Reiknað á röngum forsendum Ástráður Haraldsson og Ása Ólafsdóttir skrifar 21. júlí 2009 07:00 Þeir Ragnar H. Hall, lögmaður og Eiríkur Tómasson lagaprófessor hafa á opinberum vettvangi haldið því fram að skuldbindingar vegna innstæðutrygginganna í Icesave málinu hafi verið rangt reiknaðar. Takmarkaður rökstuðningur hefur fylgt fullyrðingum þeirra en þó verður helst skilið að þeir telji að réttur lagaskilningur leiði til þess að krafa ábyrgðarsjóðs innstæðutrygginga eigi að njóta einhvers konar aukins forgangs fram yfir aðrar forgangskröfur við úthlutun úr þrotabúi Landsbanka. Í því sambandi er vísað til þeirra reglna sem beitt hafi verið við úthlutun til Ábyrgðasjóðs launa eftir að hann hefur leyst til sín hluta af forgangskröfu launamanns. Þessi skilningur á gildandi framkvæmd um úthlutun til Ábyrgðasjóðs launa er okkur framandi. Þó höfum við bæði fengist mikið við gjaldþrotarétt, bæði sem skiptastjórar og sem kennarar í fullnusturéttarfari. Þvert á móti teljum við að gildandi framkvæmd sé eindregið þannig að Ábyrgðasjóður launa eignist einungis hliðsetta stöðu við launamanninn sem hann keypti hluta kröfu af þegar kemur að úthlutun úr þrotabúi en alls ekki neina frekari forgangsstöðu. Þetta teljum við að hafi verið óumdeild framkvæmd við gjaldþrotaskipti hérlendis um árabil. Á þetta hefur þó ekki reynt fyrir dómstólum svo okkur sé kunnugt. Rétt er að taka fram að neyðarlögin svokölluðu koma þessu máli ekki við að öðru leyti en því að þau áskildu að innstæður skyldu taldar meðal forgangskrafna. Í 112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl., eru innstæður ekki taldar upp meðal þeirra krafna sem njóta forgangs við gjaldþrotaskipti.Forgangur innstæðna helgast hins vegar af ákvæðum neyðarlaganna og síðar laga nr. 44/2009 um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki. Í þeim er tekið fram að við slitameðferð fjármálafyrirtækis skuli: „kröfur um innstæður samkvæmt lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta jafnframt teljast til krafna sem njóta rétthæðar skv. 1. og 2. mgr. 112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl." Í 115. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. er tekið fram að „Við framsal eða önnur aðilaskipti að kröfu fylgja réttindi á hendur þrotabúi skv. 109.-114. gr. " Í þessu felst árétting á þeirri almennu reglu, sem ævinlega hefur verið talin gilda, að gjaldþrotaskiptarétti og raunar hvarvetna í kröfurétti einnig, að framsalshafi kröfu eignist þann rétt sem framseljandi átti en ekki betri rétt einsog Ragnar og Eiríkur virðast álíta. Í 3. mgr. 10. gr. laga um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta segir: „Komi til greiðslu úr sjóðnum yfirtekur hann kröfu kröfuhafa á hendur hlutaðeigandi aðildarfyrirtæki eða þrotabúi. Krafa sjóðsins nýtur rétthæðar í samræmi við 1. mgr. 112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. ....." Tryggingasjóðurinn yfirtekur því hluta kröfu innstæðueiganda, að því marki sem sjóðurinn hefur greitt innstæðueiganda innstæðu sína. Þá verður í raun um að ræða tvær kröfur sem lýst verður í bú fjármálafyrirtækis vegna einnar innstæðu. Krafa Tryggingarsjóðs annars vegar og krafa innstæðueiganda vegna þeirrar fjárhæðar, sem hann hefur ekki fengið bætta, hins vegar. Það er því ljóst ef ákvæði laganna eru lesin að allar kröfur um innstæður samkvæmt lögum um innstæðutryggingar teljast forgangskröfur á grundvelli 112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. Ekki verður séð að neins staðar í þessum eða öðrum lagaákvæðum sé mælt fyrir um mismunandi rétthæð þeira eftir því hver kröfuhafinn er. Í 112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. segir: „Næstar kröfum skv. 109.-111. gr. ganga að réttri tiltölu við fjárhæð hverrar kröfu:" Er því síðan lýst hvaða kröfur flokkist þar undir. Ekki er gerður neinn greinarmunur á tegund krafna innbyrðis, eins og er t.d. gert í 110. gr. laganna. Þá er hvorki í lögum um innstæðutryggingar að finna ákvæði sem kveður á um að kröfur Tryggingasjóðsins skuli vera rétthærri en aðrar forgangskröfur, né heldur er fjallað um það í lögum um fjármálafyrirtæki. Þau lagaákvæði sem veita Tryggingasjóðnum og almennum innstæðuhöfum forgangsrétt við úthlutun, vísa einungis til 112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. Þar er ekki gert ráð fyrir innbyrðis forgangi þessara krafna heldur þvert á móti tekið fram að greiðast skuli upp í kröfurnar samkvæmt tiltölu. Til að unnt væri að líta svo á að sumar forgangskröfur gengju framar öðrum þyrfti að vera til þess lagastoð eða sérstaklega um það samið milli upphaflegs forgangskröfuhafa og þess sem eignast hluta kröfu hans að sá síðarnefndi skuli njóta forgangs við úthlutunina. Höfundar eru hæstaréttarlögmenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Þeir Ragnar H. Hall, lögmaður og Eiríkur Tómasson lagaprófessor hafa á opinberum vettvangi haldið því fram að skuldbindingar vegna innstæðutrygginganna í Icesave málinu hafi verið rangt reiknaðar. Takmarkaður rökstuðningur hefur fylgt fullyrðingum þeirra en þó verður helst skilið að þeir telji að réttur lagaskilningur leiði til þess að krafa ábyrgðarsjóðs innstæðutrygginga eigi að njóta einhvers konar aukins forgangs fram yfir aðrar forgangskröfur við úthlutun úr þrotabúi Landsbanka. Í því sambandi er vísað til þeirra reglna sem beitt hafi verið við úthlutun til Ábyrgðasjóðs launa eftir að hann hefur leyst til sín hluta af forgangskröfu launamanns. Þessi skilningur á gildandi framkvæmd um úthlutun til Ábyrgðasjóðs launa er okkur framandi. Þó höfum við bæði fengist mikið við gjaldþrotarétt, bæði sem skiptastjórar og sem kennarar í fullnusturéttarfari. Þvert á móti teljum við að gildandi framkvæmd sé eindregið þannig að Ábyrgðasjóður launa eignist einungis hliðsetta stöðu við launamanninn sem hann keypti hluta kröfu af þegar kemur að úthlutun úr þrotabúi en alls ekki neina frekari forgangsstöðu. Þetta teljum við að hafi verið óumdeild framkvæmd við gjaldþrotaskipti hérlendis um árabil. Á þetta hefur þó ekki reynt fyrir dómstólum svo okkur sé kunnugt. Rétt er að taka fram að neyðarlögin svokölluðu koma þessu máli ekki við að öðru leyti en því að þau áskildu að innstæður skyldu taldar meðal forgangskrafna. Í 112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl., eru innstæður ekki taldar upp meðal þeirra krafna sem njóta forgangs við gjaldþrotaskipti.Forgangur innstæðna helgast hins vegar af ákvæðum neyðarlaganna og síðar laga nr. 44/2009 um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki. Í þeim er tekið fram að við slitameðferð fjármálafyrirtækis skuli: „kröfur um innstæður samkvæmt lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta jafnframt teljast til krafna sem njóta rétthæðar skv. 1. og 2. mgr. 112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl." Í 115. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. er tekið fram að „Við framsal eða önnur aðilaskipti að kröfu fylgja réttindi á hendur þrotabúi skv. 109.-114. gr. " Í þessu felst árétting á þeirri almennu reglu, sem ævinlega hefur verið talin gilda, að gjaldþrotaskiptarétti og raunar hvarvetna í kröfurétti einnig, að framsalshafi kröfu eignist þann rétt sem framseljandi átti en ekki betri rétt einsog Ragnar og Eiríkur virðast álíta. Í 3. mgr. 10. gr. laga um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta segir: „Komi til greiðslu úr sjóðnum yfirtekur hann kröfu kröfuhafa á hendur hlutaðeigandi aðildarfyrirtæki eða þrotabúi. Krafa sjóðsins nýtur rétthæðar í samræmi við 1. mgr. 112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. ....." Tryggingasjóðurinn yfirtekur því hluta kröfu innstæðueiganda, að því marki sem sjóðurinn hefur greitt innstæðueiganda innstæðu sína. Þá verður í raun um að ræða tvær kröfur sem lýst verður í bú fjármálafyrirtækis vegna einnar innstæðu. Krafa Tryggingarsjóðs annars vegar og krafa innstæðueiganda vegna þeirrar fjárhæðar, sem hann hefur ekki fengið bætta, hins vegar. Það er því ljóst ef ákvæði laganna eru lesin að allar kröfur um innstæður samkvæmt lögum um innstæðutryggingar teljast forgangskröfur á grundvelli 112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. Ekki verður séð að neins staðar í þessum eða öðrum lagaákvæðum sé mælt fyrir um mismunandi rétthæð þeira eftir því hver kröfuhafinn er. Í 112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. segir: „Næstar kröfum skv. 109.-111. gr. ganga að réttri tiltölu við fjárhæð hverrar kröfu:" Er því síðan lýst hvaða kröfur flokkist þar undir. Ekki er gerður neinn greinarmunur á tegund krafna innbyrðis, eins og er t.d. gert í 110. gr. laganna. Þá er hvorki í lögum um innstæðutryggingar að finna ákvæði sem kveður á um að kröfur Tryggingasjóðsins skuli vera rétthærri en aðrar forgangskröfur, né heldur er fjallað um það í lögum um fjármálafyrirtæki. Þau lagaákvæði sem veita Tryggingasjóðnum og almennum innstæðuhöfum forgangsrétt við úthlutun, vísa einungis til 112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. Þar er ekki gert ráð fyrir innbyrðis forgangi þessara krafna heldur þvert á móti tekið fram að greiðast skuli upp í kröfurnar samkvæmt tiltölu. Til að unnt væri að líta svo á að sumar forgangskröfur gengju framar öðrum þyrfti að vera til þess lagastoð eða sérstaklega um það samið milli upphaflegs forgangskröfuhafa og þess sem eignast hluta kröfu hans að sá síðarnefndi skuli njóta forgangs við úthlutunina. Höfundar eru hæstaréttarlögmenn.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar