Pistill: AGS bíður eftir Norðurlöndum sem bíða eftir Icesave Friðrik Indriðason skrifar 31. júlí 2009 11:14 Samhengi hlutanna í mikilvægustu efnahagsmálum þjóðarinnar liggur nú nokkurn veginn fyrir. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) bíður eftir Norðurlöndunum sem aftur bíða eftir því að Ísland afgreiði Icesave-samkomulagið af sinni hálfu. AGS telur sig ekki geta lokið endurskoðuninni á efnahagsáætlun sinni fyrir Ísland fyrr en að einn af hornsteinum hennar það er lánin frá hinum Norðurlöndunum eru komin í hús. Norðurlöndin hafa leynt og ljóst gefið í skyn að þau muni ekki afgreiða lán sín fyrr en Icesave-samkomulagið er í höfn. Þetta er tiltölulega einfalt. Margir Íslendingar eru nú farnir að skammast út í Norðurlöndin vegna afstöðu þeirra. Þetta er röng afstaða. Norðurlöndin eru einmitt vinir í raun eins og staðan er í dag. Þau gera hinsvegar þá sjálfsögðu kröfu að Ísland taki til í eigin ranni og sýni ábyrgð á gjörðum sínum með því að segjast ætla að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar. Það er engin vafi á því að Ísland verður að borga sinn hluta af Icesave-klúðri Landsbankans sem fyrrverandi stjórn þess banka kom þjóðinni í með dyggum stuðningi þáverandi stjórnvalda. Samkomulagið sem liggur fyrir er verulega slæmt fyrir Íslendinga á alla kanta en það breytir því ekki að það er það eina sem völ er á í stöðunni. Flestir sem vit hafa á alþjóðlegum fjármálum eru sammála um að höfnun á Icesave myndi svo gott sem skjóta okkar aftur á steinöld í efnahagslegu tilliti. Landið yrði lokað og einangrað næstu árin, ef ekki áratuginn, frá erlendum lánum og fyrirgreiðslum. Þetta er nokkuð sem þjóðin fær ekki staðið undir í neinum tilvikum. Við yrðum að taka upp einhverskonar vöruskiptakerfi svipað og var í gangi gagnvart gömlu Sovétríkjunum fyrir nokkrum áratugum síðan. Afleiðingarnar yrðu verulegt hrun lífskjara með tilheyrandi atvinnuleysi, gjaldþrotum og fólksflótta frá landinu. Stjórnarandstaðan virðist telja að hún hafi komist í feitt í Icesave málinu sökum þess hve mikil andstaða gegn því er meðal almennings. Hún ætlar sér að skora stig gegn stjórninni í málinu á alþingi. Þetta er lýðskrum af versta tagi enda hefur stjórnarandstaðan ekki bent á neina aðra raunhæfa möguleika. Hvorki Sjálfstæðisflokkur né Framsókn hafa komið með aðrar lausnir fyrir þjóðina. Forystumenn þessara flokka bara röfla og bulla út í eitt án þess að leggja nokkuð uppbyggjandi fram. Ágætur vinur minn lýsti afstöðu stjórnarandstöðunnar í Icesave málinu á eftirfarandi hátt: „Þeir eru eins og maður sem óttast að missa fingur eftir sjö ár. Til að hindra það ákveður hann strax að höggva höndina af við öxl." Fari svo að Icesave verði ekki samþykkt á alþingi í sumar, með eða án fyrirvara, verður þjóðin að undirbúa sig undir mjög harðan vetur. Vetur sem lætur erfiðleika síðasta veturs líta út eins og barnagælur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Samhengi hlutanna í mikilvægustu efnahagsmálum þjóðarinnar liggur nú nokkurn veginn fyrir. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) bíður eftir Norðurlöndunum sem aftur bíða eftir því að Ísland afgreiði Icesave-samkomulagið af sinni hálfu. AGS telur sig ekki geta lokið endurskoðuninni á efnahagsáætlun sinni fyrir Ísland fyrr en að einn af hornsteinum hennar það er lánin frá hinum Norðurlöndunum eru komin í hús. Norðurlöndin hafa leynt og ljóst gefið í skyn að þau muni ekki afgreiða lán sín fyrr en Icesave-samkomulagið er í höfn. Þetta er tiltölulega einfalt. Margir Íslendingar eru nú farnir að skammast út í Norðurlöndin vegna afstöðu þeirra. Þetta er röng afstaða. Norðurlöndin eru einmitt vinir í raun eins og staðan er í dag. Þau gera hinsvegar þá sjálfsögðu kröfu að Ísland taki til í eigin ranni og sýni ábyrgð á gjörðum sínum með því að segjast ætla að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar. Það er engin vafi á því að Ísland verður að borga sinn hluta af Icesave-klúðri Landsbankans sem fyrrverandi stjórn þess banka kom þjóðinni í með dyggum stuðningi þáverandi stjórnvalda. Samkomulagið sem liggur fyrir er verulega slæmt fyrir Íslendinga á alla kanta en það breytir því ekki að það er það eina sem völ er á í stöðunni. Flestir sem vit hafa á alþjóðlegum fjármálum eru sammála um að höfnun á Icesave myndi svo gott sem skjóta okkar aftur á steinöld í efnahagslegu tilliti. Landið yrði lokað og einangrað næstu árin, ef ekki áratuginn, frá erlendum lánum og fyrirgreiðslum. Þetta er nokkuð sem þjóðin fær ekki staðið undir í neinum tilvikum. Við yrðum að taka upp einhverskonar vöruskiptakerfi svipað og var í gangi gagnvart gömlu Sovétríkjunum fyrir nokkrum áratugum síðan. Afleiðingarnar yrðu verulegt hrun lífskjara með tilheyrandi atvinnuleysi, gjaldþrotum og fólksflótta frá landinu. Stjórnarandstaðan virðist telja að hún hafi komist í feitt í Icesave málinu sökum þess hve mikil andstaða gegn því er meðal almennings. Hún ætlar sér að skora stig gegn stjórninni í málinu á alþingi. Þetta er lýðskrum af versta tagi enda hefur stjórnarandstaðan ekki bent á neina aðra raunhæfa möguleika. Hvorki Sjálfstæðisflokkur né Framsókn hafa komið með aðrar lausnir fyrir þjóðina. Forystumenn þessara flokka bara röfla og bulla út í eitt án þess að leggja nokkuð uppbyggjandi fram. Ágætur vinur minn lýsti afstöðu stjórnarandstöðunnar í Icesave málinu á eftirfarandi hátt: „Þeir eru eins og maður sem óttast að missa fingur eftir sjö ár. Til að hindra það ákveður hann strax að höggva höndina af við öxl." Fari svo að Icesave verði ekki samþykkt á alþingi í sumar, með eða án fyrirvara, verður þjóðin að undirbúa sig undir mjög harðan vetur. Vetur sem lætur erfiðleika síðasta veturs líta út eins og barnagælur.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun