Pistill: Icesave klúðrið verður skrýtnara Friðrik Indriðason skrifar 24. júlí 2009 20:18 Klúðrið í kringum Icesave samninginn verður skrýtnara með hverjum deginum sem líður og betur kemur í ljós hve bláeyg samninganefnd Íslands stóð sig illa í málinu. Það nýjasta er að Ísland á að borga fyrir lögfræði/umsýslukostnað Breta og Hollendinga. Upphæð sem nemur eitthvað á fjórða milljarð kr. Hvaða endemis rugl er verið að bjóða þjóðinni upp á hér. Bretar og Hollendingar hafa fyrir löngu gert upp við alla innistæðueigendur Icesave reikninga í löndum sínum. Allavega voru breskir fjölmiðlar fullir af fréttum um það s.l. vetur. Þetta var gert með því að nota Icesave-kerfið sem var til staðar. Kostnaðurinn var í mesta lagi nokkrir starfsmenn til að keyra kerfið, ekki einhverjir milljarðar kr. Verkið tafðist að vísu eitthvað út af rugli í kerfinu. Endurgreiðslur til Icesave-eigenda voru eitt aðalmál breskra fjölmiðla í nóvember á síðasta ári. Þær hófust upp úr miðjum þeim mánuði og var lokið uppúr áramótum. Svipaða sögu er að segja í Hollandi. Samt kemur Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra fram í fjölmiðlum og segir að fyrrgreindir milljarðar séu til að borga kostnað Breta og Hollendinga við að koma greiðslum til Icesave innistæðueigenda. Hvaða andsk. greiðslur er ráðherrann að tala um? Eigum við Íslendingar að borga þetta Landsbankakjaftæði tvisvar? Sá grunur læðist að manni að lögmaðurinn Ragnar Hall hafi rétt fyrir sér og að þetta sé þrátt fyrir allt lögfræðikostnaður og þá væntanlega að hluta til greiðslur til samninganefndar Breta. Sú nefnd er sennilega enn að brosa að íslensku samninganefndinni sem virðist hafa kokgleypt allt sem Bretarnir lögðu fyrir framan hana. En hvort sem er mun það rétt hjá Pétri Blöndal þingmanni Sjálfstæðisflokksins sem segir að þetta er eins og að borga fyrir vöndinn sem flengir mann. Eftir á að hyggja átti íslenska samninganefndin að bjóða Bretum og Hollendinum upp á tvennt. Fá Landsbankann eins og hann lagði sig. Eða við fengjum Landsbankann, gerðum upp þessar 20.000 evrur á haus og síðan mættu Bretar og Hollendingar hirða það sem eftir var af hræinu. Samninganefndin taldi sig að vísu að hluta til bundin af misvitrum ákvörðunum sem ríkisstjórn Geirs Haarde tók eftir bankahrunið s.l. haust. En nefndin átti að halda því stíft fram að þær ákvarðanir voru teknar undir þrýstingi og hótunum og því ekki gildar að mati núverandi stjórnvalda. Icesave verður að gera upp með einu eða öðru móti. Nánasta framtíð landsins er í húfi. Sá samningur sem liggur fyrir gengur hinsvegar ekki. Alþingi verður að koma sér saman um fyrirvara sem sníða verstu agnúana af samningnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Gleðilegt 2007! Reynir Böðvarsson Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Klúðrið í kringum Icesave samninginn verður skrýtnara með hverjum deginum sem líður og betur kemur í ljós hve bláeyg samninganefnd Íslands stóð sig illa í málinu. Það nýjasta er að Ísland á að borga fyrir lögfræði/umsýslukostnað Breta og Hollendinga. Upphæð sem nemur eitthvað á fjórða milljarð kr. Hvaða endemis rugl er verið að bjóða þjóðinni upp á hér. Bretar og Hollendingar hafa fyrir löngu gert upp við alla innistæðueigendur Icesave reikninga í löndum sínum. Allavega voru breskir fjölmiðlar fullir af fréttum um það s.l. vetur. Þetta var gert með því að nota Icesave-kerfið sem var til staðar. Kostnaðurinn var í mesta lagi nokkrir starfsmenn til að keyra kerfið, ekki einhverjir milljarðar kr. Verkið tafðist að vísu eitthvað út af rugli í kerfinu. Endurgreiðslur til Icesave-eigenda voru eitt aðalmál breskra fjölmiðla í nóvember á síðasta ári. Þær hófust upp úr miðjum þeim mánuði og var lokið uppúr áramótum. Svipaða sögu er að segja í Hollandi. Samt kemur Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra fram í fjölmiðlum og segir að fyrrgreindir milljarðar séu til að borga kostnað Breta og Hollendinga við að koma greiðslum til Icesave innistæðueigenda. Hvaða andsk. greiðslur er ráðherrann að tala um? Eigum við Íslendingar að borga þetta Landsbankakjaftæði tvisvar? Sá grunur læðist að manni að lögmaðurinn Ragnar Hall hafi rétt fyrir sér og að þetta sé þrátt fyrir allt lögfræðikostnaður og þá væntanlega að hluta til greiðslur til samninganefndar Breta. Sú nefnd er sennilega enn að brosa að íslensku samninganefndinni sem virðist hafa kokgleypt allt sem Bretarnir lögðu fyrir framan hana. En hvort sem er mun það rétt hjá Pétri Blöndal þingmanni Sjálfstæðisflokksins sem segir að þetta er eins og að borga fyrir vöndinn sem flengir mann. Eftir á að hyggja átti íslenska samninganefndin að bjóða Bretum og Hollendinum upp á tvennt. Fá Landsbankann eins og hann lagði sig. Eða við fengjum Landsbankann, gerðum upp þessar 20.000 evrur á haus og síðan mættu Bretar og Hollendingar hirða það sem eftir var af hræinu. Samninganefndin taldi sig að vísu að hluta til bundin af misvitrum ákvörðunum sem ríkisstjórn Geirs Haarde tók eftir bankahrunið s.l. haust. En nefndin átti að halda því stíft fram að þær ákvarðanir voru teknar undir þrýstingi og hótunum og því ekki gildar að mati núverandi stjórnvalda. Icesave verður að gera upp með einu eða öðru móti. Nánasta framtíð landsins er í húfi. Sá samningur sem liggur fyrir gengur hinsvegar ekki. Alþingi verður að koma sér saman um fyrirvara sem sníða verstu agnúana af samningnum.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar