Að hlúa að skólafólki Gyða Einarsdóttir skrifar 1. júlí 2009 02:00 Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi benti í grein í Fréttablaðinu 26. júní á það vandamál að drengir virðast sýna langskólanámi minni áhuga og fá síður skólavist í tveim vinsælustu framhaldsskólum landsins. Þetta er mál sem vissulega þarf að rannsaka betur og takast á við. Ég sé samt ekki í grein hennar hvernig hún leggur til að það sé gert. Á sama tíma og Þorbjörg Helga fjallar um að úrræði gagnvart einum hópi grunnskólabarna vanti er hún ásamt félögum sínum í borgarstjórn að draga úr útgjöldum til skóla Reykjavíkur, sem leiðir til þjónustuskerðingar allra barna. Hún dregur saman grein sína með þeim orðum að aðalatriðið sé að í samfélaginu og skólaumhverfinu séu í boði ólíkar leiðir fyrir alla. Leiðir að settu markmiði fyrir stúlkur mega ekki vera á kostnað drengja. Auðvitað er þetta satt og rétt en mig langar þó að staldra aðeins við þessi ummæli. Hvaða leiðir eru það sem farnar eru til handa stúlkum sem bitna á drengjum í íslenskum skólum? Ég veit ekki betur en að ekki sé gerður greinarmunur á nemendum eftir kyni við skipulagningu náms og kennslu og að nemendur sæki sömu kennslustundir hjá sömu kennurum. Rannsóknir sýna að kynferði kennara skipti ekki máli þegar kemur að gæðum menntunar, heldur hæfni kennarans, óháð kyni kennara eða þeirra nemenda sem hann kennir. Auk þess njóta drengir oft meiri athygli og tíma kennara en stúlkur. Úrræði kosta peninga. Þetta virðist hafa farið framhjá mörgum ráðamönnum sem koma nálægt málefnum grunnskóla. Starfsemi grunnskóla veltur mikið til á því starfsfólki sem þar starfar. Þegar ekki er hægt að greiða kennurum laun sem duga þeim til framfærslu (eins og nú er gert) er ekki heldur hægt að velja úr fólki. Niðurstaðan verður því alltaf sú að innan grunnskólanna er mikið af hæfu fólki en skólastjórnendur eru ekki í stöðu til að velja sér starfsfólk. Þegar peninga skortir er ekki hægt að veita einstaka nemendum þá þjónustu sem þeir þarfnast. Reykjavíkurborg hefur lengi sýnt vítavert metnaðarleysi þegar kemur að grunnskólum með því að sníða þeim svo þröngan stakk að starfsfólki þeirra hefur verið gert afar erfitt fyrir að sinna sínum störfum svo vel sé. Nú er enn verið að draga saman í því sem vísað er til á tyllidögum sem mikilvægustu grunnþjónustu samfélagsins. Ég skora á Þorbjörgu Helgu að sjá að sér og tala fyrir auknum úrræðum (peningum) til handa grunnskólunum (þar sem hún hefur augljósan áhuga á málefnum þeirra og nemenda, hvers kyns sem þeir eru) og hætta við að skerða fjárveitingar til þeirra. Áframhaldandi fjársvelti til grunnskólanna mun skerða jafnrétti allra íslenskra skólabarna til náms til lengri og skemmri tíma. Á sama tíma og Þorbjörg Helga fjallar um að úrræði gagnvart einum hópi grunnskólabarna vanti er hún ásamt félögum sínum í borgarstjórn að draga úr útgjöldum til skóla Reykjavíkur, sem leiðir til þjónustuskerðingar allra barna. Höfundur er háskólanemi og fyrrverandi kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi benti í grein í Fréttablaðinu 26. júní á það vandamál að drengir virðast sýna langskólanámi minni áhuga og fá síður skólavist í tveim vinsælustu framhaldsskólum landsins. Þetta er mál sem vissulega þarf að rannsaka betur og takast á við. Ég sé samt ekki í grein hennar hvernig hún leggur til að það sé gert. Á sama tíma og Þorbjörg Helga fjallar um að úrræði gagnvart einum hópi grunnskólabarna vanti er hún ásamt félögum sínum í borgarstjórn að draga úr útgjöldum til skóla Reykjavíkur, sem leiðir til þjónustuskerðingar allra barna. Hún dregur saman grein sína með þeim orðum að aðalatriðið sé að í samfélaginu og skólaumhverfinu séu í boði ólíkar leiðir fyrir alla. Leiðir að settu markmiði fyrir stúlkur mega ekki vera á kostnað drengja. Auðvitað er þetta satt og rétt en mig langar þó að staldra aðeins við þessi ummæli. Hvaða leiðir eru það sem farnar eru til handa stúlkum sem bitna á drengjum í íslenskum skólum? Ég veit ekki betur en að ekki sé gerður greinarmunur á nemendum eftir kyni við skipulagningu náms og kennslu og að nemendur sæki sömu kennslustundir hjá sömu kennurum. Rannsóknir sýna að kynferði kennara skipti ekki máli þegar kemur að gæðum menntunar, heldur hæfni kennarans, óháð kyni kennara eða þeirra nemenda sem hann kennir. Auk þess njóta drengir oft meiri athygli og tíma kennara en stúlkur. Úrræði kosta peninga. Þetta virðist hafa farið framhjá mörgum ráðamönnum sem koma nálægt málefnum grunnskóla. Starfsemi grunnskóla veltur mikið til á því starfsfólki sem þar starfar. Þegar ekki er hægt að greiða kennurum laun sem duga þeim til framfærslu (eins og nú er gert) er ekki heldur hægt að velja úr fólki. Niðurstaðan verður því alltaf sú að innan grunnskólanna er mikið af hæfu fólki en skólastjórnendur eru ekki í stöðu til að velja sér starfsfólk. Þegar peninga skortir er ekki hægt að veita einstaka nemendum þá þjónustu sem þeir þarfnast. Reykjavíkurborg hefur lengi sýnt vítavert metnaðarleysi þegar kemur að grunnskólum með því að sníða þeim svo þröngan stakk að starfsfólki þeirra hefur verið gert afar erfitt fyrir að sinna sínum störfum svo vel sé. Nú er enn verið að draga saman í því sem vísað er til á tyllidögum sem mikilvægustu grunnþjónustu samfélagsins. Ég skora á Þorbjörgu Helgu að sjá að sér og tala fyrir auknum úrræðum (peningum) til handa grunnskólunum (þar sem hún hefur augljósan áhuga á málefnum þeirra og nemenda, hvers kyns sem þeir eru) og hætta við að skerða fjárveitingar til þeirra. Áframhaldandi fjársvelti til grunnskólanna mun skerða jafnrétti allra íslenskra skólabarna til náms til lengri og skemmri tíma. Á sama tíma og Þorbjörg Helga fjallar um að úrræði gagnvart einum hópi grunnskólabarna vanti er hún ásamt félögum sínum í borgarstjórn að draga úr útgjöldum til skóla Reykjavíkur, sem leiðir til þjónustuskerðingar allra barna. Höfundur er háskólanemi og fyrrverandi kennari.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar