningur hefur fylgt fullyrðingum þeirra en þó verður helst skilið að þeir telji að réttur lagaskilningur leiði til þess að krafa ábyrgðarsjóðs innstæðutrygginga eigi að njóta einhvers konar aukins forgangs fram yfir aðrar forgangskröfur við úthlutun úr þrotabúi Landsbanka. Í því sambandi er vísað til þeirra reglna sem beitt hafi verið við úthlutun til Ábyrgðasjóðs launa eftir að hann hefur leyst til sín hluta af forgangskröfu launamanns. Þessi skilningur á gildandi framkvæmd um úthlutun til Ábyrgðasjóðs launa er okkur framandi. Þó höfum við bæði fengist mikið við gjaldþrotarétt, bæði sem skiptastjórar og sem kennarar í fullnusturéttarfari. Þvert á móti teljum við að gildandi framkvæmd sé eindregið þannig að Ábyrgðasjóður launa eignist einungis hliðsetta stöðu við launamanninn sem hann keypti hluta kröfu af þegar kemur að úthlutun úr þrotabúi en alls ekki neina frekari forgangsstöðu. Þetta teljum við að hafi verið óumdeild framkvæmd við gjaldþrotaskipti hérlendis um árabil. Á þetta hefur þó ekki reynt fyrir dómstólum svo okkur sé kunnugt. Rétt er að taka fram að neyðarlögin svokölluðu koma þessu máli ekki við að öðru leyti en því að þau áskildu að innstæður skyldu taldar meðal forgangskrafna. Í 112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl., eru innstæður ekki taldar upp meðal þeirra krafna sem njóta forgangs við gjaldþrotaskipti.Forgangur innstæðna helgast hins vegar af ákvæðum neyðarlaganna og síðar laga nr. 44/2009 um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki. Í þeim er tekið fram að við slitameðferð fjármálafyrirtækis skuli: „kröfur um innstæður samkvæmt lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta jafnframt teljast til krafna sem njóta rétthæðar skv. 1. og 2. mgr. 112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl." Í 115. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. er tekið fram að „Við framsal eða önnur aðilaskipti að kröfu fylgja réttindi á hendur þrotabúi skv. 109.-114. gr. " Í þessu felst árétting á þeirri almennu reglu, sem ævinlega hefur verið talin gilda, að gjaldþrotaskiptarétti og raunar hvarvetna í kröfurétti einnig, að framsalshafi kröfu eignist þann rétt sem framseljandi átti en ekki betri rétt einsog Ragnar og Eiríkur virðast álíta. Í 3. mgr. 10. gr. laga um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta segir: „Komi til greiðslu úr sjóðnum yfirtekur hann kröfu kröfuhafa á hendur hlutaðeigandi aðildarfyrirtæki eða þrotabúi. Krafa sjóðsins nýtur rétthæðar í samræmi við 1. mgr. 112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. ....." Tryggingasjóðurinn yfirtekur því hluta kröfu innstæðueiganda, að því marki sem sjóðurinn hefur greitt innstæðueiganda innstæðu sína. Þá verður í raun um að ræða tvær kröfur sem lýst verður í bú fjármálafyrirtækis vegna einnar innstæðu. Krafa Tryggingarsjóðs annars vegar og krafa innstæðueiganda vegna þeirrar fjárhæðar, sem hann hefur ekki fengið bætta, hins vegar. Það er því ljóst ef ákvæði laganna eru lesin að allar kröfur um innstæður samkvæmt lögum um innstæðutryggingar teljast forgangskröfur á grundvelli 112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. Ekki verður séð að neins staðar í þessum eða öðrum lagaákvæðum sé mælt fyrir um mismunandi rétthæð þeira eftir því hver kröfuhafinn er. Í 112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. segir: „Næstar kröfum skv. 109.-111. gr. ganga að réttri tiltölu við fjárhæð hverrar kröfu:" Er því síðan lýst hvaða kröfur flokkist þar undir. Ekki er gerður neinn greinarmunur á tegund krafna innbyrðis, eins og er t.d. gert í 110. gr. laganna. Þá er hvorki í lögum um innstæðutryggingar að finna ákvæði sem kveður á um að kröfur Tryggingasjóðsins skuli vera rétthærri en aðrar forgangskröfur, né heldur er fjallað um það í lögum um fjármálafyrirtæki. Þau lagaákvæði sem veita Tryggingasjóðnum og almennum innstæðuhöfum forgangsrétt við úthlutun, vísa einungis til 112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. Þar er ekki gert ráð fyrir innbyrðis forgangi þessara krafna heldur þvert á móti tekið fram að greiðast skuli upp í kröfurnar samkvæmt tiltölu. Til að unnt væri að líta svo á að sumar forgangskröfur gengju framar öðrum þyrfti að vera til þess lagastoð eða sérstaklega um það samið milli upphaflegs forgangskröfuhafa og þess sem eignast hluta kröfu hans að sá síðarnefndi skuli njóta forgangs við úthlutunina. Höfundar eru hæstaréttarlögmenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Þeir Ragnar H. Hall, lögmaður og Eiríkur Tómasson lagaprófessor hafa á opinberum vettvangi haldið því fram að skuldbindingar vegna innstæðutrygginganna í Icesave málinu hafi verið rangt reiknaðar. Takmarkaður rökstuðningur hefur fylgt fullyrðingum þeirra en þó verður helst skilið að þeir telji að réttur lagaskilningur leiði til þess að krafa ábyrgðarsjóðs innstæðutrygginga eigi að njóta einhvers konar aukins forgangs fram yfir aðrar forgangskröfur við úthlutun úr þrotabúi Landsbanka. Í því sambandi er vísað til þeirra reglna sem beitt hafi verið við úthlutun til Ábyrgðasjóðs launa eftir að hann hefur leyst til sín hluta af forgangskröfu launamanns. Þessi skilningur á gildandi framkvæmd um úthlutun til Ábyrgðasjóðs launa er okkur framandi. Þó höfum við bæði fengist mikið við gjaldþrotarétt, bæði sem skiptastjórar og sem kennarar í fullnusturéttarfari. Þvert á móti teljum við að gildandi framkvæmd sé eindregið þannig að Ábyrgðasjóður launa eignist einungis hliðsetta stöðu við launamanninn sem hann keypti hluta kröfu af þegar kemur að úthlutun úr þrotabúi en alls ekki neina frekari forgangsstöðu. Þetta teljum við að hafi verið óumdeild framkvæmd við gjaldþrotaskipti hérlendis um árabil. Á þetta hefur þó ekki reynt fyrir dómstólum svo okkur sé kunnugt. Rétt er að taka fram að neyðarlögin svokölluðu koma þessu máli ekki við að öðru leyti en því að þau áskildu að innstæður skyldu taldar meðal forgangskrafna. Í 112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl., eru innstæður ekki taldar upp meðal þeirra krafna sem njóta forgangs við gjaldþrotaskipti.Forgangur innstæðna helgast hins vegar af ákvæðum neyðarlaganna og síðar laga nr. 44/2009 um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki. Í þeim er tekið fram að við slitameðferð fjármálafyrirtækis skuli: „kröfur um innstæður samkvæmt lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta jafnframt teljast til krafna sem njóta rétthæðar skv. 1. og 2. mgr. 112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl." Í 115. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. er tekið fram að „Við framsal eða önnur aðilaskipti að kröfu fylgja réttindi á hendur þrotabúi skv. 109.-114. gr. " Í þessu felst árétting á þeirri almennu reglu, sem ævinlega hefur verið talin gilda, að gjaldþrotaskiptarétti og raunar hvarvetna í kröfurétti einnig, að framsalshafi kröfu eignist þann rétt sem framseljandi átti en ekki betri rétt einsog Ragnar og Eiríkur virðast álíta. Í 3. mgr. 10. gr. laga um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta segir: „Komi til greiðslu úr sjóðnum yfirtekur hann kröfu kröfuhafa á hendur hlutaðeigandi aðildarfyrirtæki eða þrotabúi. Krafa sjóðsins nýtur rétthæðar í samræmi við 1. mgr. 112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. ....." Tryggingasjóðurinn yfirtekur því hluta kröfu innstæðueiganda, að því marki sem sjóðurinn hefur greitt innstæðueiganda innstæðu sína. Þá verður í raun um að ræða tvær kröfur sem lýst verður í bú fjármálafyrirtækis vegna einnar innstæðu. Krafa Tryggingarsjóðs annars vegar og krafa innstæðueiganda vegna þeirrar fjárhæðar, sem hann hefur ekki fengið bætta, hins vegar. Það er því ljóst ef ákvæði laganna eru lesin að allar kröfur um innstæður samkvæmt lögum um innstæðutryggingar teljast forgangskröfur á grundvelli 112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. Ekki verður séð að neins staðar í þessum eða öðrum lagaákvæðum sé mælt fyrir um mismunandi rétthæð þeira eftir því hver kröfuhafinn er. Í 112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. segir: „Næstar kröfum skv. 109.-111. gr. ganga að réttri tiltölu við fjárhæð hverrar kröfu:" Er því síðan lýst hvaða kröfur flokkist þar undir. Ekki er gerður neinn greinarmunur á tegund krafna innbyrðis, eins og er t.d. gert í 110. gr. laganna. Þá er hvorki í lögum um innstæðutryggingar að finna ákvæði sem kveður á um að kröfur Tryggingasjóðsins skuli vera rétthærri en aðrar forgangskröfur, né heldur er fjallað um það í lögum um fjármálafyrirtæki. Þau lagaákvæði sem veita Tryggingasjóðnum og almennum innstæðuhöfum forgangsrétt við úthlutun, vísa einungis til 112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. Þar er ekki gert ráð fyrir innbyrðis forgangi þessara krafna heldur þvert á móti tekið fram að greiðast skuli upp í kröfurnar samkvæmt tiltölu. Til að unnt væri að líta svo á að sumar forgangskröfur gengju framar öðrum þyrfti að vera til þess lagastoð eða sérstaklega um það samið milli upphaflegs forgangskröfuhafa og þess sem eignast hluta kröfu hans að sá síðarnefndi skuli njóta forgangs við úthlutunina. Höfundar eru hæstaréttarlögmenn.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar