Nr.1 - Sjávarútvegur Eiríkur Bergmann Einarsson skrifar 29. júlí 2009 05:00 Í komandi aðildarsamningum við Evrópusambandið skiptir sköpum að vanda undirbúning svo unnt verði að ná fram sem allra bestum samningi. Til að svo megi verða þurfum við í það minnsta að vita tvennt; í fyrsta lagi hverjir meginhagsmunir okkar eru og í öðru lagi hvernig má koma þeim í höfn. Þrjú svið eru hér mikilvægari en önnur: fyrst sjávarútvegur, svo landbúnaður og byggðaþróun og loks að tryggja stöðugleika í peningamálum. Íslenska samninganefndin þarf að gjörþekkja alla afkima í regluverki sambandsins á þessum sviðum svo unnt verði að tryggja sem allra besta niðurstöðu. Í þessari fyrstu grein af þremur er fjallað um samningsmarkmið Íslands í sjávarútvegsmálum. Fiskveiðar eru eitt helsta hagsmunamál Íslands og sjávarútvegsmál eru í takt við það sá málaflokkur sem hefur valdið mestum deilum í umræðunni um hugsanlega ESB-aðild. Augljóst er að mikilvægasta verkefni íslensku samninganefndarinnar verður að tryggja áframhaldandi yfirráð Íslendinga yfir auðlindum hafsins. Öll ríki sem samið hafa um aðild hafa fengið tilteknar aðlaganir eða sérlausnir á þeim sviðum sem teljast til þeirra meginhagsmuna. Danmörk og Bretland hafa gengið lengst í fyrirvörum og undanþágum og virðast jafnvel hafa kerfisbundna stefnu þess efnis að taka ekki þátt á öllum samstarfssviðum ESB, eru til að mynda undanþegin evrunni. Bretland og Írland standa fyrir utan Schengen og Danmörk viðurkennir ekki yfirþjóðlegan rétt Evrópusambandsins á sviði innanríkis- og dómsmála. Danir viðurkenna heldur ekki að ríkisborgararéttur ESB gangi framar þeim danska og eru að auki undanþegnir varnarstefnu ESB. Þvert á stefnu ESB mega Danir og Maltverjar viðhalda banni á kaupum útlendinga á sumarhúsum. Grikkland, Spánn og Portúgal fengu sérstaka undanþágu í bómullarframleiðslu og Svíþjóð fékk heimild til að selja varatóbakið snus á heimamarkaði. Þá má nefna stuðning við harðbýl svæði á Bretlandi og Írlandi og ákvæðið um heimskautalandbúnað í aðildarsamningum Svíþjóðar, Finnlands og Noregs. Malta fékk enn fremur sérsniðna lausn í fiskveiðimálum sem efnislega hefur þær afleiðingar að maltnesk stjórnvöld munu eftir sem áður stjórna veiðum innan efnahagslögsögu sinnar í Miðjarðarhafi. Lettland fékk álíka undanþágu í Eystrasalti. Svo mætti lengi telja. Með vísan í sérstöðu Íslands og margvíslegar undanþágur annarra ríkja þurfa stjórnvöld að berja fram samning sem tryggir áframhaldandi yfirráð Íslendinga yfir auðlindum sjávar. Baráttan um yfirráð yfir auðlindum er nátengd sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar og beintengd hugmyndum um fullveldi Íslands. Sjávarafurðir telja enn góðan meirihluta í vöruútflutningi Íslands. Yfirráð yfir fisknum snýst því með beinum hætti um yfirráð yfir eigin örlögum. Ekki síst með vísan í slíka þætti væri hugsanlega hægt að rökstyðja að sérstaða svæðisins umhverfis Íslands verði áréttuð með óyggjandi hætti. Þetta væri t.d. hægt að tryggja með því að gera fiskveiðilögsögu Íslands að sérstöku stjórnsýslusvæði innan sameiginlegrar sjávarútvegsstefnu ESB. Ekki er um að ræða almenna undanþágu frá sjávarútvegsstefnunni heldur sértæka beitingu á ákveðnu svæði á grundvelli nálægðarreglu þannig að ákvarðanir um nýtingu á auðlind Íslands sem ekki er sameiginleg með öðrum aðildarríkjum ESB yrðu teknar á Íslandi. Í rökstuðningi fyrir slíkri sérlausn má beina sjónum að ólíkum aðstæðum á Norðvestur-Atlantshafssvæðinu annars vegar og hafsvæðum innan ESB hins vegar. Við skoðun á landakorti sést vel að þörf er á sameiginlegri sjávarútvegsstefnu á meginlandi Evrópu þar sem um sameiginlega nýtingu er að ræða úr sameiginlegum auðlindum. Fiskistofnar við meginlandið virða ekki landamæri og eru veiddir af fjölda ríkja. Sameiginleg stjórn þarf að vera á slíkum veiðum. Þessu er hins vegar ólíkt farið á Íslandsmiðum og á öllu Norðvestur-Atlantshafi. Fiskistofnar Íslands eru að mestu staðbundnir og því er ekki um sameiginlega auðlind að ræða, ekki frekar en vindorka í Danmörku, skógar í Svíþjóð eða olía við strendur Bretlands. Hér má hafa í huga að Evrópusambandið hefur ekkert tilkall til þeirra auðlinda sem finnast innan aðildarríkjanna. Hvert og eitt aðildarríki á sínar auðlindir sjálft og ráðstafar þeim eftir eigin óskum. Sjávarútvegsstefnu ESB var í raun heldur aldrei ætlað að ná yfir svæði þar sem ekki eru sameiginlegar auðlindir og því tekur stefnan ekki tillit til aðstæðna á Íslandi. Í aðildarviðræðum þarf því að skoða sérstaklega hvort og þá með hvaða hætti unnt er að laga sjávarútvegsstefnuna að aðstæðum á Íslandi. Í næstu grein verður fjallað um samningsmarkmið Íslands í landbúnaðar og byggðaþróun. Höfundur er dósent í stjórnmálafræði og forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Gleðilegt 2007! Reynir Böðvarsson Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Í komandi aðildarsamningum við Evrópusambandið skiptir sköpum að vanda undirbúning svo unnt verði að ná fram sem allra bestum samningi. Til að svo megi verða þurfum við í það minnsta að vita tvennt; í fyrsta lagi hverjir meginhagsmunir okkar eru og í öðru lagi hvernig má koma þeim í höfn. Þrjú svið eru hér mikilvægari en önnur: fyrst sjávarútvegur, svo landbúnaður og byggðaþróun og loks að tryggja stöðugleika í peningamálum. Íslenska samninganefndin þarf að gjörþekkja alla afkima í regluverki sambandsins á þessum sviðum svo unnt verði að tryggja sem allra besta niðurstöðu. Í þessari fyrstu grein af þremur er fjallað um samningsmarkmið Íslands í sjávarútvegsmálum. Fiskveiðar eru eitt helsta hagsmunamál Íslands og sjávarútvegsmál eru í takt við það sá málaflokkur sem hefur valdið mestum deilum í umræðunni um hugsanlega ESB-aðild. Augljóst er að mikilvægasta verkefni íslensku samninganefndarinnar verður að tryggja áframhaldandi yfirráð Íslendinga yfir auðlindum hafsins. Öll ríki sem samið hafa um aðild hafa fengið tilteknar aðlaganir eða sérlausnir á þeim sviðum sem teljast til þeirra meginhagsmuna. Danmörk og Bretland hafa gengið lengst í fyrirvörum og undanþágum og virðast jafnvel hafa kerfisbundna stefnu þess efnis að taka ekki þátt á öllum samstarfssviðum ESB, eru til að mynda undanþegin evrunni. Bretland og Írland standa fyrir utan Schengen og Danmörk viðurkennir ekki yfirþjóðlegan rétt Evrópusambandsins á sviði innanríkis- og dómsmála. Danir viðurkenna heldur ekki að ríkisborgararéttur ESB gangi framar þeim danska og eru að auki undanþegnir varnarstefnu ESB. Þvert á stefnu ESB mega Danir og Maltverjar viðhalda banni á kaupum útlendinga á sumarhúsum. Grikkland, Spánn og Portúgal fengu sérstaka undanþágu í bómullarframleiðslu og Svíþjóð fékk heimild til að selja varatóbakið snus á heimamarkaði. Þá má nefna stuðning við harðbýl svæði á Bretlandi og Írlandi og ákvæðið um heimskautalandbúnað í aðildarsamningum Svíþjóðar, Finnlands og Noregs. Malta fékk enn fremur sérsniðna lausn í fiskveiðimálum sem efnislega hefur þær afleiðingar að maltnesk stjórnvöld munu eftir sem áður stjórna veiðum innan efnahagslögsögu sinnar í Miðjarðarhafi. Lettland fékk álíka undanþágu í Eystrasalti. Svo mætti lengi telja. Með vísan í sérstöðu Íslands og margvíslegar undanþágur annarra ríkja þurfa stjórnvöld að berja fram samning sem tryggir áframhaldandi yfirráð Íslendinga yfir auðlindum sjávar. Baráttan um yfirráð yfir auðlindum er nátengd sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar og beintengd hugmyndum um fullveldi Íslands. Sjávarafurðir telja enn góðan meirihluta í vöruútflutningi Íslands. Yfirráð yfir fisknum snýst því með beinum hætti um yfirráð yfir eigin örlögum. Ekki síst með vísan í slíka þætti væri hugsanlega hægt að rökstyðja að sérstaða svæðisins umhverfis Íslands verði áréttuð með óyggjandi hætti. Þetta væri t.d. hægt að tryggja með því að gera fiskveiðilögsögu Íslands að sérstöku stjórnsýslusvæði innan sameiginlegrar sjávarútvegsstefnu ESB. Ekki er um að ræða almenna undanþágu frá sjávarútvegsstefnunni heldur sértæka beitingu á ákveðnu svæði á grundvelli nálægðarreglu þannig að ákvarðanir um nýtingu á auðlind Íslands sem ekki er sameiginleg með öðrum aðildarríkjum ESB yrðu teknar á Íslandi. Í rökstuðningi fyrir slíkri sérlausn má beina sjónum að ólíkum aðstæðum á Norðvestur-Atlantshafssvæðinu annars vegar og hafsvæðum innan ESB hins vegar. Við skoðun á landakorti sést vel að þörf er á sameiginlegri sjávarútvegsstefnu á meginlandi Evrópu þar sem um sameiginlega nýtingu er að ræða úr sameiginlegum auðlindum. Fiskistofnar við meginlandið virða ekki landamæri og eru veiddir af fjölda ríkja. Sameiginleg stjórn þarf að vera á slíkum veiðum. Þessu er hins vegar ólíkt farið á Íslandsmiðum og á öllu Norðvestur-Atlantshafi. Fiskistofnar Íslands eru að mestu staðbundnir og því er ekki um sameiginlega auðlind að ræða, ekki frekar en vindorka í Danmörku, skógar í Svíþjóð eða olía við strendur Bretlands. Hér má hafa í huga að Evrópusambandið hefur ekkert tilkall til þeirra auðlinda sem finnast innan aðildarríkjanna. Hvert og eitt aðildarríki á sínar auðlindir sjálft og ráðstafar þeim eftir eigin óskum. Sjávarútvegsstefnu ESB var í raun heldur aldrei ætlað að ná yfir svæði þar sem ekki eru sameiginlegar auðlindir og því tekur stefnan ekki tillit til aðstæðna á Íslandi. Í aðildarviðræðum þarf því að skoða sérstaklega hvort og þá með hvaða hætti unnt er að laga sjávarútvegsstefnuna að aðstæðum á Íslandi. Í næstu grein verður fjallað um samningsmarkmið Íslands í landbúnaðar og byggðaþróun. Höfundur er dósent í stjórnmálafræði og forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar