Sameinuðu þjóðirnar gegna lykilhlutverki 17. júlí 2009 06:00 Meðan umræðan um hina grænu sprota endurreisnarinnar dafnar í Bandaríkjunum syrtir enn í álinn annars staðar í heiminum, sérstaklega í þróunarlöndum. Í Bandaríkjunum var það bilun í fjármálakerfinu sem hratt efnahagskreppunni af stað. Í þróunarlöndunum er þessu öfugt farið: rýrnun í útflutningi, lægra verð, minni erlendar fjárfestingar og snarpur samdráttur á fjármagnsflæði hafa veikt efnahag þessara landa. Fyrir vikið þurfa nú jafnvel ríki með gott reglugerðakerfi að glíma við vandamál í fjármálakerfinu. Á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 23. júní um heimskreppuna og áhrif hennar á þróunarlönd var komist að sameiginlegri niðurstöðu um orsakir niðursveiflunnar og hvers vegna hún reynist þróunarlöndum svo skæð. Lögð voru drög að aðgerðum sem þarf að grípa til og stofnaður aðgerðahópur sem á að kanna mögulegar leiðir úr vandanum, með dyggri aðstoð nýstofnaðs hóps sérfræðinga.Skýrari greiningÞetta var merkileg niðurstaða. Með skýrari greiningu á kreppunni og mögulegum lausnum á henni er lagðar voru fram á fundi tuttugu stærstu iðnríkja heims, sýndu Sameinuðu þjóðirnar fram á að ákvarðanatakan þarf ekki að vera í höndum sjálfskipaðs hóps sem skortir pólitískt umboð og er að miklu leyti stýrt af þeim sem bera ábyrgð á kreppunni til að byrja með. Samkomulagið sýndi fram á gildi þess að takast heildrænt á við vandann til dæmis með því að spyrja lykilspurninga sem gæti verið óþægilegt fyrir stærri löndin að spyrja af pólitískum ástæðum og með því að benda á áhyggjuefni sem lúta að fátækustu ríkjunum, en mæta afgangi hjá þeim ríkari. Bandaríkin halda sér til hlésFyrirfram hefði maður búist við að Bandaríkin myndu taka að sér forystuhlutverkið, upptök kreppunnar voru jú þar. Það var bandaríska fjármálaráðuneytið (þar á meðal embættismenn sem eru nú í hópi efnahagsráðgjafa Obama) sem beitti sér fyrir óbeisluðum markaðsbúskap, sem endaði með því að kreppan í Bandaríkjunum átti greiða leið um heimsbyggðina. Þótt forysta Bandaríkjanna sé vissulega minni en maður hefði vonað og reyndar búist við í ljósi aðstæðna, var mörgum þátttakendum hreinlega létt yfir því að bandarísk stjórnvöld reyndu ekki að leggja stein í götu þess að komist var að almennri sátt, eins og búast hefði mátt við þegar Bush-stjórnin var við lýði.Maður hefði getað leyft sér að vona að Bandaríkin myndu bjóða háar fjárhæðir til saklausra fórnarlamba þeirrar stefnu sem þau hampa. Því var ekki fyrir að fara, Obama þurfti að grenja takmarkaða aukafjárveitingu fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn út úr Bandaríkjaþingi. En mörg þróunarlanda eru nýsloppin undan íþyngjandi skuldaklöfum og vilja ekki ganga í gegnum það aftur. Hin undirliggjandi skilaboð eru að þau vilja styrki, ekki lán. Iðnríkjafundurinn, sem leitaði til AGS til að sjá þróunarlöndum fyrir peningum sem þau þurftu á að halda, tók ekki nægilegt tillit til þess. Það var aftur á móti gert á ráðstefnu SÞ.Endurskipulag gjaldeyrisforðansViðkvæmasta málefnið sem rætt var á ráðstefnunni - of viðkvæmt til að vera rætt á iðnríkjafundinum - var endurbætur á gjaldeyrisforðakerfi heims. Gjaldeyrissöfnun grefur undan jafnvægi á alþjóðavísu og stuðlar að of lítilli alþjóðlegri eftirspurn, þar sem lönd færu að leggja þúsundir milljarða til hliðar í varúðarskyni ef snurða hleypur á þráðinn í alþjóðahagkerfinu. Það kemur ekki á óvart að Bandaríkin, sem hagnast mjög á að lána þróunarlöndum mikið fé á lágum vöxtum, höfðu lítinn áhuga á þessari umræðu. En hvort sem Bandaríkjunum líkar betur eða verr er dollarinn að láta undan sem varagjaldeyrisforði heims; eina spurningin er hvort við skiptum úr núverandi kerfi yfir í annað á glæfralegan eða skipulegan hátt. Þeir sem liggja á miklum varagjaldeyrisforða vita að það er ekki skynsamlegt að halda í dollarann: enginn eða lítill hagnaður og mikil hætta á verðbólgu eða gengisfalli, sem hvort tveggja myndi rýra raunvirði forðans. Á síðasta degi ráðstefnunnar höfðu Bandaríkin fyrirvara á því að þetta mál, sem snertir hag allrar heimsbyggðarinnar, væri svo mikið sem rætt á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Kínverjar aftur á móti ítrekuðu þá afstöðu sína að tímabært væri að skipuleggja nýtt alþjóðlegt gjaldeyrisforðakerfi. Þar sem ríkisgjaldmiðill getur aðeins orðið að varagjaldeyrisforða ef önnur ríki eru reiðubúin að nota hann sem slíkan, gæti tími dollarans verið liðinn. Frumkvæði SÞUmræðan um bankaleynd var táknræn fyrir muninn á iðnríkjafundinum og ráðstefnu SÞ, þar sem iðnríkin einblíndu á skattsvik en hjá SÞ var líka rætt um spillingu, en sumir sérfræðingar halda því fram að fátæk ríki tapi meira fé vegna spillingar en sem nemur erlendri aðstoð. Bandaríkin og önnur iðnríki keyrðu alþjóðavæðinguna áfram. Kreppan sýnir hins vegar að þeim hefur ekki tekist að koma taumhaldi á alþjóðavæðinguna. Ef alþjóðavæðingin á að gagnast öllum verður að ákveða hvernig eigi að stjórna henni á lýðræðislegan hátt með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Bæði gerendur og fórnarlömb mistaka þeirra verða að eiga þar hlut að máli. Þrátt fyrir sína galla eru Sameinuðu þjóðirnar eina stofnunin sem allur heimurinn á aðild að. Þessi ráðstefna, líkt og önnur á undan um fjármagn fyrir þróunarlönd, sýnir að Sameinuðu þjóðirnar verða að gegna lykilhlutverki í alþjóðlegri umræðu um endurbætur fjármála- og efnahagskerfisins.Höfundur er Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði og prófessor við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Meðan umræðan um hina grænu sprota endurreisnarinnar dafnar í Bandaríkjunum syrtir enn í álinn annars staðar í heiminum, sérstaklega í þróunarlöndum. Í Bandaríkjunum var það bilun í fjármálakerfinu sem hratt efnahagskreppunni af stað. Í þróunarlöndunum er þessu öfugt farið: rýrnun í útflutningi, lægra verð, minni erlendar fjárfestingar og snarpur samdráttur á fjármagnsflæði hafa veikt efnahag þessara landa. Fyrir vikið þurfa nú jafnvel ríki með gott reglugerðakerfi að glíma við vandamál í fjármálakerfinu. Á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 23. júní um heimskreppuna og áhrif hennar á þróunarlönd var komist að sameiginlegri niðurstöðu um orsakir niðursveiflunnar og hvers vegna hún reynist þróunarlöndum svo skæð. Lögð voru drög að aðgerðum sem þarf að grípa til og stofnaður aðgerðahópur sem á að kanna mögulegar leiðir úr vandanum, með dyggri aðstoð nýstofnaðs hóps sérfræðinga.Skýrari greiningÞetta var merkileg niðurstaða. Með skýrari greiningu á kreppunni og mögulegum lausnum á henni er lagðar voru fram á fundi tuttugu stærstu iðnríkja heims, sýndu Sameinuðu þjóðirnar fram á að ákvarðanatakan þarf ekki að vera í höndum sjálfskipaðs hóps sem skortir pólitískt umboð og er að miklu leyti stýrt af þeim sem bera ábyrgð á kreppunni til að byrja með. Samkomulagið sýndi fram á gildi þess að takast heildrænt á við vandann til dæmis með því að spyrja lykilspurninga sem gæti verið óþægilegt fyrir stærri löndin að spyrja af pólitískum ástæðum og með því að benda á áhyggjuefni sem lúta að fátækustu ríkjunum, en mæta afgangi hjá þeim ríkari. Bandaríkin halda sér til hlésFyrirfram hefði maður búist við að Bandaríkin myndu taka að sér forystuhlutverkið, upptök kreppunnar voru jú þar. Það var bandaríska fjármálaráðuneytið (þar á meðal embættismenn sem eru nú í hópi efnahagsráðgjafa Obama) sem beitti sér fyrir óbeisluðum markaðsbúskap, sem endaði með því að kreppan í Bandaríkjunum átti greiða leið um heimsbyggðina. Þótt forysta Bandaríkjanna sé vissulega minni en maður hefði vonað og reyndar búist við í ljósi aðstæðna, var mörgum þátttakendum hreinlega létt yfir því að bandarísk stjórnvöld reyndu ekki að leggja stein í götu þess að komist var að almennri sátt, eins og búast hefði mátt við þegar Bush-stjórnin var við lýði.Maður hefði getað leyft sér að vona að Bandaríkin myndu bjóða háar fjárhæðir til saklausra fórnarlamba þeirrar stefnu sem þau hampa. Því var ekki fyrir að fara, Obama þurfti að grenja takmarkaða aukafjárveitingu fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn út úr Bandaríkjaþingi. En mörg þróunarlanda eru nýsloppin undan íþyngjandi skuldaklöfum og vilja ekki ganga í gegnum það aftur. Hin undirliggjandi skilaboð eru að þau vilja styrki, ekki lán. Iðnríkjafundurinn, sem leitaði til AGS til að sjá þróunarlöndum fyrir peningum sem þau þurftu á að halda, tók ekki nægilegt tillit til þess. Það var aftur á móti gert á ráðstefnu SÞ.Endurskipulag gjaldeyrisforðansViðkvæmasta málefnið sem rætt var á ráðstefnunni - of viðkvæmt til að vera rætt á iðnríkjafundinum - var endurbætur á gjaldeyrisforðakerfi heims. Gjaldeyrissöfnun grefur undan jafnvægi á alþjóðavísu og stuðlar að of lítilli alþjóðlegri eftirspurn, þar sem lönd færu að leggja þúsundir milljarða til hliðar í varúðarskyni ef snurða hleypur á þráðinn í alþjóðahagkerfinu. Það kemur ekki á óvart að Bandaríkin, sem hagnast mjög á að lána þróunarlöndum mikið fé á lágum vöxtum, höfðu lítinn áhuga á þessari umræðu. En hvort sem Bandaríkjunum líkar betur eða verr er dollarinn að láta undan sem varagjaldeyrisforði heims; eina spurningin er hvort við skiptum úr núverandi kerfi yfir í annað á glæfralegan eða skipulegan hátt. Þeir sem liggja á miklum varagjaldeyrisforða vita að það er ekki skynsamlegt að halda í dollarann: enginn eða lítill hagnaður og mikil hætta á verðbólgu eða gengisfalli, sem hvort tveggja myndi rýra raunvirði forðans. Á síðasta degi ráðstefnunnar höfðu Bandaríkin fyrirvara á því að þetta mál, sem snertir hag allrar heimsbyggðarinnar, væri svo mikið sem rætt á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Kínverjar aftur á móti ítrekuðu þá afstöðu sína að tímabært væri að skipuleggja nýtt alþjóðlegt gjaldeyrisforðakerfi. Þar sem ríkisgjaldmiðill getur aðeins orðið að varagjaldeyrisforða ef önnur ríki eru reiðubúin að nota hann sem slíkan, gæti tími dollarans verið liðinn. Frumkvæði SÞUmræðan um bankaleynd var táknræn fyrir muninn á iðnríkjafundinum og ráðstefnu SÞ, þar sem iðnríkin einblíndu á skattsvik en hjá SÞ var líka rætt um spillingu, en sumir sérfræðingar halda því fram að fátæk ríki tapi meira fé vegna spillingar en sem nemur erlendri aðstoð. Bandaríkin og önnur iðnríki keyrðu alþjóðavæðinguna áfram. Kreppan sýnir hins vegar að þeim hefur ekki tekist að koma taumhaldi á alþjóðavæðinguna. Ef alþjóðavæðingin á að gagnast öllum verður að ákveða hvernig eigi að stjórna henni á lýðræðislegan hátt með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Bæði gerendur og fórnarlömb mistaka þeirra verða að eiga þar hlut að máli. Þrátt fyrir sína galla eru Sameinuðu þjóðirnar eina stofnunin sem allur heimurinn á aðild að. Þessi ráðstefna, líkt og önnur á undan um fjármagn fyrir þróunarlönd, sýnir að Sameinuðu þjóðirnar verða að gegna lykilhlutverki í alþjóðlegri umræðu um endurbætur fjármála- og efnahagskerfisins.Höfundur er Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði og prófessor við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum.
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar