Trúboð Samfylkingarinnar Rúna Hjaltested Guðmundsdóttir skrifar 2. júlí 2009 03:30 Okkur Íslendinga virðist skorta framsýni, þ.e. að geta séð afleiðingar ákvarðana sem teknar eru. Það eru gerð hver heimskupörin á fætur öðrum á öllum sviðum. Menn virðast ekkert vita hvað þeir eru að gera, hafa engar lausnir, engin svör - NEMA Samfylkingin. Öll þeirra svör eru eins og forrituð, allt verður betra með inngöngu í ESB. Efnahagsmálin batna, fiskveiðimálin, orkumálin, pólitíkin batnar, spillingin batnar, menn verða gáfaðri, klárari, betri - bara ef við göngum í ESB. Skítt með fórnirnar, auðlindir og fullveldi. Það hlýtur að vera allt til vinnandi að fá að vera hluti af alþjóðasamfélaginu - eins og eitt lítið tannhjól í stóru verki sem við komum aldrei til með að hafa nein áhrif á. Og af hverju ætti ESB að vilja okkur? Er það af því að við erum svo svakalega klár? Eða rosalegir fjármálasnillingar? Af því að svo lítil spilling ríkir hjá okkur? Eða af því að við erum svo rosalega langt á undan öðrum þjóðum á öllum sviðum? Hvað halda menn að það gæti verið? Líklegt þykir mér að ESB sjái sér hag í því að komast yfir auðlindir okkar. Einhvers staðar var ritað að næsta gullið í heiminum yrði vatnið - við eigum t.d. nóg af því. Ýmsir froðusnakkar Samfylkingarinnar, hafa haldið á lofti mikilvægi þess að hefja aðildarumræður við ESB Það byggist á því að ríkisstjórnarflokkarnir hafa engar lausnir, hvað þá getu til að ráða við hið hrikalega ástand sem við glímum við. Í hvert sinn sem fjölmiðlar hafa spurt Samfylkingarmenn, t.d. félagsmálaráðherra Árna Pál Árnason, hvernig bregðast skuli við ýmsum vandamálum í kjölfar kreppunnar er eins og ýtt sé á takka: „Þegar við hefjum aðildarviðræður við Evrópusambandið..."! Sama hvert málefnið er, svörin hefjast og enda alltaf á sömu setningunni. Svo eru sömu menn spurðir að því hvað Samfylkingin ætlar að taka til bragðs ef að þjóðin hafnaði aðild að ESB. Þá verða þeir alltaf jafnhvumsa - hafa engin svör. Í viðtali einu svaraði Árni Páll: „Við tökum bara á því þegar þar að kemur." Því getur maður ekki annað en velt því fyrir sér hvers konar fólk komist í ráðherrastöður? Hvaða hæfileika þurfa menn að hafa til að komast inn á þing eða í ráðherrastöðu? Ekki mjög mikla ef tekið er mið af því fólki sem núna er við völd. Við Íslendingar erum miklir einfeldningar, sér í lagi þegar kemur að samskiptum við erlenda aðila. Þá er eins og einhver undirlægjuháttur taki yfirhöndina og við viljum gera allt til að forða því að styggja útlendingana, jafnvel á kostnað þjóðarinnar. Sérstaklega virðist þetta eiga við um Samfylkinguna og eru mörg dæmi sem nefna má því til stuðnings. Nefna má dæmi um Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttir sem endasentist út um allt til að reyna að bjarga heiminum á meðan allt brann hér heima. Sú ætlaði nú aldeilis koma á friði, ekki bara á milli Ísraelsmanna og Palestínu, heldur í Afganistan líka. Í upphafi kreppunnar var hún að reyna að koma okkur inn í Öryggisráðið sem er hugsanlega toppurinn á sjálfsblekkingu stjórnvalda á „egoflippi". Þegar Ingibjörg var spurð af fréttamanni hvort henni fyndist ekki 300 milljónir króna sem eytt var í þessa kosningu of mikið, þá svaraði hún; „Við eignuðumst allavega fullt af vinum"! Er þetta ábyrgur ráðherra/stjórnmálamaður? Og hvar eru vinirnir núna, spyr ég? Höfundur er sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Sjá meira
Okkur Íslendinga virðist skorta framsýni, þ.e. að geta séð afleiðingar ákvarðana sem teknar eru. Það eru gerð hver heimskupörin á fætur öðrum á öllum sviðum. Menn virðast ekkert vita hvað þeir eru að gera, hafa engar lausnir, engin svör - NEMA Samfylkingin. Öll þeirra svör eru eins og forrituð, allt verður betra með inngöngu í ESB. Efnahagsmálin batna, fiskveiðimálin, orkumálin, pólitíkin batnar, spillingin batnar, menn verða gáfaðri, klárari, betri - bara ef við göngum í ESB. Skítt með fórnirnar, auðlindir og fullveldi. Það hlýtur að vera allt til vinnandi að fá að vera hluti af alþjóðasamfélaginu - eins og eitt lítið tannhjól í stóru verki sem við komum aldrei til með að hafa nein áhrif á. Og af hverju ætti ESB að vilja okkur? Er það af því að við erum svo svakalega klár? Eða rosalegir fjármálasnillingar? Af því að svo lítil spilling ríkir hjá okkur? Eða af því að við erum svo rosalega langt á undan öðrum þjóðum á öllum sviðum? Hvað halda menn að það gæti verið? Líklegt þykir mér að ESB sjái sér hag í því að komast yfir auðlindir okkar. Einhvers staðar var ritað að næsta gullið í heiminum yrði vatnið - við eigum t.d. nóg af því. Ýmsir froðusnakkar Samfylkingarinnar, hafa haldið á lofti mikilvægi þess að hefja aðildarumræður við ESB Það byggist á því að ríkisstjórnarflokkarnir hafa engar lausnir, hvað þá getu til að ráða við hið hrikalega ástand sem við glímum við. Í hvert sinn sem fjölmiðlar hafa spurt Samfylkingarmenn, t.d. félagsmálaráðherra Árna Pál Árnason, hvernig bregðast skuli við ýmsum vandamálum í kjölfar kreppunnar er eins og ýtt sé á takka: „Þegar við hefjum aðildarviðræður við Evrópusambandið..."! Sama hvert málefnið er, svörin hefjast og enda alltaf á sömu setningunni. Svo eru sömu menn spurðir að því hvað Samfylkingin ætlar að taka til bragðs ef að þjóðin hafnaði aðild að ESB. Þá verða þeir alltaf jafnhvumsa - hafa engin svör. Í viðtali einu svaraði Árni Páll: „Við tökum bara á því þegar þar að kemur." Því getur maður ekki annað en velt því fyrir sér hvers konar fólk komist í ráðherrastöður? Hvaða hæfileika þurfa menn að hafa til að komast inn á þing eða í ráðherrastöðu? Ekki mjög mikla ef tekið er mið af því fólki sem núna er við völd. Við Íslendingar erum miklir einfeldningar, sér í lagi þegar kemur að samskiptum við erlenda aðila. Þá er eins og einhver undirlægjuháttur taki yfirhöndina og við viljum gera allt til að forða því að styggja útlendingana, jafnvel á kostnað þjóðarinnar. Sérstaklega virðist þetta eiga við um Samfylkinguna og eru mörg dæmi sem nefna má því til stuðnings. Nefna má dæmi um Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttir sem endasentist út um allt til að reyna að bjarga heiminum á meðan allt brann hér heima. Sú ætlaði nú aldeilis koma á friði, ekki bara á milli Ísraelsmanna og Palestínu, heldur í Afganistan líka. Í upphafi kreppunnar var hún að reyna að koma okkur inn í Öryggisráðið sem er hugsanlega toppurinn á sjálfsblekkingu stjórnvalda á „egoflippi". Þegar Ingibjörg var spurð af fréttamanni hvort henni fyndist ekki 300 milljónir króna sem eytt var í þessa kosningu of mikið, þá svaraði hún; „Við eignuðumst allavega fullt af vinum"! Er þetta ábyrgur ráðherra/stjórnmálamaður? Og hvar eru vinirnir núna, spyr ég? Höfundur er sagnfræðingur.
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar