Hvers vegna er Icesave-samningurinn góður? Björn Valur Gíslason skrifar 2. júlí 2009 04:30 Í öllu því sem sagt hefur verið og skrifað um Icesave hef ég enn ekki fundið rök fyrir því að hinn íslenski tryggingasjóður innstæðueigenda og fjárfesta eigi ekki að greiða þær skuldir sem til var stofnað af Landsbankanum vegna Icesave. Þvert á móti er ég ekki í nokkrum vafa að okkur beri að standa við þær skuldbindingar sem á okkur voru lagðar með jafn ógeðfelldum hætti og raunin er. Icesave-reikningarnir voru stofnaðir af Landsbankanum vegna þess að hann var kominn í vandræði með að endurfjármagna gríðarmiklar skuldir sínar. Með því að yfirbjóða í vaxtakjörum á innlánsreikningum náði bankinn að lokka til sín fleiri sparifjáreigendur en íbúafjöldi Íslands er. Liður í að markaðssetja þessa reikninga var að tiltaka sérstaklega á heimasíðu þeirra að allir sparifjáreigendur væru varðir af íslenska tryggingarsjóðnum og því þyrftu menn lítið að óttast ef allt færi á versta veg. Við þessar aðstæður hefði verið ástæða af íslenskum stjórnvöldum og eftirlitsaðilum að bregðast við en það var ekki gert, þrátt fyrir ábendingar frá hollenskum og breskum yfirvöldum þess efnis. Einhverjir segja að það sé samt þannig að okkur beri ekki skylda til að greiða þá lágmarkstryggingu sem lofað var. Svoleiðis málflutning er hins vegar mjög erfitt að skilja vegna þess að það er ekki hægt að líta fram hjá sök íslenskra stjórnvalda og útrásarvíkinga í máli þessu. Það er allavega ekki Bretum eða Hollendingum að kenna að íslenskur banki hafði sparifé af fólk til að fjármagna skuldir sínar eða hvað? Það er svo alveg rétt að mikil ósanngirni felst í því að íslenskur almenningur þurfi að greiða skuldir íslenskra óreiðumanna erlendis. Það er ósanngjarnt að íslenskir stjórnmálamenn hafi hagað regluverkinu hér heima með þeim hætti að íslenska þjóðin bar ábyrgð á íslenskum fjármálaóreiðumönnum hvert sem leið þeirra lá um heiminn. Engu að síður liggur ábyrgðin hjá þáverandi stjórnvöldum sem störfuðu í fullu umboði almennings. SamningurinnSamningur sá sem gengur undir nafninu Icesave-samningurinn er lánasamningur um greiðslu þessara skulda sem féllu á Ísland vegna Icesave-útibúa Landsbankans erlendis. Samningurinn er til 15 ára og þarf hvorki að greiða afborganir né vexti fyrstu sjö ár samningstímans. Greitt verður inn á höfuðstól skuldarinnar með eignum Landsbankans erlendis sem taldar eru munu standa undir 75-95% skuldanna.Vart þarf að hafa mörg orð um hversu mikilvægt það er að Íslendingar fái þetta mikla svigrúm til að safna vopnum okkar hér heima, í friði frá ágangi erlendra kröfuhafa. Þann tíma munum við nýta vel til að endurreisa íslenskt efnahagslíf, koma samfélaginu aftur á fæturna og sá tími mun nýtast okkur vel til að koma eignum Landsbankans í verð.Hvenær sem er á samningstímanum geta Íslendingar greitt inn á lánið eða greitt það upp ef betri kjör bjóðast en kveðið er á um í samningnum. Reyndar verður að teljast frekar ólíklegt að betri kjör bjóðist á næstu árum en þau sem samningamönnum Íslands tókst að knýja fram í samningnum um Icesave. Þar náðist að semja um aðeins 1,25% álag ofan á 4,30% lágmarksvexti OECD, eða alls 5,55% vexti, sem er með því lægsta sem sést hefur í lánasamningum milli landa að undanförnu.Skuldatryggingaálag Íslands er nú t.d. miklum mun hærra en 1,25% álagið í Icesave-samningnum, að ekki sé talað um þær vaxtatölur sem fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins hafði fallist á að Ísland tæki á sig í október síðastliðnum, áður en hann var svældur út úr stjórnarráðinu.Ég geri t.d. tæplega ráð fyrir því að frændþjóðir okkar á Norðurlöndum muni bjóða okkur jafn góð kjör og samið var um við Breta og Hollendinga. Icesave-samkomulagið felur það sömuleiðis í sér að íslenska þjóðin mun greiða breskum og hollenskum sparifjáreigendum það sem þeim ber en aðrir, s.s. ýmiss félagasamtök, sveitarfélög og stofnanir, fá sínar kröfur ekki greiddar að fullu fari svo að eignir Landsbankans dugi ekki fyrir skuldinni.Samningurinn hlífir með öðrum orðum íslenskum skattgreiðendum við því að þurfa að greiða allt tapið af Icesave-rekstri Landsbankans í Bretlandi og Hollandi.Í rauninni felst gæfa okkar í þessu ömurlega máli í einmitt þessu; að fá tíma og frið til að glíma við erfið mál heima í héraði, að nýta eignir Landsbankans til greiðslu skuldarinnar, hagstæð lánakjör og að það náðist að semja okkur frá miklum hærri skuldum sem annars hefðu hæglega getað fallið á þjóðina.Þess vegna er Icesave-samningurinn góður samningur sem við megum ekki hafna. Slíkt væri fullkomið ábyrgðarleysi, það er nóg komið af slíku á Íslandi og það myndi gera Ísland efnahagslegan útlaga.Höfundur er alþingismaður og varaformaður fjárlaganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Í öllu því sem sagt hefur verið og skrifað um Icesave hef ég enn ekki fundið rök fyrir því að hinn íslenski tryggingasjóður innstæðueigenda og fjárfesta eigi ekki að greiða þær skuldir sem til var stofnað af Landsbankanum vegna Icesave. Þvert á móti er ég ekki í nokkrum vafa að okkur beri að standa við þær skuldbindingar sem á okkur voru lagðar með jafn ógeðfelldum hætti og raunin er. Icesave-reikningarnir voru stofnaðir af Landsbankanum vegna þess að hann var kominn í vandræði með að endurfjármagna gríðarmiklar skuldir sínar. Með því að yfirbjóða í vaxtakjörum á innlánsreikningum náði bankinn að lokka til sín fleiri sparifjáreigendur en íbúafjöldi Íslands er. Liður í að markaðssetja þessa reikninga var að tiltaka sérstaklega á heimasíðu þeirra að allir sparifjáreigendur væru varðir af íslenska tryggingarsjóðnum og því þyrftu menn lítið að óttast ef allt færi á versta veg. Við þessar aðstæður hefði verið ástæða af íslenskum stjórnvöldum og eftirlitsaðilum að bregðast við en það var ekki gert, þrátt fyrir ábendingar frá hollenskum og breskum yfirvöldum þess efnis. Einhverjir segja að það sé samt þannig að okkur beri ekki skylda til að greiða þá lágmarkstryggingu sem lofað var. Svoleiðis málflutning er hins vegar mjög erfitt að skilja vegna þess að það er ekki hægt að líta fram hjá sök íslenskra stjórnvalda og útrásarvíkinga í máli þessu. Það er allavega ekki Bretum eða Hollendingum að kenna að íslenskur banki hafði sparifé af fólk til að fjármagna skuldir sínar eða hvað? Það er svo alveg rétt að mikil ósanngirni felst í því að íslenskur almenningur þurfi að greiða skuldir íslenskra óreiðumanna erlendis. Það er ósanngjarnt að íslenskir stjórnmálamenn hafi hagað regluverkinu hér heima með þeim hætti að íslenska þjóðin bar ábyrgð á íslenskum fjármálaóreiðumönnum hvert sem leið þeirra lá um heiminn. Engu að síður liggur ábyrgðin hjá þáverandi stjórnvöldum sem störfuðu í fullu umboði almennings. SamningurinnSamningur sá sem gengur undir nafninu Icesave-samningurinn er lánasamningur um greiðslu þessara skulda sem féllu á Ísland vegna Icesave-útibúa Landsbankans erlendis. Samningurinn er til 15 ára og þarf hvorki að greiða afborganir né vexti fyrstu sjö ár samningstímans. Greitt verður inn á höfuðstól skuldarinnar með eignum Landsbankans erlendis sem taldar eru munu standa undir 75-95% skuldanna.Vart þarf að hafa mörg orð um hversu mikilvægt það er að Íslendingar fái þetta mikla svigrúm til að safna vopnum okkar hér heima, í friði frá ágangi erlendra kröfuhafa. Þann tíma munum við nýta vel til að endurreisa íslenskt efnahagslíf, koma samfélaginu aftur á fæturna og sá tími mun nýtast okkur vel til að koma eignum Landsbankans í verð.Hvenær sem er á samningstímanum geta Íslendingar greitt inn á lánið eða greitt það upp ef betri kjör bjóðast en kveðið er á um í samningnum. Reyndar verður að teljast frekar ólíklegt að betri kjör bjóðist á næstu árum en þau sem samningamönnum Íslands tókst að knýja fram í samningnum um Icesave. Þar náðist að semja um aðeins 1,25% álag ofan á 4,30% lágmarksvexti OECD, eða alls 5,55% vexti, sem er með því lægsta sem sést hefur í lánasamningum milli landa að undanförnu.Skuldatryggingaálag Íslands er nú t.d. miklum mun hærra en 1,25% álagið í Icesave-samningnum, að ekki sé talað um þær vaxtatölur sem fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins hafði fallist á að Ísland tæki á sig í október síðastliðnum, áður en hann var svældur út úr stjórnarráðinu.Ég geri t.d. tæplega ráð fyrir því að frændþjóðir okkar á Norðurlöndum muni bjóða okkur jafn góð kjör og samið var um við Breta og Hollendinga. Icesave-samkomulagið felur það sömuleiðis í sér að íslenska þjóðin mun greiða breskum og hollenskum sparifjáreigendum það sem þeim ber en aðrir, s.s. ýmiss félagasamtök, sveitarfélög og stofnanir, fá sínar kröfur ekki greiddar að fullu fari svo að eignir Landsbankans dugi ekki fyrir skuldinni.Samningurinn hlífir með öðrum orðum íslenskum skattgreiðendum við því að þurfa að greiða allt tapið af Icesave-rekstri Landsbankans í Bretlandi og Hollandi.Í rauninni felst gæfa okkar í þessu ömurlega máli í einmitt þessu; að fá tíma og frið til að glíma við erfið mál heima í héraði, að nýta eignir Landsbankans til greiðslu skuldarinnar, hagstæð lánakjör og að það náðist að semja okkur frá miklum hærri skuldum sem annars hefðu hæglega getað fallið á þjóðina.Þess vegna er Icesave-samningurinn góður samningur sem við megum ekki hafna. Slíkt væri fullkomið ábyrgðarleysi, það er nóg komið af slíku á Íslandi og það myndi gera Ísland efnahagslegan útlaga.Höfundur er alþingismaður og varaformaður fjárlaganefndar.
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar