Nr.1 - Sjávarútvegur Eiríkur Bergmann Einarsson skrifar 29. júlí 2009 05:00 Í komandi aðildarsamningum við Evrópusambandið skiptir sköpum að vanda undirbúning svo unnt verði að ná fram sem allra bestum samningi. Til að svo megi verða þurfum við í það minnsta að vita tvennt; í fyrsta lagi hverjir meginhagsmunir okkar eru og í öðru lagi hvernig má koma þeim í höfn. Þrjú svið eru hér mikilvægari en önnur: fyrst sjávarútvegur, svo landbúnaður og byggðaþróun og loks að tryggja stöðugleika í peningamálum. Íslenska samninganefndin þarf að gjörþekkja alla afkima í regluverki sambandsins á þessum sviðum svo unnt verði að tryggja sem allra besta niðurstöðu. Í þessari fyrstu grein af þremur er fjallað um samningsmarkmið Íslands í sjávarútvegsmálum. Fiskveiðar eru eitt helsta hagsmunamál Íslands og sjávarútvegsmál eru í takt við það sá málaflokkur sem hefur valdið mestum deilum í umræðunni um hugsanlega ESB-aðild. Augljóst er að mikilvægasta verkefni íslensku samninganefndarinnar verður að tryggja áframhaldandi yfirráð Íslendinga yfir auðlindum hafsins. Öll ríki sem samið hafa um aðild hafa fengið tilteknar aðlaganir eða sérlausnir á þeim sviðum sem teljast til þeirra meginhagsmuna. Danmörk og Bretland hafa gengið lengst í fyrirvörum og undanþágum og virðast jafnvel hafa kerfisbundna stefnu þess efnis að taka ekki þátt á öllum samstarfssviðum ESB, eru til að mynda undanþegin evrunni. Bretland og Írland standa fyrir utan Schengen og Danmörk viðurkennir ekki yfirþjóðlegan rétt Evrópusambandsins á sviði innanríkis- og dómsmála. Danir viðurkenna heldur ekki að ríkisborgararéttur ESB gangi framar þeim danska og eru að auki undanþegnir varnarstefnu ESB. Þvert á stefnu ESB mega Danir og Maltverjar viðhalda banni á kaupum útlendinga á sumarhúsum. Grikkland, Spánn og Portúgal fengu sérstaka undanþágu í bómullarframleiðslu og Svíþjóð fékk heimild til að selja varatóbakið snus á heimamarkaði. Þá má nefna stuðning við harðbýl svæði á Bretlandi og Írlandi og ákvæðið um heimskautalandbúnað í aðildarsamningum Svíþjóðar, Finnlands og Noregs. Malta fékk enn fremur sérsniðna lausn í fiskveiðimálum sem efnislega hefur þær afleiðingar að maltnesk stjórnvöld munu eftir sem áður stjórna veiðum innan efnahagslögsögu sinnar í Miðjarðarhafi. Lettland fékk álíka undanþágu í Eystrasalti. Svo mætti lengi telja. Með vísan í sérstöðu Íslands og margvíslegar undanþágur annarra ríkja þurfa stjórnvöld að berja fram samning sem tryggir áframhaldandi yfirráð Íslendinga yfir auðlindum sjávar. Baráttan um yfirráð yfir auðlindum er nátengd sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar og beintengd hugmyndum um fullveldi Íslands. Sjávarafurðir telja enn góðan meirihluta í vöruútflutningi Íslands. Yfirráð yfir fisknum snýst því með beinum hætti um yfirráð yfir eigin örlögum. Ekki síst með vísan í slíka þætti væri hugsanlega hægt að rökstyðja að sérstaða svæðisins umhverfis Íslands verði áréttuð með óyggjandi hætti. Þetta væri t.d. hægt að tryggja með því að gera fiskveiðilögsögu Íslands að sérstöku stjórnsýslusvæði innan sameiginlegrar sjávarútvegsstefnu ESB. Ekki er um að ræða almenna undanþágu frá sjávarútvegsstefnunni heldur sértæka beitingu á ákveðnu svæði á grundvelli nálægðarreglu þannig að ákvarðanir um nýtingu á auðlind Íslands sem ekki er sameiginleg með öðrum aðildarríkjum ESB yrðu teknar á Íslandi. Í rökstuðningi fyrir slíkri sérlausn má beina sjónum að ólíkum aðstæðum á Norðvestur-Atlantshafssvæðinu annars vegar og hafsvæðum innan ESB hins vegar. Við skoðun á landakorti sést vel að þörf er á sameiginlegri sjávarútvegsstefnu á meginlandi Evrópu þar sem um sameiginlega nýtingu er að ræða úr sameiginlegum auðlindum. Fiskistofnar við meginlandið virða ekki landamæri og eru veiddir af fjölda ríkja. Sameiginleg stjórn þarf að vera á slíkum veiðum. Þessu er hins vegar ólíkt farið á Íslandsmiðum og á öllu Norðvestur-Atlantshafi. Fiskistofnar Íslands eru að mestu staðbundnir og því er ekki um sameiginlega auðlind að ræða, ekki frekar en vindorka í Danmörku, skógar í Svíþjóð eða olía við strendur Bretlands. Hér má hafa í huga að Evrópusambandið hefur ekkert tilkall til þeirra auðlinda sem finnast innan aðildarríkjanna. Hvert og eitt aðildarríki á sínar auðlindir sjálft og ráðstafar þeim eftir eigin óskum. Sjávarútvegsstefnu ESB var í raun heldur aldrei ætlað að ná yfir svæði þar sem ekki eru sameiginlegar auðlindir og því tekur stefnan ekki tillit til aðstæðna á Íslandi. Í aðildarviðræðum þarf því að skoða sérstaklega hvort og þá með hvaða hætti unnt er að laga sjávarútvegsstefnuna að aðstæðum á Íslandi. Í næstu grein verður fjallað um samningsmarkmið Íslands í landbúnaðar og byggðaþróun. Höfundur er dósent í stjórnmálafræði og forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í komandi aðildarsamningum við Evrópusambandið skiptir sköpum að vanda undirbúning svo unnt verði að ná fram sem allra bestum samningi. Til að svo megi verða þurfum við í það minnsta að vita tvennt; í fyrsta lagi hverjir meginhagsmunir okkar eru og í öðru lagi hvernig má koma þeim í höfn. Þrjú svið eru hér mikilvægari en önnur: fyrst sjávarútvegur, svo landbúnaður og byggðaþróun og loks að tryggja stöðugleika í peningamálum. Íslenska samninganefndin þarf að gjörþekkja alla afkima í regluverki sambandsins á þessum sviðum svo unnt verði að tryggja sem allra besta niðurstöðu. Í þessari fyrstu grein af þremur er fjallað um samningsmarkmið Íslands í sjávarútvegsmálum. Fiskveiðar eru eitt helsta hagsmunamál Íslands og sjávarútvegsmál eru í takt við það sá málaflokkur sem hefur valdið mestum deilum í umræðunni um hugsanlega ESB-aðild. Augljóst er að mikilvægasta verkefni íslensku samninganefndarinnar verður að tryggja áframhaldandi yfirráð Íslendinga yfir auðlindum hafsins. Öll ríki sem samið hafa um aðild hafa fengið tilteknar aðlaganir eða sérlausnir á þeim sviðum sem teljast til þeirra meginhagsmuna. Danmörk og Bretland hafa gengið lengst í fyrirvörum og undanþágum og virðast jafnvel hafa kerfisbundna stefnu þess efnis að taka ekki þátt á öllum samstarfssviðum ESB, eru til að mynda undanþegin evrunni. Bretland og Írland standa fyrir utan Schengen og Danmörk viðurkennir ekki yfirþjóðlegan rétt Evrópusambandsins á sviði innanríkis- og dómsmála. Danir viðurkenna heldur ekki að ríkisborgararéttur ESB gangi framar þeim danska og eru að auki undanþegnir varnarstefnu ESB. Þvert á stefnu ESB mega Danir og Maltverjar viðhalda banni á kaupum útlendinga á sumarhúsum. Grikkland, Spánn og Portúgal fengu sérstaka undanþágu í bómullarframleiðslu og Svíþjóð fékk heimild til að selja varatóbakið snus á heimamarkaði. Þá má nefna stuðning við harðbýl svæði á Bretlandi og Írlandi og ákvæðið um heimskautalandbúnað í aðildarsamningum Svíþjóðar, Finnlands og Noregs. Malta fékk enn fremur sérsniðna lausn í fiskveiðimálum sem efnislega hefur þær afleiðingar að maltnesk stjórnvöld munu eftir sem áður stjórna veiðum innan efnahagslögsögu sinnar í Miðjarðarhafi. Lettland fékk álíka undanþágu í Eystrasalti. Svo mætti lengi telja. Með vísan í sérstöðu Íslands og margvíslegar undanþágur annarra ríkja þurfa stjórnvöld að berja fram samning sem tryggir áframhaldandi yfirráð Íslendinga yfir auðlindum sjávar. Baráttan um yfirráð yfir auðlindum er nátengd sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar og beintengd hugmyndum um fullveldi Íslands. Sjávarafurðir telja enn góðan meirihluta í vöruútflutningi Íslands. Yfirráð yfir fisknum snýst því með beinum hætti um yfirráð yfir eigin örlögum. Ekki síst með vísan í slíka þætti væri hugsanlega hægt að rökstyðja að sérstaða svæðisins umhverfis Íslands verði áréttuð með óyggjandi hætti. Þetta væri t.d. hægt að tryggja með því að gera fiskveiðilögsögu Íslands að sérstöku stjórnsýslusvæði innan sameiginlegrar sjávarútvegsstefnu ESB. Ekki er um að ræða almenna undanþágu frá sjávarútvegsstefnunni heldur sértæka beitingu á ákveðnu svæði á grundvelli nálægðarreglu þannig að ákvarðanir um nýtingu á auðlind Íslands sem ekki er sameiginleg með öðrum aðildarríkjum ESB yrðu teknar á Íslandi. Í rökstuðningi fyrir slíkri sérlausn má beina sjónum að ólíkum aðstæðum á Norðvestur-Atlantshafssvæðinu annars vegar og hafsvæðum innan ESB hins vegar. Við skoðun á landakorti sést vel að þörf er á sameiginlegri sjávarútvegsstefnu á meginlandi Evrópu þar sem um sameiginlega nýtingu er að ræða úr sameiginlegum auðlindum. Fiskistofnar við meginlandið virða ekki landamæri og eru veiddir af fjölda ríkja. Sameiginleg stjórn þarf að vera á slíkum veiðum. Þessu er hins vegar ólíkt farið á Íslandsmiðum og á öllu Norðvestur-Atlantshafi. Fiskistofnar Íslands eru að mestu staðbundnir og því er ekki um sameiginlega auðlind að ræða, ekki frekar en vindorka í Danmörku, skógar í Svíþjóð eða olía við strendur Bretlands. Hér má hafa í huga að Evrópusambandið hefur ekkert tilkall til þeirra auðlinda sem finnast innan aðildarríkjanna. Hvert og eitt aðildarríki á sínar auðlindir sjálft og ráðstafar þeim eftir eigin óskum. Sjávarútvegsstefnu ESB var í raun heldur aldrei ætlað að ná yfir svæði þar sem ekki eru sameiginlegar auðlindir og því tekur stefnan ekki tillit til aðstæðna á Íslandi. Í aðildarviðræðum þarf því að skoða sérstaklega hvort og þá með hvaða hætti unnt er að laga sjávarútvegsstefnuna að aðstæðum á Íslandi. Í næstu grein verður fjallað um samningsmarkmið Íslands í landbúnaðar og byggðaþróun. Höfundur er dósent í stjórnmálafræði og forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun