Löglegt? Siðlegt! Höskuldur Þórhallsson skrifar 1. júlí 2009 05:00 Þorvaldur Gylfason prófessor reynir í grein í Fréttablaðinu að svara ákalli Stefáns Más Stefánssonar lagaprófessors og Lárusar Blöndals hrl. um röksemdir fyrir því að Íslendingum beri lagaleg skylda til að borga Icesave-skuldbindingarnar. Þótt Þorvaldur svari þeirri spurningu ekki til fulls veltir hann því upp hvort okkur beri siðferðileg skylda til þess og þá einkum út frá sjónarhóli Breta. Sjónarmið FrakkaÞorvaldur telur skiljanlegt að þjóðir Evrópu telji að Íslendingum beri að greiða þessar skuldir og vitnar í orð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í DV máli sínu til stuðnings. Þar sagði Ingibjörg að ekki mætti leika vafi á að innistæður væru tryggðar því þá myndi skapast réttaróvissa. Þar með hefði innistæðueigandi á Spáni, í Frakklandi eða annars staðar fengið tilefni til að efast um tryggingar og tekið út spariféð sitt. Þessi röksemdarfærsla gengur ekki upp ef grannt er skoðað.Í fyrsta lagi er allskostar óvíst að allar þjóðir Evrópu telji að Íslendingum beri að greiða þessar skuldir. Fullyrðingar í aðra átt hafa komið fram og einfaldlega rangt að halda þessu fram. Í öðru lagi verða innistæður verða eftir sem áður tryggðar með því sem fyrir er í tryggingasjóðunum.Íslendingar hafa aldrei haldið öðru fram. Þá eru engar líkur á því að bankar muni af þessari ástæðu einni verða gjaldþrota. Og í þriðja lagi líta Frakkar sömu augum innistæðutryggingakerfið og Stefán Már og Lárus. Franski seðlabankinn hefur þegar lýst því yfir að engin ábyrgð sé á bak við franska banka önnur en ábyrgðin í innistæðutryggingasjóði landsins. Engin ríkisábyrgð sé þar á bak við. Þess ber að geta að bankastjóri franska seðlabankans sem gaf út þessa yfirlýsingu er núverandi bankastjóri Seðlabanka Evrópu.Orð skulu standaÍ greininni bendir Þorvaldur einnig á skýrslu Jakobs Möllers, hrl. þar sem fullyrt er að ítrekaðar yfirlýsingar íslenskra stjórnvalda bindi hendur þeirra; samningar séu því nauðsynlegir og dómstólaleiðin komi því ekki til álita. Þetta er vindhögg. Íslensk stjórnvöld gáfu í þrí- eða fjórgang misvísandi og óljósar yfirlýsingar til hollenskra og breskra yfirvalda. Engin þeirra getur bundið Íslendinga að þjóðarrétti, hvað þá velt úr gildi tilskipun ESB um innistæðutryggingar eða EES-samningnum. Þá geta yfirlýsingar framkvæmdavaldsins aldrei gengið framar þeirri skýru reglu stjórnarskrárinnar, að Alþingi eitt geti tekið ákvarðanir um fjárútlát úr ríkissjóði. Sambærilegar reglur eru í rétti allra vestrænna þjóða. Sjónarmið BretaÞorvaldur veltir upp þeirri spurningu hvort Bretar, með fulltingi annarra þjóða myndu falla frá kröfu sinni ef Íslendingum bæri ekki lagaskylda til að greiða Icesave-ábyrgðirnar og kemst að þeirri niðurstöðu að það sé ekki endilega svo, krafan yrði þá siðferðileg frekar en lagaleg. Þessi niðurstaða er afar furðuleg svo ekki sé meira sagt. Við þurfum væntanlega ekki fulltingi eins eða neins til að Bretar falli frá kröfu sinni. Slíkt liggur í hlutarins eðli.Vangaveltur um hvort siðferðilega hafi ranglega verið staðið að sölu Landsbankans og hvort Björgólfur eldri hafi eitt sinn fengið skilorðsbundinn dóm fyrir bókhaldsbrot, hvað þá hugsanleg tengsl Björgólfs yngri við rússneska auðkýfinga, hafa bara ekkert með það að gera hvort Bretar eigi siðferðilega kröfu á íslenskan almenning út af Icesave. Ég deili hins vegar pirringi mínum með Þorvaldi út í íslenska auðmenn og ég krefst þess eins og hann að fá að vita hvort orðrómur um misferli eigi við rök að styðjast.En eitt er víst. Þjóð sem ber fyrir sig að annrri þjóð beri siðferðileg skylda til að greiða umfram skyldu skv. dómsúrskurði yrði að athlægi á alþjóðavettvangi.Í góðri trúÍ lok greinarinnar kemst Þorvaldur að þeirri niðurstöðu að viðskiptavinir hafi mögulega verið í góðri trú vegna yfirlýsinga íslenskra stjórnvalda um að þau myndu styðja bankana. Og þess vegna kynnu Bretar að líta svo á, að Íslendingum bæri siðferðileg skylda til að axla ábyrgð á Landsbankanum hvað sem lögin segi. Það er jákvætt að Þorvaldur telji að engin lög kveði á um slíka fásinnu. Þau gera það heldur ekki.Íslendingar geta heldur ekki verið að velta því fyrir sér hvað Bretum kynni að finnast um afstöðu okkar. Reyndar hafa Bretar sýnt það í gegnum tíðina að þeir virða réttarríkið þannig að ég hef efasemdir um að túlkun Þorvalds á tilfinningalífi þeirra eigi við rök að styðjast.Eins og ég hef vikið að fæ ég ekki á nokkurn hátt séð að Íslendingum beri lagaleg, hvað þá siðferðileg, skylda til að greiða Icesave-skuldbindingarnar að kröfu Breta og Hollendinga.Íslensk stjórnvöld gáfu í þrí- eða fjórgang misvísandi og óljósar yfirlýsingar til hollenskra og breskra yfirvalda. Engin þeirra getur bundið Íslendinga að þjóðarrétti, hvað þá velt úr gildi tilskipun ESB um innistæðutryggingar eða EES-samningnum.Höfundur er héraðsdómslögmaður og alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Þorvaldur Gylfason prófessor reynir í grein í Fréttablaðinu að svara ákalli Stefáns Más Stefánssonar lagaprófessors og Lárusar Blöndals hrl. um röksemdir fyrir því að Íslendingum beri lagaleg skylda til að borga Icesave-skuldbindingarnar. Þótt Þorvaldur svari þeirri spurningu ekki til fulls veltir hann því upp hvort okkur beri siðferðileg skylda til þess og þá einkum út frá sjónarhóli Breta. Sjónarmið FrakkaÞorvaldur telur skiljanlegt að þjóðir Evrópu telji að Íslendingum beri að greiða þessar skuldir og vitnar í orð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í DV máli sínu til stuðnings. Þar sagði Ingibjörg að ekki mætti leika vafi á að innistæður væru tryggðar því þá myndi skapast réttaróvissa. Þar með hefði innistæðueigandi á Spáni, í Frakklandi eða annars staðar fengið tilefni til að efast um tryggingar og tekið út spariféð sitt. Þessi röksemdarfærsla gengur ekki upp ef grannt er skoðað.Í fyrsta lagi er allskostar óvíst að allar þjóðir Evrópu telji að Íslendingum beri að greiða þessar skuldir. Fullyrðingar í aðra átt hafa komið fram og einfaldlega rangt að halda þessu fram. Í öðru lagi verða innistæður verða eftir sem áður tryggðar með því sem fyrir er í tryggingasjóðunum.Íslendingar hafa aldrei haldið öðru fram. Þá eru engar líkur á því að bankar muni af þessari ástæðu einni verða gjaldþrota. Og í þriðja lagi líta Frakkar sömu augum innistæðutryggingakerfið og Stefán Már og Lárus. Franski seðlabankinn hefur þegar lýst því yfir að engin ábyrgð sé á bak við franska banka önnur en ábyrgðin í innistæðutryggingasjóði landsins. Engin ríkisábyrgð sé þar á bak við. Þess ber að geta að bankastjóri franska seðlabankans sem gaf út þessa yfirlýsingu er núverandi bankastjóri Seðlabanka Evrópu.Orð skulu standaÍ greininni bendir Þorvaldur einnig á skýrslu Jakobs Möllers, hrl. þar sem fullyrt er að ítrekaðar yfirlýsingar íslenskra stjórnvalda bindi hendur þeirra; samningar séu því nauðsynlegir og dómstólaleiðin komi því ekki til álita. Þetta er vindhögg. Íslensk stjórnvöld gáfu í þrí- eða fjórgang misvísandi og óljósar yfirlýsingar til hollenskra og breskra yfirvalda. Engin þeirra getur bundið Íslendinga að þjóðarrétti, hvað þá velt úr gildi tilskipun ESB um innistæðutryggingar eða EES-samningnum. Þá geta yfirlýsingar framkvæmdavaldsins aldrei gengið framar þeirri skýru reglu stjórnarskrárinnar, að Alþingi eitt geti tekið ákvarðanir um fjárútlát úr ríkissjóði. Sambærilegar reglur eru í rétti allra vestrænna þjóða. Sjónarmið BretaÞorvaldur veltir upp þeirri spurningu hvort Bretar, með fulltingi annarra þjóða myndu falla frá kröfu sinni ef Íslendingum bæri ekki lagaskylda til að greiða Icesave-ábyrgðirnar og kemst að þeirri niðurstöðu að það sé ekki endilega svo, krafan yrði þá siðferðileg frekar en lagaleg. Þessi niðurstaða er afar furðuleg svo ekki sé meira sagt. Við þurfum væntanlega ekki fulltingi eins eða neins til að Bretar falli frá kröfu sinni. Slíkt liggur í hlutarins eðli.Vangaveltur um hvort siðferðilega hafi ranglega verið staðið að sölu Landsbankans og hvort Björgólfur eldri hafi eitt sinn fengið skilorðsbundinn dóm fyrir bókhaldsbrot, hvað þá hugsanleg tengsl Björgólfs yngri við rússneska auðkýfinga, hafa bara ekkert með það að gera hvort Bretar eigi siðferðilega kröfu á íslenskan almenning út af Icesave. Ég deili hins vegar pirringi mínum með Þorvaldi út í íslenska auðmenn og ég krefst þess eins og hann að fá að vita hvort orðrómur um misferli eigi við rök að styðjast.En eitt er víst. Þjóð sem ber fyrir sig að annrri þjóð beri siðferðileg skylda til að greiða umfram skyldu skv. dómsúrskurði yrði að athlægi á alþjóðavettvangi.Í góðri trúÍ lok greinarinnar kemst Þorvaldur að þeirri niðurstöðu að viðskiptavinir hafi mögulega verið í góðri trú vegna yfirlýsinga íslenskra stjórnvalda um að þau myndu styðja bankana. Og þess vegna kynnu Bretar að líta svo á, að Íslendingum bæri siðferðileg skylda til að axla ábyrgð á Landsbankanum hvað sem lögin segi. Það er jákvætt að Þorvaldur telji að engin lög kveði á um slíka fásinnu. Þau gera það heldur ekki.Íslendingar geta heldur ekki verið að velta því fyrir sér hvað Bretum kynni að finnast um afstöðu okkar. Reyndar hafa Bretar sýnt það í gegnum tíðina að þeir virða réttarríkið þannig að ég hef efasemdir um að túlkun Þorvalds á tilfinningalífi þeirra eigi við rök að styðjast.Eins og ég hef vikið að fæ ég ekki á nokkurn hátt séð að Íslendingum beri lagaleg, hvað þá siðferðileg, skylda til að greiða Icesave-skuldbindingarnar að kröfu Breta og Hollendinga.Íslensk stjórnvöld gáfu í þrí- eða fjórgang misvísandi og óljósar yfirlýsingar til hollenskra og breskra yfirvalda. Engin þeirra getur bundið Íslendinga að þjóðarrétti, hvað þá velt úr gildi tilskipun ESB um innistæðutryggingar eða EES-samningnum.Höfundur er héraðsdómslögmaður og alþingismaður.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun