Nr.1 - Sjávarútvegur Eiríkur Bergmann Einarsson skrifar 29. júlí 2009 05:00 Í komandi aðildarsamningum við Evrópusambandið skiptir sköpum að vanda undirbúning svo unnt verði að ná fram sem allra bestum samningi. Til að svo megi verða þurfum við í það minnsta að vita tvennt; í fyrsta lagi hverjir meginhagsmunir okkar eru og í öðru lagi hvernig má koma þeim í höfn. Þrjú svið eru hér mikilvægari en önnur: fyrst sjávarútvegur, svo landbúnaður og byggðaþróun og loks að tryggja stöðugleika í peningamálum. Íslenska samninganefndin þarf að gjörþekkja alla afkima í regluverki sambandsins á þessum sviðum svo unnt verði að tryggja sem allra besta niðurstöðu. Í þessari fyrstu grein af þremur er fjallað um samningsmarkmið Íslands í sjávarútvegsmálum. Fiskveiðar eru eitt helsta hagsmunamál Íslands og sjávarútvegsmál eru í takt við það sá málaflokkur sem hefur valdið mestum deilum í umræðunni um hugsanlega ESB-aðild. Augljóst er að mikilvægasta verkefni íslensku samninganefndarinnar verður að tryggja áframhaldandi yfirráð Íslendinga yfir auðlindum hafsins. Öll ríki sem samið hafa um aðild hafa fengið tilteknar aðlaganir eða sérlausnir á þeim sviðum sem teljast til þeirra meginhagsmuna. Danmörk og Bretland hafa gengið lengst í fyrirvörum og undanþágum og virðast jafnvel hafa kerfisbundna stefnu þess efnis að taka ekki þátt á öllum samstarfssviðum ESB, eru til að mynda undanþegin evrunni. Bretland og Írland standa fyrir utan Schengen og Danmörk viðurkennir ekki yfirþjóðlegan rétt Evrópusambandsins á sviði innanríkis- og dómsmála. Danir viðurkenna heldur ekki að ríkisborgararéttur ESB gangi framar þeim danska og eru að auki undanþegnir varnarstefnu ESB. Þvert á stefnu ESB mega Danir og Maltverjar viðhalda banni á kaupum útlendinga á sumarhúsum. Grikkland, Spánn og Portúgal fengu sérstaka undanþágu í bómullarframleiðslu og Svíþjóð fékk heimild til að selja varatóbakið snus á heimamarkaði. Þá má nefna stuðning við harðbýl svæði á Bretlandi og Írlandi og ákvæðið um heimskautalandbúnað í aðildarsamningum Svíþjóðar, Finnlands og Noregs. Malta fékk enn fremur sérsniðna lausn í fiskveiðimálum sem efnislega hefur þær afleiðingar að maltnesk stjórnvöld munu eftir sem áður stjórna veiðum innan efnahagslögsögu sinnar í Miðjarðarhafi. Lettland fékk álíka undanþágu í Eystrasalti. Svo mætti lengi telja. Með vísan í sérstöðu Íslands og margvíslegar undanþágur annarra ríkja þurfa stjórnvöld að berja fram samning sem tryggir áframhaldandi yfirráð Íslendinga yfir auðlindum sjávar. Baráttan um yfirráð yfir auðlindum er nátengd sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar og beintengd hugmyndum um fullveldi Íslands. Sjávarafurðir telja enn góðan meirihluta í vöruútflutningi Íslands. Yfirráð yfir fisknum snýst því með beinum hætti um yfirráð yfir eigin örlögum. Ekki síst með vísan í slíka þætti væri hugsanlega hægt að rökstyðja að sérstaða svæðisins umhverfis Íslands verði áréttuð með óyggjandi hætti. Þetta væri t.d. hægt að tryggja með því að gera fiskveiðilögsögu Íslands að sérstöku stjórnsýslusvæði innan sameiginlegrar sjávarútvegsstefnu ESB. Ekki er um að ræða almenna undanþágu frá sjávarútvegsstefnunni heldur sértæka beitingu á ákveðnu svæði á grundvelli nálægðarreglu þannig að ákvarðanir um nýtingu á auðlind Íslands sem ekki er sameiginleg með öðrum aðildarríkjum ESB yrðu teknar á Íslandi. Í rökstuðningi fyrir slíkri sérlausn má beina sjónum að ólíkum aðstæðum á Norðvestur-Atlantshafssvæðinu annars vegar og hafsvæðum innan ESB hins vegar. Við skoðun á landakorti sést vel að þörf er á sameiginlegri sjávarútvegsstefnu á meginlandi Evrópu þar sem um sameiginlega nýtingu er að ræða úr sameiginlegum auðlindum. Fiskistofnar við meginlandið virða ekki landamæri og eru veiddir af fjölda ríkja. Sameiginleg stjórn þarf að vera á slíkum veiðum. Þessu er hins vegar ólíkt farið á Íslandsmiðum og á öllu Norðvestur-Atlantshafi. Fiskistofnar Íslands eru að mestu staðbundnir og því er ekki um sameiginlega auðlind að ræða, ekki frekar en vindorka í Danmörku, skógar í Svíþjóð eða olía við strendur Bretlands. Hér má hafa í huga að Evrópusambandið hefur ekkert tilkall til þeirra auðlinda sem finnast innan aðildarríkjanna. Hvert og eitt aðildarríki á sínar auðlindir sjálft og ráðstafar þeim eftir eigin óskum. Sjávarútvegsstefnu ESB var í raun heldur aldrei ætlað að ná yfir svæði þar sem ekki eru sameiginlegar auðlindir og því tekur stefnan ekki tillit til aðstæðna á Íslandi. Í aðildarviðræðum þarf því að skoða sérstaklega hvort og þá með hvaða hætti unnt er að laga sjávarútvegsstefnuna að aðstæðum á Íslandi. Í næstu grein verður fjallað um samningsmarkmið Íslands í landbúnaðar og byggðaþróun. Höfundur er dósent í stjórnmálafræði og forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Í komandi aðildarsamningum við Evrópusambandið skiptir sköpum að vanda undirbúning svo unnt verði að ná fram sem allra bestum samningi. Til að svo megi verða þurfum við í það minnsta að vita tvennt; í fyrsta lagi hverjir meginhagsmunir okkar eru og í öðru lagi hvernig má koma þeim í höfn. Þrjú svið eru hér mikilvægari en önnur: fyrst sjávarútvegur, svo landbúnaður og byggðaþróun og loks að tryggja stöðugleika í peningamálum. Íslenska samninganefndin þarf að gjörþekkja alla afkima í regluverki sambandsins á þessum sviðum svo unnt verði að tryggja sem allra besta niðurstöðu. Í þessari fyrstu grein af þremur er fjallað um samningsmarkmið Íslands í sjávarútvegsmálum. Fiskveiðar eru eitt helsta hagsmunamál Íslands og sjávarútvegsmál eru í takt við það sá málaflokkur sem hefur valdið mestum deilum í umræðunni um hugsanlega ESB-aðild. Augljóst er að mikilvægasta verkefni íslensku samninganefndarinnar verður að tryggja áframhaldandi yfirráð Íslendinga yfir auðlindum hafsins. Öll ríki sem samið hafa um aðild hafa fengið tilteknar aðlaganir eða sérlausnir á þeim sviðum sem teljast til þeirra meginhagsmuna. Danmörk og Bretland hafa gengið lengst í fyrirvörum og undanþágum og virðast jafnvel hafa kerfisbundna stefnu þess efnis að taka ekki þátt á öllum samstarfssviðum ESB, eru til að mynda undanþegin evrunni. Bretland og Írland standa fyrir utan Schengen og Danmörk viðurkennir ekki yfirþjóðlegan rétt Evrópusambandsins á sviði innanríkis- og dómsmála. Danir viðurkenna heldur ekki að ríkisborgararéttur ESB gangi framar þeim danska og eru að auki undanþegnir varnarstefnu ESB. Þvert á stefnu ESB mega Danir og Maltverjar viðhalda banni á kaupum útlendinga á sumarhúsum. Grikkland, Spánn og Portúgal fengu sérstaka undanþágu í bómullarframleiðslu og Svíþjóð fékk heimild til að selja varatóbakið snus á heimamarkaði. Þá má nefna stuðning við harðbýl svæði á Bretlandi og Írlandi og ákvæðið um heimskautalandbúnað í aðildarsamningum Svíþjóðar, Finnlands og Noregs. Malta fékk enn fremur sérsniðna lausn í fiskveiðimálum sem efnislega hefur þær afleiðingar að maltnesk stjórnvöld munu eftir sem áður stjórna veiðum innan efnahagslögsögu sinnar í Miðjarðarhafi. Lettland fékk álíka undanþágu í Eystrasalti. Svo mætti lengi telja. Með vísan í sérstöðu Íslands og margvíslegar undanþágur annarra ríkja þurfa stjórnvöld að berja fram samning sem tryggir áframhaldandi yfirráð Íslendinga yfir auðlindum sjávar. Baráttan um yfirráð yfir auðlindum er nátengd sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar og beintengd hugmyndum um fullveldi Íslands. Sjávarafurðir telja enn góðan meirihluta í vöruútflutningi Íslands. Yfirráð yfir fisknum snýst því með beinum hætti um yfirráð yfir eigin örlögum. Ekki síst með vísan í slíka þætti væri hugsanlega hægt að rökstyðja að sérstaða svæðisins umhverfis Íslands verði áréttuð með óyggjandi hætti. Þetta væri t.d. hægt að tryggja með því að gera fiskveiðilögsögu Íslands að sérstöku stjórnsýslusvæði innan sameiginlegrar sjávarútvegsstefnu ESB. Ekki er um að ræða almenna undanþágu frá sjávarútvegsstefnunni heldur sértæka beitingu á ákveðnu svæði á grundvelli nálægðarreglu þannig að ákvarðanir um nýtingu á auðlind Íslands sem ekki er sameiginleg með öðrum aðildarríkjum ESB yrðu teknar á Íslandi. Í rökstuðningi fyrir slíkri sérlausn má beina sjónum að ólíkum aðstæðum á Norðvestur-Atlantshafssvæðinu annars vegar og hafsvæðum innan ESB hins vegar. Við skoðun á landakorti sést vel að þörf er á sameiginlegri sjávarútvegsstefnu á meginlandi Evrópu þar sem um sameiginlega nýtingu er að ræða úr sameiginlegum auðlindum. Fiskistofnar við meginlandið virða ekki landamæri og eru veiddir af fjölda ríkja. Sameiginleg stjórn þarf að vera á slíkum veiðum. Þessu er hins vegar ólíkt farið á Íslandsmiðum og á öllu Norðvestur-Atlantshafi. Fiskistofnar Íslands eru að mestu staðbundnir og því er ekki um sameiginlega auðlind að ræða, ekki frekar en vindorka í Danmörku, skógar í Svíþjóð eða olía við strendur Bretlands. Hér má hafa í huga að Evrópusambandið hefur ekkert tilkall til þeirra auðlinda sem finnast innan aðildarríkjanna. Hvert og eitt aðildarríki á sínar auðlindir sjálft og ráðstafar þeim eftir eigin óskum. Sjávarútvegsstefnu ESB var í raun heldur aldrei ætlað að ná yfir svæði þar sem ekki eru sameiginlegar auðlindir og því tekur stefnan ekki tillit til aðstæðna á Íslandi. Í aðildarviðræðum þarf því að skoða sérstaklega hvort og þá með hvaða hætti unnt er að laga sjávarútvegsstefnuna að aðstæðum á Íslandi. Í næstu grein verður fjallað um samningsmarkmið Íslands í landbúnaðar og byggðaþróun. Höfundur er dósent í stjórnmálafræði og forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun