Uggvænleg stefna Jón Gunnarsson skrifar 16. júlí 2009 06:00 Á meðan við deilum um skyldur okkar til að greiða skuldir vegna Icesave, eru aðrar og ekki síður alvarlegar aðstæður að skapast. Innlendir jafnt sem erlendir sérfræðingar segja að Íslendingar eigi tækifæri til viðreisnar sem geri gæfumuninn. Þar er vitnað í auðlindir til lands og sjávar. Viðskiptaráðherra tók undir með sérfræðingum OECD um að nýting náttúruauðlinda til stóriðju sé sá grundvöllur sem viðreisn okkar byggist á. Í ljósi þess er stefna ríkisstjórnarinnar uggvænleg. Í stað þess að leggja í þá nauðsynlegu vinnu að kynna Ísland sem valkost fyrir alþjóðleg fyrirtæki með orkufreka starfsemi, virðast stjórnvöld í herferð gegn atvinnusköpun. Fjármálaráðherra svaraði til að mynda fyrirspurn minni á Alþingi um uppbyggingu íslensks atvinnulífs á þann veg að ekki væri þörf á frekari stóriðju, lítil og meðalstór fyrirtæki stæðu undir uppbyggingu atvinnulífs til framtíðar. Á sama tíma og hvetja ætti fyrirtæki til mannaráðninga með skattaívilnunum og öðrum hvetjandi leiðum, fetar þessi ríkisstjórn veg aukinnar gjaldtöku og skattheimtu af fyrirtækjum og heimilum. Þessi stefna gerir ekkert annað en að festa atvinnuleysi í sessi. Munurinn á okkur og öðrum þjóðum svo sem Bretum er sá að við verðum að framleiða útflutningsverðmæti og skapa þannig gjaldeyristekjur til að greiða m.a. erlendar skuldir okkar, á meðan Bretar geta einfaldlega prentað sinn gjaldmiðil og gert þannig upp sínar skuldir með tilheyrandi skammtíma verðbólguáhrifum. Aukin nýting náttúruauðlinda í þágu uppbyggingar atvinnulífs er sú leið sem við verðum að feta, um leið og þess verður gætt að halda eðlilegu jafnvægi milli verndunar og nýtingar í náttúru landsins. Ríkisstjórnarflokkunum virðist ómögulegt að átta sig á mikilvægi þessara staðreynda. Halda menn virkilega að aukinn skattheimta uppá 7,5 milljarða í formi auðlindaskatta og eftirgjöf á þeirri viðurkenningu sem náðist gagnvart sérstöðu Íslands í loftlagsmálum, sé til þess fallin að hvetja til aukinnar atvinnustarfsemi. Það er lífsspursmál að frá þessari stefnu verði fallið strax. Við höfum ekki efni á einhverri draumsýn við þessar aðstæður, veruleikinn er alvarlegri en það. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gunnarsson Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Sjá meira
Á meðan við deilum um skyldur okkar til að greiða skuldir vegna Icesave, eru aðrar og ekki síður alvarlegar aðstæður að skapast. Innlendir jafnt sem erlendir sérfræðingar segja að Íslendingar eigi tækifæri til viðreisnar sem geri gæfumuninn. Þar er vitnað í auðlindir til lands og sjávar. Viðskiptaráðherra tók undir með sérfræðingum OECD um að nýting náttúruauðlinda til stóriðju sé sá grundvöllur sem viðreisn okkar byggist á. Í ljósi þess er stefna ríkisstjórnarinnar uggvænleg. Í stað þess að leggja í þá nauðsynlegu vinnu að kynna Ísland sem valkost fyrir alþjóðleg fyrirtæki með orkufreka starfsemi, virðast stjórnvöld í herferð gegn atvinnusköpun. Fjármálaráðherra svaraði til að mynda fyrirspurn minni á Alþingi um uppbyggingu íslensks atvinnulífs á þann veg að ekki væri þörf á frekari stóriðju, lítil og meðalstór fyrirtæki stæðu undir uppbyggingu atvinnulífs til framtíðar. Á sama tíma og hvetja ætti fyrirtæki til mannaráðninga með skattaívilnunum og öðrum hvetjandi leiðum, fetar þessi ríkisstjórn veg aukinnar gjaldtöku og skattheimtu af fyrirtækjum og heimilum. Þessi stefna gerir ekkert annað en að festa atvinnuleysi í sessi. Munurinn á okkur og öðrum þjóðum svo sem Bretum er sá að við verðum að framleiða útflutningsverðmæti og skapa þannig gjaldeyristekjur til að greiða m.a. erlendar skuldir okkar, á meðan Bretar geta einfaldlega prentað sinn gjaldmiðil og gert þannig upp sínar skuldir með tilheyrandi skammtíma verðbólguáhrifum. Aukin nýting náttúruauðlinda í þágu uppbyggingar atvinnulífs er sú leið sem við verðum að feta, um leið og þess verður gætt að halda eðlilegu jafnvægi milli verndunar og nýtingar í náttúru landsins. Ríkisstjórnarflokkunum virðist ómögulegt að átta sig á mikilvægi þessara staðreynda. Halda menn virkilega að aukinn skattheimta uppá 7,5 milljarða í formi auðlindaskatta og eftirgjöf á þeirri viðurkenningu sem náðist gagnvart sérstöðu Íslands í loftlagsmálum, sé til þess fallin að hvetja til aukinnar atvinnustarfsemi. Það er lífsspursmál að frá þessari stefnu verði fallið strax. Við höfum ekki efni á einhverri draumsýn við þessar aðstæður, veruleikinn er alvarlegri en það. Höfundur er alþingismaður.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun