Smjörklípur og röksemdafærslur Sigurður Líndal skrifar 13. júlí 2009 00:01 Í Morgunblaðinu 7. júlí gerir Jón Baldvin Hannibalsson athugasemdir við ummæli Davíðs Oddssonar í Morgunblaðinu 5. júlí. Eftir útlistan á undanbrögðum við röksemdafærslu sem hann kennir við smjörklípu og nokkur vel valin ummæli um stjórnendur Landsbankans falla orð á þennan veg: „Evróputilskipunin sem leidd var í lög 1999, í forsætisráðherratíð Davíðs, kveður á um tvennt: Að útibú banka, hvar sem er á evrópska efnahagssvæðinu, starfi á ábyrgð heimalandsins. Það á við um bankaleyfi, eftirlit og lágmarkstryggingu á sparifjárinnistæðum. Þessi lágmarksinnistæðutrygging skal nema 20.887 evrum.“ Hér er væntanlega átt við lög nr. 98/1999 um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, en lögin voru sett á grundvelli tilskipana (direktiv sem reyndar ætti að kalla forsagnir) 94/19 EB og 97/9EB og fullyrt að heimalandið, í þessu tilfelli íslenzka ríkið, beri ábyrgð á lágmarksinnistæðutryggingu sparifjár sem nemi 20.887 evrum. Að svo stöddu ætla ég ekki að leggja neinn dóm á framangreinda fullyrðingu, en það myndi bæta umræðuna ef Jón Baldvin vildi vísa nákvæmlega í ákvæði laganna fullyrðingu sinni til stuðnings. Síðan heldur hann áfram: „Sá galli er á heimatilbúinni (eftirá) lögskýringu nokkurra íslenskra lögfræðinga, nefnilega að sparifjártryggingin takmarkist við tóman tryggingarsjóð, að sá lögfræðingur fyrirfinnst ekki utan landsteinanna, sem tekur mark á lögskýringunni.“ Hér er enn ástæða til að spyrja: Hver eru rök þessara lögfræðinga utan landsteinanna? Og þeirri spurningu má bæta við: Úr því að lögfræðingar utan landsteinanna eru svona sigurvissir – hvers vegna hafna Bretar og Hollendingar hlutlausum gerðardómi skipuðum valinkunnum lögfræðingum? Gott væri að fá undanbragðalaust svar Jóns Baldvins við þessum spurningum. Hér má minna á að meðal viðurkenndra réttarheimilda þjóðaréttar eru almennar grundvallarreglur laga sem siðaðar þjóðir viðurkenna, sbr. 38. gr. samþykkta Milliríkjadómstólsins í Haag. – Eiga ekki ríki og þjóðir jafnt sem einstaklingar rétt til réttlátrar málsmeðferðar fyrir sjálfstæðum óvilhöllum dómstóli, svo að vitnað sé til þeirrar meginreglu sem býr að baki 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu? Höfundur er lagaprófessor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Líndal Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Í Morgunblaðinu 7. júlí gerir Jón Baldvin Hannibalsson athugasemdir við ummæli Davíðs Oddssonar í Morgunblaðinu 5. júlí. Eftir útlistan á undanbrögðum við röksemdafærslu sem hann kennir við smjörklípu og nokkur vel valin ummæli um stjórnendur Landsbankans falla orð á þennan veg: „Evróputilskipunin sem leidd var í lög 1999, í forsætisráðherratíð Davíðs, kveður á um tvennt: Að útibú banka, hvar sem er á evrópska efnahagssvæðinu, starfi á ábyrgð heimalandsins. Það á við um bankaleyfi, eftirlit og lágmarkstryggingu á sparifjárinnistæðum. Þessi lágmarksinnistæðutrygging skal nema 20.887 evrum.“ Hér er væntanlega átt við lög nr. 98/1999 um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, en lögin voru sett á grundvelli tilskipana (direktiv sem reyndar ætti að kalla forsagnir) 94/19 EB og 97/9EB og fullyrt að heimalandið, í þessu tilfelli íslenzka ríkið, beri ábyrgð á lágmarksinnistæðutryggingu sparifjár sem nemi 20.887 evrum. Að svo stöddu ætla ég ekki að leggja neinn dóm á framangreinda fullyrðingu, en það myndi bæta umræðuna ef Jón Baldvin vildi vísa nákvæmlega í ákvæði laganna fullyrðingu sinni til stuðnings. Síðan heldur hann áfram: „Sá galli er á heimatilbúinni (eftirá) lögskýringu nokkurra íslenskra lögfræðinga, nefnilega að sparifjártryggingin takmarkist við tóman tryggingarsjóð, að sá lögfræðingur fyrirfinnst ekki utan landsteinanna, sem tekur mark á lögskýringunni.“ Hér er enn ástæða til að spyrja: Hver eru rök þessara lögfræðinga utan landsteinanna? Og þeirri spurningu má bæta við: Úr því að lögfræðingar utan landsteinanna eru svona sigurvissir – hvers vegna hafna Bretar og Hollendingar hlutlausum gerðardómi skipuðum valinkunnum lögfræðingum? Gott væri að fá undanbragðalaust svar Jóns Baldvins við þessum spurningum. Hér má minna á að meðal viðurkenndra réttarheimilda þjóðaréttar eru almennar grundvallarreglur laga sem siðaðar þjóðir viðurkenna, sbr. 38. gr. samþykkta Milliríkjadómstólsins í Haag. – Eiga ekki ríki og þjóðir jafnt sem einstaklingar rétt til réttlátrar málsmeðferðar fyrir sjálfstæðum óvilhöllum dómstóli, svo að vitnað sé til þeirrar meginreglu sem býr að baki 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu? Höfundur er lagaprófessor.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun