Lýðskrumið í Davíð Oddssyni nær nýjum lægðum Friðrik Indriðason skrifar 4. júlí 2009 21:13 Það er með ólíkindum að heyra Davíð Oddsson segja að Icesave-klúðrið sé núverandi stjórn að kenna. Þá stöðu sem þjóðin er í má nær alfarið skrifa á hans eigin reikning og þess flokks sem hann stjórnaði um langt skeið. Raunar viðurkennir Davíð í viðtali við Morgunblaðið að hann beri sjálfur að mestu sök á Icesave, fyrir utan Landsbankastjórnina sjálfa. Í viðtalinu segir Davíð að hann hafi varað bankastjóra Landsbankans, þá Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón Þ. Árnason, á fundi í Seðlabankanum snemma árs 2008 að þær væru að koma Björgólfi Guðmundssyni í gjaldþrot en mættu ekki koma íslensku þjóðinni í sömu stöðu. Davíð Oddsson réð því sem hann vildi ráða í Seðlabankanum þrátt fyrir takmarkað vit á fjármálastarfsemi. Samt sem áður ákvað bankinn í mars á síðasta ári að afnema bindiskylduna á íslenskum útibúum erlendis. Þar með leyfði Davíð Landsbankamönnum að flæða með Icesave reikninga sína yfir Holland með afleiðingum sem allir þekkja. Hann sumsé leyfði þeim Halldóri og Sigurjóni ekki bara að setja Björgólf á hausinn heldur þjóðina alla. Eftir að hafa sagt í viðtalinu að við berum ekki ábyrgð á Icesave og að Bretar og Hollendingar geti bara sótt sinn rétt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur kemur þessi tilvitnun undir lok viðtalsins. „Á þessum fundi í Seðlabankanum var ítrekuð sú afstaða Seðlabankans að Landsbankinn gæti ekki safnað peningum endalaust erlendis og við þá söfnun skapaðist sjálfkrafa ríkisábyrgð á Íslandi, ríkisábyrgð sem ekki einn einasti alþingismaður hefði hugmynd um að væri verið að búa til." Nákvæmlega. Davíð er hinsvegar ekki látinn svara þeirri óþægilegu spurningu í framhaldinu af hverju hann stoppaði þetta ekki sjálfur eins og honum var í lófa lagið að gera. Til dæmis með aukinni bindiskyldu, í stað afnáms, hertari reglum um lausafjárstöðu og fleiri ráðum sem Seðlabankanum voru tiltæk. Í þessu sambandi má nefna reynslu Líbanon sem er eina þjóð heimsins sem sloppið hefur algerlega við fjármálakreppuna. Sjá hér: /g/2008189316953. En það er kannski af því að Riad Salameh hlaut stöðu sína í krafti menntunnar en ekki pólitískra tengsla. Það er rétt hjá Davíð Oddssyni að Icesave er versti samningur sem Ísland hefur gert frá Gamla sáttmála árið 1264 þegar landið gekk Noregskonungi á hönd. Hann ætti einnig að átta sig á því að höfnun á Icesave þýðir einfaldlega að við neyðumst til að endurnýja Gamla sáttmála. Ef ekki við Noreg þá einhverja aðra þjóð sem væri reiðubúin að taka þrotabúið Ísland upp á sína arma. Það er kominn tími til að þjóðin fá frí frá Davíð Oddssyni enda hefur hann engar raunhæfar lausnir fram að færa. Honum á að leyfast að dunda við það í ellinni að rækta garðinn sinn í friði frá dægurþrasi dagsins. Svona svipað og Don Corleone í lokaatriðum myndarinnar The Godfather. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er með ólíkindum að heyra Davíð Oddsson segja að Icesave-klúðrið sé núverandi stjórn að kenna. Þá stöðu sem þjóðin er í má nær alfarið skrifa á hans eigin reikning og þess flokks sem hann stjórnaði um langt skeið. Raunar viðurkennir Davíð í viðtali við Morgunblaðið að hann beri sjálfur að mestu sök á Icesave, fyrir utan Landsbankastjórnina sjálfa. Í viðtalinu segir Davíð að hann hafi varað bankastjóra Landsbankans, þá Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón Þ. Árnason, á fundi í Seðlabankanum snemma árs 2008 að þær væru að koma Björgólfi Guðmundssyni í gjaldþrot en mættu ekki koma íslensku þjóðinni í sömu stöðu. Davíð Oddsson réð því sem hann vildi ráða í Seðlabankanum þrátt fyrir takmarkað vit á fjármálastarfsemi. Samt sem áður ákvað bankinn í mars á síðasta ári að afnema bindiskylduna á íslenskum útibúum erlendis. Þar með leyfði Davíð Landsbankamönnum að flæða með Icesave reikninga sína yfir Holland með afleiðingum sem allir þekkja. Hann sumsé leyfði þeim Halldóri og Sigurjóni ekki bara að setja Björgólf á hausinn heldur þjóðina alla. Eftir að hafa sagt í viðtalinu að við berum ekki ábyrgð á Icesave og að Bretar og Hollendingar geti bara sótt sinn rétt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur kemur þessi tilvitnun undir lok viðtalsins. „Á þessum fundi í Seðlabankanum var ítrekuð sú afstaða Seðlabankans að Landsbankinn gæti ekki safnað peningum endalaust erlendis og við þá söfnun skapaðist sjálfkrafa ríkisábyrgð á Íslandi, ríkisábyrgð sem ekki einn einasti alþingismaður hefði hugmynd um að væri verið að búa til." Nákvæmlega. Davíð er hinsvegar ekki látinn svara þeirri óþægilegu spurningu í framhaldinu af hverju hann stoppaði þetta ekki sjálfur eins og honum var í lófa lagið að gera. Til dæmis með aukinni bindiskyldu, í stað afnáms, hertari reglum um lausafjárstöðu og fleiri ráðum sem Seðlabankanum voru tiltæk. Í þessu sambandi má nefna reynslu Líbanon sem er eina þjóð heimsins sem sloppið hefur algerlega við fjármálakreppuna. Sjá hér: /g/2008189316953. En það er kannski af því að Riad Salameh hlaut stöðu sína í krafti menntunnar en ekki pólitískra tengsla. Það er rétt hjá Davíð Oddssyni að Icesave er versti samningur sem Ísland hefur gert frá Gamla sáttmála árið 1264 þegar landið gekk Noregskonungi á hönd. Hann ætti einnig að átta sig á því að höfnun á Icesave þýðir einfaldlega að við neyðumst til að endurnýja Gamla sáttmála. Ef ekki við Noreg þá einhverja aðra þjóð sem væri reiðubúin að taka þrotabúið Ísland upp á sína arma. Það er kominn tími til að þjóðin fá frí frá Davíð Oddssyni enda hefur hann engar raunhæfar lausnir fram að færa. Honum á að leyfast að dunda við það í ellinni að rækta garðinn sinn í friði frá dægurþrasi dagsins. Svona svipað og Don Corleone í lokaatriðum myndarinnar The Godfather.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun