Hvers vegna er Icesave-samningurinn góður? Björn Valur Gíslason skrifar 2. júlí 2009 04:30 Í öllu því sem sagt hefur verið og skrifað um Icesave hef ég enn ekki fundið rök fyrir því að hinn íslenski tryggingasjóður innstæðueigenda og fjárfesta eigi ekki að greiða þær skuldir sem til var stofnað af Landsbankanum vegna Icesave. Þvert á móti er ég ekki í nokkrum vafa að okkur beri að standa við þær skuldbindingar sem á okkur voru lagðar með jafn ógeðfelldum hætti og raunin er. Icesave-reikningarnir voru stofnaðir af Landsbankanum vegna þess að hann var kominn í vandræði með að endurfjármagna gríðarmiklar skuldir sínar. Með því að yfirbjóða í vaxtakjörum á innlánsreikningum náði bankinn að lokka til sín fleiri sparifjáreigendur en íbúafjöldi Íslands er. Liður í að markaðssetja þessa reikninga var að tiltaka sérstaklega á heimasíðu þeirra að allir sparifjáreigendur væru varðir af íslenska tryggingarsjóðnum og því þyrftu menn lítið að óttast ef allt færi á versta veg. Við þessar aðstæður hefði verið ástæða af íslenskum stjórnvöldum og eftirlitsaðilum að bregðast við en það var ekki gert, þrátt fyrir ábendingar frá hollenskum og breskum yfirvöldum þess efnis. Einhverjir segja að það sé samt þannig að okkur beri ekki skylda til að greiða þá lágmarkstryggingu sem lofað var. Svoleiðis málflutning er hins vegar mjög erfitt að skilja vegna þess að það er ekki hægt að líta fram hjá sök íslenskra stjórnvalda og útrásarvíkinga í máli þessu. Það er allavega ekki Bretum eða Hollendingum að kenna að íslenskur banki hafði sparifé af fólk til að fjármagna skuldir sínar eða hvað? Það er svo alveg rétt að mikil ósanngirni felst í því að íslenskur almenningur þurfi að greiða skuldir íslenskra óreiðumanna erlendis. Það er ósanngjarnt að íslenskir stjórnmálamenn hafi hagað regluverkinu hér heima með þeim hætti að íslenska þjóðin bar ábyrgð á íslenskum fjármálaóreiðumönnum hvert sem leið þeirra lá um heiminn. Engu að síður liggur ábyrgðin hjá þáverandi stjórnvöldum sem störfuðu í fullu umboði almennings. SamningurinnSamningur sá sem gengur undir nafninu Icesave-samningurinn er lánasamningur um greiðslu þessara skulda sem féllu á Ísland vegna Icesave-útibúa Landsbankans erlendis. Samningurinn er til 15 ára og þarf hvorki að greiða afborganir né vexti fyrstu sjö ár samningstímans. Greitt verður inn á höfuðstól skuldarinnar með eignum Landsbankans erlendis sem taldar eru munu standa undir 75-95% skuldanna.Vart þarf að hafa mörg orð um hversu mikilvægt það er að Íslendingar fái þetta mikla svigrúm til að safna vopnum okkar hér heima, í friði frá ágangi erlendra kröfuhafa. Þann tíma munum við nýta vel til að endurreisa íslenskt efnahagslíf, koma samfélaginu aftur á fæturna og sá tími mun nýtast okkur vel til að koma eignum Landsbankans í verð.Hvenær sem er á samningstímanum geta Íslendingar greitt inn á lánið eða greitt það upp ef betri kjör bjóðast en kveðið er á um í samningnum. Reyndar verður að teljast frekar ólíklegt að betri kjör bjóðist á næstu árum en þau sem samningamönnum Íslands tókst að knýja fram í samningnum um Icesave. Þar náðist að semja um aðeins 1,25% álag ofan á 4,30% lágmarksvexti OECD, eða alls 5,55% vexti, sem er með því lægsta sem sést hefur í lánasamningum milli landa að undanförnu.Skuldatryggingaálag Íslands er nú t.d. miklum mun hærra en 1,25% álagið í Icesave-samningnum, að ekki sé talað um þær vaxtatölur sem fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins hafði fallist á að Ísland tæki á sig í október síðastliðnum, áður en hann var svældur út úr stjórnarráðinu.Ég geri t.d. tæplega ráð fyrir því að frændþjóðir okkar á Norðurlöndum muni bjóða okkur jafn góð kjör og samið var um við Breta og Hollendinga. Icesave-samkomulagið felur það sömuleiðis í sér að íslenska þjóðin mun greiða breskum og hollenskum sparifjáreigendum það sem þeim ber en aðrir, s.s. ýmiss félagasamtök, sveitarfélög og stofnanir, fá sínar kröfur ekki greiddar að fullu fari svo að eignir Landsbankans dugi ekki fyrir skuldinni.Samningurinn hlífir með öðrum orðum íslenskum skattgreiðendum við því að þurfa að greiða allt tapið af Icesave-rekstri Landsbankans í Bretlandi og Hollandi.Í rauninni felst gæfa okkar í þessu ömurlega máli í einmitt þessu; að fá tíma og frið til að glíma við erfið mál heima í héraði, að nýta eignir Landsbankans til greiðslu skuldarinnar, hagstæð lánakjör og að það náðist að semja okkur frá miklum hærri skuldum sem annars hefðu hæglega getað fallið á þjóðina.Þess vegna er Icesave-samningurinn góður samningur sem við megum ekki hafna. Slíkt væri fullkomið ábyrgðarleysi, það er nóg komið af slíku á Íslandi og það myndi gera Ísland efnahagslegan útlaga.Höfundur er alþingismaður og varaformaður fjárlaganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Í öllu því sem sagt hefur verið og skrifað um Icesave hef ég enn ekki fundið rök fyrir því að hinn íslenski tryggingasjóður innstæðueigenda og fjárfesta eigi ekki að greiða þær skuldir sem til var stofnað af Landsbankanum vegna Icesave. Þvert á móti er ég ekki í nokkrum vafa að okkur beri að standa við þær skuldbindingar sem á okkur voru lagðar með jafn ógeðfelldum hætti og raunin er. Icesave-reikningarnir voru stofnaðir af Landsbankanum vegna þess að hann var kominn í vandræði með að endurfjármagna gríðarmiklar skuldir sínar. Með því að yfirbjóða í vaxtakjörum á innlánsreikningum náði bankinn að lokka til sín fleiri sparifjáreigendur en íbúafjöldi Íslands er. Liður í að markaðssetja þessa reikninga var að tiltaka sérstaklega á heimasíðu þeirra að allir sparifjáreigendur væru varðir af íslenska tryggingarsjóðnum og því þyrftu menn lítið að óttast ef allt færi á versta veg. Við þessar aðstæður hefði verið ástæða af íslenskum stjórnvöldum og eftirlitsaðilum að bregðast við en það var ekki gert, þrátt fyrir ábendingar frá hollenskum og breskum yfirvöldum þess efnis. Einhverjir segja að það sé samt þannig að okkur beri ekki skylda til að greiða þá lágmarkstryggingu sem lofað var. Svoleiðis málflutning er hins vegar mjög erfitt að skilja vegna þess að það er ekki hægt að líta fram hjá sök íslenskra stjórnvalda og útrásarvíkinga í máli þessu. Það er allavega ekki Bretum eða Hollendingum að kenna að íslenskur banki hafði sparifé af fólk til að fjármagna skuldir sínar eða hvað? Það er svo alveg rétt að mikil ósanngirni felst í því að íslenskur almenningur þurfi að greiða skuldir íslenskra óreiðumanna erlendis. Það er ósanngjarnt að íslenskir stjórnmálamenn hafi hagað regluverkinu hér heima með þeim hætti að íslenska þjóðin bar ábyrgð á íslenskum fjármálaóreiðumönnum hvert sem leið þeirra lá um heiminn. Engu að síður liggur ábyrgðin hjá þáverandi stjórnvöldum sem störfuðu í fullu umboði almennings. SamningurinnSamningur sá sem gengur undir nafninu Icesave-samningurinn er lánasamningur um greiðslu þessara skulda sem féllu á Ísland vegna Icesave-útibúa Landsbankans erlendis. Samningurinn er til 15 ára og þarf hvorki að greiða afborganir né vexti fyrstu sjö ár samningstímans. Greitt verður inn á höfuðstól skuldarinnar með eignum Landsbankans erlendis sem taldar eru munu standa undir 75-95% skuldanna.Vart þarf að hafa mörg orð um hversu mikilvægt það er að Íslendingar fái þetta mikla svigrúm til að safna vopnum okkar hér heima, í friði frá ágangi erlendra kröfuhafa. Þann tíma munum við nýta vel til að endurreisa íslenskt efnahagslíf, koma samfélaginu aftur á fæturna og sá tími mun nýtast okkur vel til að koma eignum Landsbankans í verð.Hvenær sem er á samningstímanum geta Íslendingar greitt inn á lánið eða greitt það upp ef betri kjör bjóðast en kveðið er á um í samningnum. Reyndar verður að teljast frekar ólíklegt að betri kjör bjóðist á næstu árum en þau sem samningamönnum Íslands tókst að knýja fram í samningnum um Icesave. Þar náðist að semja um aðeins 1,25% álag ofan á 4,30% lágmarksvexti OECD, eða alls 5,55% vexti, sem er með því lægsta sem sést hefur í lánasamningum milli landa að undanförnu.Skuldatryggingaálag Íslands er nú t.d. miklum mun hærra en 1,25% álagið í Icesave-samningnum, að ekki sé talað um þær vaxtatölur sem fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins hafði fallist á að Ísland tæki á sig í október síðastliðnum, áður en hann var svældur út úr stjórnarráðinu.Ég geri t.d. tæplega ráð fyrir því að frændþjóðir okkar á Norðurlöndum muni bjóða okkur jafn góð kjör og samið var um við Breta og Hollendinga. Icesave-samkomulagið felur það sömuleiðis í sér að íslenska þjóðin mun greiða breskum og hollenskum sparifjáreigendum það sem þeim ber en aðrir, s.s. ýmiss félagasamtök, sveitarfélög og stofnanir, fá sínar kröfur ekki greiddar að fullu fari svo að eignir Landsbankans dugi ekki fyrir skuldinni.Samningurinn hlífir með öðrum orðum íslenskum skattgreiðendum við því að þurfa að greiða allt tapið af Icesave-rekstri Landsbankans í Bretlandi og Hollandi.Í rauninni felst gæfa okkar í þessu ömurlega máli í einmitt þessu; að fá tíma og frið til að glíma við erfið mál heima í héraði, að nýta eignir Landsbankans til greiðslu skuldarinnar, hagstæð lánakjör og að það náðist að semja okkur frá miklum hærri skuldum sem annars hefðu hæglega getað fallið á þjóðina.Þess vegna er Icesave-samningurinn góður samningur sem við megum ekki hafna. Slíkt væri fullkomið ábyrgðarleysi, það er nóg komið af slíku á Íslandi og það myndi gera Ísland efnahagslegan útlaga.Höfundur er alþingismaður og varaformaður fjárlaganefndar.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun