Góðar fréttir Svanhildur Hólm Valsdóttir skrifar 25. júlí 2009 08:00 Það er auðvelt að missa sjónar á hinu góða og jákvæða, þegar flestar fréttir fjalla um bankasukk, spillingu, gjaldþrot og himinháar skuldir Íslendinga við erlenda innstæðueigendur. Það getur verið gott að minna sig á hið augljósa, að hér ríkir jú enn meiri velferð en víðast hvar, við eigum gott heilbrigðis- og menntakerfi og aðgangur að opinberri þjónustu eins og leikskólum er tiltölulega auðveldur. Þótt atvinnuleysi hafi aukist er það enn minna en í mörgum ríkjum ESB þar sem það fór í maí hæst í 18,7 prósent á Spáni. Fólk hefur heldur ekki lagt árar í bát og ýmislegt lukkast, þótt stundum geti slíkar jákvæðar fréttir drukknað í umfjöllun um skuldasúpu og svínaflensu. En hvað skyldi hafa verið gott í fréttum undanfarna daga? Frá því var til dæmis sagt á dögunum að lúxushótel á hálendinu gengi vel. Rétt hjá Hrauneyjafossvirkjun rekur Friðrik Pálsson ásamt fleirum Hótel Háland, í húsum sem áður hýstu starfsmenn en eru nú lúxushíbýli fólks sem sækir í frið og sérstaka náttúru, og er tilbúið að greiða allt að þrjátíu og fimm þúsund krónur fyrir gistinguna. Friðrik, sem rekur einnig Hótel Rangá, segir norðurljósin vera vænlega söluvöru erlendis og lætur engan bilbug á sér finna. Íslendingar ferðast meira innanlands en áður og skilja eftir sig tekjur í stað þess að fljúga með þær beint úr landi á erlenda sólarströnd. Frétt um blómstrandi ferðaþjónustu á Vestfjörðum rímar við það, en þar stefnir í metár. Þriðjungi fleiri sóttu Vestfirði heim í júní í ár en árið 2008 og júlímánuður hefur þegar slegið öll met. Saumastofur hafa gengið í endurnýjun lífdaga þar sem fleiri virðast láta gera við föt eða breyta þeim í stað þess að henda og kaupa ný. Að vísu hefur orðið einhver samdráttur í fataverslun en ýmsir sem fæddir eru fyrir miðja síðustu öld myndu líklega halda því fram að þeir yngri hefðu gott af að læra örlitla nýtni. Margir sjá tækifæri í makríltorfunum sem synt hafa inn í íslenska lögsögu, rétt eins og í olíuleit á Drekasvæðinu. Hvað aðra orkugjafa og fastari í hendi varðar, var notalegt að sjá í fréttum sagt frá því að virkjunin í Sigöldu hefði frá stofnun skilað um áttatíu milljörðum í þjóðarbúið og væri talin geta skilað tveimur til þremur milljörðum á ári í kassann um ókomna tíð. Samhugurinn er enn til, því í vesturbæ Reykjavíkur hefur vinafélagið Mímir hafið söfnun fyrir nýju fiskabúri í Vesturbæjarlaugina. Margir muna eftir gamla fiskabúrinu og sakna þess að geta staldrað við og skoðað litskrúðuga fiska. Einn forsprakka félagsins segir þetta vera afturhvarf til góðra gamalla gilda þar sem íbúar létu nærumhverfi sitt sig varða. Það má líka fagna því að Ísland hlaut nýlega hæstu einkunn hjá evrópskum stýrihópi fyrir barnaslysavarnir og gott að vita til þess að þrotlaus vinna að þeim hefur skilað árangri. Það er nefnilega á ábyrgð okkar allra að koma börnum þessa lands til manns, í landi sem hefur margt að bjóða. Það er skuld sem er vert að greiða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Það er auðvelt að missa sjónar á hinu góða og jákvæða, þegar flestar fréttir fjalla um bankasukk, spillingu, gjaldþrot og himinháar skuldir Íslendinga við erlenda innstæðueigendur. Það getur verið gott að minna sig á hið augljósa, að hér ríkir jú enn meiri velferð en víðast hvar, við eigum gott heilbrigðis- og menntakerfi og aðgangur að opinberri þjónustu eins og leikskólum er tiltölulega auðveldur. Þótt atvinnuleysi hafi aukist er það enn minna en í mörgum ríkjum ESB þar sem það fór í maí hæst í 18,7 prósent á Spáni. Fólk hefur heldur ekki lagt árar í bát og ýmislegt lukkast, þótt stundum geti slíkar jákvæðar fréttir drukknað í umfjöllun um skuldasúpu og svínaflensu. En hvað skyldi hafa verið gott í fréttum undanfarna daga? Frá því var til dæmis sagt á dögunum að lúxushótel á hálendinu gengi vel. Rétt hjá Hrauneyjafossvirkjun rekur Friðrik Pálsson ásamt fleirum Hótel Háland, í húsum sem áður hýstu starfsmenn en eru nú lúxushíbýli fólks sem sækir í frið og sérstaka náttúru, og er tilbúið að greiða allt að þrjátíu og fimm þúsund krónur fyrir gistinguna. Friðrik, sem rekur einnig Hótel Rangá, segir norðurljósin vera vænlega söluvöru erlendis og lætur engan bilbug á sér finna. Íslendingar ferðast meira innanlands en áður og skilja eftir sig tekjur í stað þess að fljúga með þær beint úr landi á erlenda sólarströnd. Frétt um blómstrandi ferðaþjónustu á Vestfjörðum rímar við það, en þar stefnir í metár. Þriðjungi fleiri sóttu Vestfirði heim í júní í ár en árið 2008 og júlímánuður hefur þegar slegið öll met. Saumastofur hafa gengið í endurnýjun lífdaga þar sem fleiri virðast láta gera við föt eða breyta þeim í stað þess að henda og kaupa ný. Að vísu hefur orðið einhver samdráttur í fataverslun en ýmsir sem fæddir eru fyrir miðja síðustu öld myndu líklega halda því fram að þeir yngri hefðu gott af að læra örlitla nýtni. Margir sjá tækifæri í makríltorfunum sem synt hafa inn í íslenska lögsögu, rétt eins og í olíuleit á Drekasvæðinu. Hvað aðra orkugjafa og fastari í hendi varðar, var notalegt að sjá í fréttum sagt frá því að virkjunin í Sigöldu hefði frá stofnun skilað um áttatíu milljörðum í þjóðarbúið og væri talin geta skilað tveimur til þremur milljörðum á ári í kassann um ókomna tíð. Samhugurinn er enn til, því í vesturbæ Reykjavíkur hefur vinafélagið Mímir hafið söfnun fyrir nýju fiskabúri í Vesturbæjarlaugina. Margir muna eftir gamla fiskabúrinu og sakna þess að geta staldrað við og skoðað litskrúðuga fiska. Einn forsprakka félagsins segir þetta vera afturhvarf til góðra gamalla gilda þar sem íbúar létu nærumhverfi sitt sig varða. Það má líka fagna því að Ísland hlaut nýlega hæstu einkunn hjá evrópskum stýrihópi fyrir barnaslysavarnir og gott að vita til þess að þrotlaus vinna að þeim hefur skilað árangri. Það er nefnilega á ábyrgð okkar allra að koma börnum þessa lands til manns, í landi sem hefur margt að bjóða. Það er skuld sem er vert að greiða.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar