Efnt til illdeilna Kristinn H. Gunnarsson skrifar 8. júlí 2009 03:00 Í mánudagsblaðinu skrifar Steinunn Stefánsdóttir skoðun blaðsins með þeim einarða ásetningi að efna til illdeilna við fólk á landsbyggðinni. Hún ber þær sakir á samgönguráðherra undanfarinna áratuga að þeir hafi stjórnast af kjördæmapoti við ákvörðun verkefna í vegagerð og að þeir beri ábyrgð á banaslysum á Suðurlandsvegi og Vesturlandsvegi. Hún leggst gegn verkefnum á landsbyggðinni „þar til framkvæmdum við allra fjölförnustu hluta þjóðvegar eitt er lokið". Málflutningurinn er ósannur, höfuðborgarsvæðið hefur stækkað og eflst vegna þess að samgöngurnar þar hafa verið góðar og mætt kröfum íbúanna og atvinnufyrirtækja. Málflutningurinn er ósæmilegur vegna þess að beinlínis er sagt að bregðast eigi við dauðsföllum eða slysum sem verða á höfuðborgarsvæðinu en ekki annars staðar, fyrr en seinna. Málflutningurinn er óheiðarlegur vegna þess að hann vegur að æru heiðarlegra manna sem verið hafa samgönguráðherrar. Málflutningurinn er óvandaður vegna þess að hann tekur ekki mið af fyrirliggjandi staðreyndum um umferðaröryggismál. Í skýrslu á vegum Vegagerðarinnar um arðsemi og ávinning af vegaframkvæmdum segir að banaslys séu blessunarlega svo fátíð að staðsetning þeirra sé tilviljunarkennd. Önnur skýrsla frá 2005 um umferðarslys erlendra ferðamanna 2000-2004 dregur fram að öll 7 banaslysin á tímabilinu urðu á landsbyggðinni og að auki 63% af slysunum. Til er skýrsla frá maí 2007 um tillögur að úrbótum á umhverfi vega. Þar segir að brýnasta atriðið sé að hreinsa öryggissvæði við vegi í dreifbýli og hafa viðunandi halla á fláanum. Enn má nefna að fram kemur í gögnum Vegagerðarinnar að 57% af umferð á þjóðvegum landsins árið 2007 hafi verið í dreifbýli. Fleira þarf að gera til þess að draga úr slysum en bæta vegi og fleira ræður arðsemismati á framkvæmd en slysatíðnin ein. Fréttablaðið ætti ekki að skrifa fleiri leiðara af þessu tagi. Frekar á að skrifa þjóðina saman en í sundur. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Í mánudagsblaðinu skrifar Steinunn Stefánsdóttir skoðun blaðsins með þeim einarða ásetningi að efna til illdeilna við fólk á landsbyggðinni. Hún ber þær sakir á samgönguráðherra undanfarinna áratuga að þeir hafi stjórnast af kjördæmapoti við ákvörðun verkefna í vegagerð og að þeir beri ábyrgð á banaslysum á Suðurlandsvegi og Vesturlandsvegi. Hún leggst gegn verkefnum á landsbyggðinni „þar til framkvæmdum við allra fjölförnustu hluta þjóðvegar eitt er lokið". Málflutningurinn er ósannur, höfuðborgarsvæðið hefur stækkað og eflst vegna þess að samgöngurnar þar hafa verið góðar og mætt kröfum íbúanna og atvinnufyrirtækja. Málflutningurinn er ósæmilegur vegna þess að beinlínis er sagt að bregðast eigi við dauðsföllum eða slysum sem verða á höfuðborgarsvæðinu en ekki annars staðar, fyrr en seinna. Málflutningurinn er óheiðarlegur vegna þess að hann vegur að æru heiðarlegra manna sem verið hafa samgönguráðherrar. Málflutningurinn er óvandaður vegna þess að hann tekur ekki mið af fyrirliggjandi staðreyndum um umferðaröryggismál. Í skýrslu á vegum Vegagerðarinnar um arðsemi og ávinning af vegaframkvæmdum segir að banaslys séu blessunarlega svo fátíð að staðsetning þeirra sé tilviljunarkennd. Önnur skýrsla frá 2005 um umferðarslys erlendra ferðamanna 2000-2004 dregur fram að öll 7 banaslysin á tímabilinu urðu á landsbyggðinni og að auki 63% af slysunum. Til er skýrsla frá maí 2007 um tillögur að úrbótum á umhverfi vega. Þar segir að brýnasta atriðið sé að hreinsa öryggissvæði við vegi í dreifbýli og hafa viðunandi halla á fláanum. Enn má nefna að fram kemur í gögnum Vegagerðarinnar að 57% af umferð á þjóðvegum landsins árið 2007 hafi verið í dreifbýli. Fleira þarf að gera til þess að draga úr slysum en bæta vegi og fleira ræður arðsemismati á framkvæmd en slysatíðnin ein. Fréttablaðið ætti ekki að skrifa fleiri leiðara af þessu tagi. Frekar á að skrifa þjóðina saman en í sundur. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun