Að hlúa að skólafólki Gyða Einarsdóttir skrifar 1. júlí 2009 02:00 Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi benti í grein í Fréttablaðinu 26. júní á það vandamál að drengir virðast sýna langskólanámi minni áhuga og fá síður skólavist í tveim vinsælustu framhaldsskólum landsins. Þetta er mál sem vissulega þarf að rannsaka betur og takast á við. Ég sé samt ekki í grein hennar hvernig hún leggur til að það sé gert. Á sama tíma og Þorbjörg Helga fjallar um að úrræði gagnvart einum hópi grunnskólabarna vanti er hún ásamt félögum sínum í borgarstjórn að draga úr útgjöldum til skóla Reykjavíkur, sem leiðir til þjónustuskerðingar allra barna. Hún dregur saman grein sína með þeim orðum að aðalatriðið sé að í samfélaginu og skólaumhverfinu séu í boði ólíkar leiðir fyrir alla. Leiðir að settu markmiði fyrir stúlkur mega ekki vera á kostnað drengja. Auðvitað er þetta satt og rétt en mig langar þó að staldra aðeins við þessi ummæli. Hvaða leiðir eru það sem farnar eru til handa stúlkum sem bitna á drengjum í íslenskum skólum? Ég veit ekki betur en að ekki sé gerður greinarmunur á nemendum eftir kyni við skipulagningu náms og kennslu og að nemendur sæki sömu kennslustundir hjá sömu kennurum. Rannsóknir sýna að kynferði kennara skipti ekki máli þegar kemur að gæðum menntunar, heldur hæfni kennarans, óháð kyni kennara eða þeirra nemenda sem hann kennir. Auk þess njóta drengir oft meiri athygli og tíma kennara en stúlkur. Úrræði kosta peninga. Þetta virðist hafa farið framhjá mörgum ráðamönnum sem koma nálægt málefnum grunnskóla. Starfsemi grunnskóla veltur mikið til á því starfsfólki sem þar starfar. Þegar ekki er hægt að greiða kennurum laun sem duga þeim til framfærslu (eins og nú er gert) er ekki heldur hægt að velja úr fólki. Niðurstaðan verður því alltaf sú að innan grunnskólanna er mikið af hæfu fólki en skólastjórnendur eru ekki í stöðu til að velja sér starfsfólk. Þegar peninga skortir er ekki hægt að veita einstaka nemendum þá þjónustu sem þeir þarfnast. Reykjavíkurborg hefur lengi sýnt vítavert metnaðarleysi þegar kemur að grunnskólum með því að sníða þeim svo þröngan stakk að starfsfólki þeirra hefur verið gert afar erfitt fyrir að sinna sínum störfum svo vel sé. Nú er enn verið að draga saman í því sem vísað er til á tyllidögum sem mikilvægustu grunnþjónustu samfélagsins. Ég skora á Þorbjörgu Helgu að sjá að sér og tala fyrir auknum úrræðum (peningum) til handa grunnskólunum (þar sem hún hefur augljósan áhuga á málefnum þeirra og nemenda, hvers kyns sem þeir eru) og hætta við að skerða fjárveitingar til þeirra. Áframhaldandi fjársvelti til grunnskólanna mun skerða jafnrétti allra íslenskra skólabarna til náms til lengri og skemmri tíma. Á sama tíma og Þorbjörg Helga fjallar um að úrræði gagnvart einum hópi grunnskólabarna vanti er hún ásamt félögum sínum í borgarstjórn að draga úr útgjöldum til skóla Reykjavíkur, sem leiðir til þjónustuskerðingar allra barna. Höfundur er háskólanemi og fyrrverandi kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi benti í grein í Fréttablaðinu 26. júní á það vandamál að drengir virðast sýna langskólanámi minni áhuga og fá síður skólavist í tveim vinsælustu framhaldsskólum landsins. Þetta er mál sem vissulega þarf að rannsaka betur og takast á við. Ég sé samt ekki í grein hennar hvernig hún leggur til að það sé gert. Á sama tíma og Þorbjörg Helga fjallar um að úrræði gagnvart einum hópi grunnskólabarna vanti er hún ásamt félögum sínum í borgarstjórn að draga úr útgjöldum til skóla Reykjavíkur, sem leiðir til þjónustuskerðingar allra barna. Hún dregur saman grein sína með þeim orðum að aðalatriðið sé að í samfélaginu og skólaumhverfinu séu í boði ólíkar leiðir fyrir alla. Leiðir að settu markmiði fyrir stúlkur mega ekki vera á kostnað drengja. Auðvitað er þetta satt og rétt en mig langar þó að staldra aðeins við þessi ummæli. Hvaða leiðir eru það sem farnar eru til handa stúlkum sem bitna á drengjum í íslenskum skólum? Ég veit ekki betur en að ekki sé gerður greinarmunur á nemendum eftir kyni við skipulagningu náms og kennslu og að nemendur sæki sömu kennslustundir hjá sömu kennurum. Rannsóknir sýna að kynferði kennara skipti ekki máli þegar kemur að gæðum menntunar, heldur hæfni kennarans, óháð kyni kennara eða þeirra nemenda sem hann kennir. Auk þess njóta drengir oft meiri athygli og tíma kennara en stúlkur. Úrræði kosta peninga. Þetta virðist hafa farið framhjá mörgum ráðamönnum sem koma nálægt málefnum grunnskóla. Starfsemi grunnskóla veltur mikið til á því starfsfólki sem þar starfar. Þegar ekki er hægt að greiða kennurum laun sem duga þeim til framfærslu (eins og nú er gert) er ekki heldur hægt að velja úr fólki. Niðurstaðan verður því alltaf sú að innan grunnskólanna er mikið af hæfu fólki en skólastjórnendur eru ekki í stöðu til að velja sér starfsfólk. Þegar peninga skortir er ekki hægt að veita einstaka nemendum þá þjónustu sem þeir þarfnast. Reykjavíkurborg hefur lengi sýnt vítavert metnaðarleysi þegar kemur að grunnskólum með því að sníða þeim svo þröngan stakk að starfsfólki þeirra hefur verið gert afar erfitt fyrir að sinna sínum störfum svo vel sé. Nú er enn verið að draga saman í því sem vísað er til á tyllidögum sem mikilvægustu grunnþjónustu samfélagsins. Ég skora á Þorbjörgu Helgu að sjá að sér og tala fyrir auknum úrræðum (peningum) til handa grunnskólunum (þar sem hún hefur augljósan áhuga á málefnum þeirra og nemenda, hvers kyns sem þeir eru) og hætta við að skerða fjárveitingar til þeirra. Áframhaldandi fjársvelti til grunnskólanna mun skerða jafnrétti allra íslenskra skólabarna til náms til lengri og skemmri tíma. Á sama tíma og Þorbjörg Helga fjallar um að úrræði gagnvart einum hópi grunnskólabarna vanti er hún ásamt félögum sínum í borgarstjórn að draga úr útgjöldum til skóla Reykjavíkur, sem leiðir til þjónustuskerðingar allra barna. Höfundur er háskólanemi og fyrrverandi kennari.
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar