Pistill: Icesave fyrir byrjendur Friðrik Indriðason skrifar: skrifar 12. júlí 2009 14:47 Mjög margir hafa röflað sig nær rænulausa í umræðunni um Icesave undanfarna daga. Mest snýst umræðan um einhverjar lagaflækjur sem hugsanleg geta firrt okkur ábyrgð í málinu. Því miður eru þær bara tálsýnir og draumar. Hópur Hollendinga ætlar nú réttilega í mál við íslenska ríkið vegna Icesave. Það sem meira er þeir ætla að reka málið fyrir íslenskum dómstól. Þetta er fólk sem átti meir en 100.000 evrur inn á reikningum sínum í útibúi Landsbankans í Hollandi. Aðrir hafa fengið sitt greitt upp í topp og hollensk, sem og bresk, hafa samið við Ísland um greiðslur upp að 20.000 evrum hjá öðrum kröfuhöfum. Lagarök fyrrgreindra Hollendinga fyrir héraðsdómi verða mjög skýr og byggja á þeirri jafnræðisreglu íslensku stjórnarskrárinnar að allir séu jafnir fyrir lögum. Það er að þegar neyðarlögin voru samþykkt s.l. haust og tryggðu öllum innistæðueigendum í Landsbankanum sitt fé upp í topp hlaut gjörningurinn að ná yfir öll útibú Landsbankans. Það er enginn vafi á því, lagalega séð, að rekstur Landsbankans á Icesave í Bretlandi og Hollandi var í engu frábrugðin rekstrinum á útibúi bankans á Akureyri. Það hefur margoft komið fram að bankastjórn Landsbankans var margbeðin, og raunar undir lokin „grátbeðin" um að breyta þessu. En þeir vildu heldur reyna að bjarga eigin skinni en þjóðarinnar. Ábyrgð ríkisins liggur í því að stjórnvöld lögðu ætíð blessun sína, bæði beint og óbeint, yfir Icesave og margítrekuðu að Icesave yrði aldrei vandamál fyrir almenning í Bretlandi og Hollandi. Samanber viðtöl og yfirlýsingar Geirs Haarde þáverandi forsætisráðherra, Ingibjargar Sólrúnar þáverandi utanríkisráðherra og Davíðs Oddssonar þáverandi seðlabankastjóra. Aulinn sem stjórnaði Fjármálaeftirlitinu á þessum tíma er svo sér á báti hvað ábyrgðina snertir. Það getur ekki verið að til sé dómari við héraðsdóm, eða þá hæstarétt, sem muni dæma gegn grundvallaratriði í stjórnarskrá landsins. Allar lagaflækjur í erlendum og innlendum gjörningum víkja fyrir ákvæðum stjórnarskrárinnar. Icesave-samningurinn er verulega slæmur fyrir þjóðarbúið. En ef við samþykkjum hann ekki og sviptum þannig héraðsdóm mögulegri útgönguleið í málssókn Hollendinganna erum við sennilega í dýpri skít en við ráðum við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Mjög margir hafa röflað sig nær rænulausa í umræðunni um Icesave undanfarna daga. Mest snýst umræðan um einhverjar lagaflækjur sem hugsanleg geta firrt okkur ábyrgð í málinu. Því miður eru þær bara tálsýnir og draumar. Hópur Hollendinga ætlar nú réttilega í mál við íslenska ríkið vegna Icesave. Það sem meira er þeir ætla að reka málið fyrir íslenskum dómstól. Þetta er fólk sem átti meir en 100.000 evrur inn á reikningum sínum í útibúi Landsbankans í Hollandi. Aðrir hafa fengið sitt greitt upp í topp og hollensk, sem og bresk, hafa samið við Ísland um greiðslur upp að 20.000 evrum hjá öðrum kröfuhöfum. Lagarök fyrrgreindra Hollendinga fyrir héraðsdómi verða mjög skýr og byggja á þeirri jafnræðisreglu íslensku stjórnarskrárinnar að allir séu jafnir fyrir lögum. Það er að þegar neyðarlögin voru samþykkt s.l. haust og tryggðu öllum innistæðueigendum í Landsbankanum sitt fé upp í topp hlaut gjörningurinn að ná yfir öll útibú Landsbankans. Það er enginn vafi á því, lagalega séð, að rekstur Landsbankans á Icesave í Bretlandi og Hollandi var í engu frábrugðin rekstrinum á útibúi bankans á Akureyri. Það hefur margoft komið fram að bankastjórn Landsbankans var margbeðin, og raunar undir lokin „grátbeðin" um að breyta þessu. En þeir vildu heldur reyna að bjarga eigin skinni en þjóðarinnar. Ábyrgð ríkisins liggur í því að stjórnvöld lögðu ætíð blessun sína, bæði beint og óbeint, yfir Icesave og margítrekuðu að Icesave yrði aldrei vandamál fyrir almenning í Bretlandi og Hollandi. Samanber viðtöl og yfirlýsingar Geirs Haarde þáverandi forsætisráðherra, Ingibjargar Sólrúnar þáverandi utanríkisráðherra og Davíðs Oddssonar þáverandi seðlabankastjóra. Aulinn sem stjórnaði Fjármálaeftirlitinu á þessum tíma er svo sér á báti hvað ábyrgðina snertir. Það getur ekki verið að til sé dómari við héraðsdóm, eða þá hæstarétt, sem muni dæma gegn grundvallaratriði í stjórnarskrá landsins. Allar lagaflækjur í erlendum og innlendum gjörningum víkja fyrir ákvæðum stjórnarskrárinnar. Icesave-samningurinn er verulega slæmur fyrir þjóðarbúið. En ef við samþykkjum hann ekki og sviptum þannig héraðsdóm mögulegri útgönguleið í málssókn Hollendinganna erum við sennilega í dýpri skít en við ráðum við.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun