Samgöngubætur í höfuðborginni Jón Gunnarsson skrifar 1. júlí 2009 04:00 Þau fara fyrir lítið hin fögru fyrirheit vinstri stjórnarinnar. Stóryrtu fullyrðingarnar hefðu kannski betur verið ósagðar. Það færi sennilega best á því að verkstjóri ríkisstjórnarinnar hætti að berja höfðinu við steininn og viðurkenndi að verkefnið virðist vera þessari ríkisstjórn ofviða. Aðgerða- og samstöðuleysi ríkisstjórnarflokkanna er að verða þjóðinni dýrkeypt. Það er einföld skýring á vandræðunum, kosningaloforð þessara flokka ganga ekki upp. Þegar hefur þeim tekist að skapa mikið óvissuástand í öllu atvinnulífi með aðgerðaleysi sínu. Það er eins og ríkisstjórnin skilji það ekki að uppbygging öflugs atvinnulífs og útflutningsgreina er það sem skapa mun hér grunn fyrir lífvænlegt samfélag. Það óvissuástand sem þjóðin býr nú við er ekki boðlegt. Nú er komið að niðurskurðinum og þá skal tekið til hendinni og hætt við mannaflsfreku verkefnin í samgöngumálum. Einmitt þau verkefni sem við getum sett af stað og slegið á atvinnuleysið þar sem það er sárast, ekki síst hér á höfuðborgarsvæðinu. Frekari niðurskurður á þessum vettvangi gerir útaf við mörg fyrirtæki og leiðir til enn frekara atvinnuleysis. Fyrstu skref niðurskurðar í vegagerð vekja ugg. Búið er að fresta útboði vegna Arnarnesvegar í Kópavogi og heyrst hefur að nýjum nauðsynlegum vegi á Álftanes verði einnig frestað. Allt of lengi hafa íbúar höfuðborgarsvæðisins mátt búa við skarðan hlut þegar kemur að framlögum til samgöngubóta. Framlög ríkisins til stofnbrautaframkvæmda á höfuðborgarsvæðinu hafa að meðaltali numið um 25% af heildarfjárveitingu til vegagerðar á landinu öllu sl. 10 ár, þó um langt árabil hafi um 70% af tekjum ríkisins af umferð komið af höfuðborgarsvæðinu. Höfuðborgarbúar gera þá kröfu að sitja við sama borð og aðrir landsmenn þegar kemur að framkvæmdum í samgöngumannvirkjum. Standi ríkisstjórnin við kolvitlaus áform sín um niðurskurð í þessum málaflokki er krafa okkar skýr. Samgönguráðherra hafði á sínum tíma stór orð um að hann væri samgönguráðherra alls landsins. Nú þarf hann að standa við orð sín. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gunnarsson Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þau fara fyrir lítið hin fögru fyrirheit vinstri stjórnarinnar. Stóryrtu fullyrðingarnar hefðu kannski betur verið ósagðar. Það færi sennilega best á því að verkstjóri ríkisstjórnarinnar hætti að berja höfðinu við steininn og viðurkenndi að verkefnið virðist vera þessari ríkisstjórn ofviða. Aðgerða- og samstöðuleysi ríkisstjórnarflokkanna er að verða þjóðinni dýrkeypt. Það er einföld skýring á vandræðunum, kosningaloforð þessara flokka ganga ekki upp. Þegar hefur þeim tekist að skapa mikið óvissuástand í öllu atvinnulífi með aðgerðaleysi sínu. Það er eins og ríkisstjórnin skilji það ekki að uppbygging öflugs atvinnulífs og útflutningsgreina er það sem skapa mun hér grunn fyrir lífvænlegt samfélag. Það óvissuástand sem þjóðin býr nú við er ekki boðlegt. Nú er komið að niðurskurðinum og þá skal tekið til hendinni og hætt við mannaflsfreku verkefnin í samgöngumálum. Einmitt þau verkefni sem við getum sett af stað og slegið á atvinnuleysið þar sem það er sárast, ekki síst hér á höfuðborgarsvæðinu. Frekari niðurskurður á þessum vettvangi gerir útaf við mörg fyrirtæki og leiðir til enn frekara atvinnuleysis. Fyrstu skref niðurskurðar í vegagerð vekja ugg. Búið er að fresta útboði vegna Arnarnesvegar í Kópavogi og heyrst hefur að nýjum nauðsynlegum vegi á Álftanes verði einnig frestað. Allt of lengi hafa íbúar höfuðborgarsvæðisins mátt búa við skarðan hlut þegar kemur að framlögum til samgöngubóta. Framlög ríkisins til stofnbrautaframkvæmda á höfuðborgarsvæðinu hafa að meðaltali numið um 25% af heildarfjárveitingu til vegagerðar á landinu öllu sl. 10 ár, þó um langt árabil hafi um 70% af tekjum ríkisins af umferð komið af höfuðborgarsvæðinu. Höfuðborgarbúar gera þá kröfu að sitja við sama borð og aðrir landsmenn þegar kemur að framkvæmdum í samgöngumannvirkjum. Standi ríkisstjórnin við kolvitlaus áform sín um niðurskurð í þessum málaflokki er krafa okkar skýr. Samgönguráðherra hafði á sínum tíma stór orð um að hann væri samgönguráðherra alls landsins. Nú þarf hann að standa við orð sín. Höfundur er alþingismaður.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun