Við þurfum sóknaráætlun Þorkell Sigurlaugsson skrifar 8. júlí 2009 05:30 Íslendingar þurfa að sækja fram með nýja atvinnustefnu og sóknaráætlun sem byggir á raunverulegum verðmætum og styrk þjóðarinnar. Við munum ekki vinna okkur út úr erfiðleikunum með skattahækkunum, lágum launum, niðurskurði og háum vöxtum. Ef það verða einu aðgerðir stjórnvalda munum við sökkva dýpra í skuldafenið og verða um langt árabil í hópi fátækustu og einangruðustu ríkja heims. Það eru ekki ný sannindi að okkar framtíð og hagsæld mun byggja á framtaki einstaklinga og þeim verðmætum sem þeir geta skapað fyrir þjóðarbúið. Jón Sigurðsson forseti sagði í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar á 19. öld: Það þarf annað en hjalið tómt til að hrinda Íslandi á fætur aftur! Það þarf atorku og ráðdeild og framsýni og þollyndi! Það þarf meira en fárra manna afl! Það þarf afl og dug heillar þjóðar! Við erum í svipuðum sporum núna. Sjálfstæðisbarátta okkar snýst um fjárhagslegt sjálfstæði og að tryggja eðlileg samskipti og viðskipti við aðrar þjóðir. Sú sjálfstæðisbarátta vinnst ekki við ríkisstjórnarborðið eða með því að gera öll meginfyrirtæki landsmanna að ríkisfyrirtækjum. Sú barátta vinnst eingöngu ef sérhver einstaklingur leggur sitt af mörkum og þjóðin öll stendur saman í endurreisn, nýsköpun og sóknarstefnu í atvinnumálum. Það þarf að auka þjóðartekjurnar, auka atvinnu og skapa sterka ímynd fyrir Ísland. Þannig vinnum við okkur út úr vandanum. Núverandi ríkisstjórn, bankakerfið og allt of mörg fyrirtæki og einstaklingar eru of upptekin af vandamálum líðandi stundar. Ísland er einstakt land með gífurleg tækifæri, en það þarf að nýta þau betur: Matvælaiðnaður, ferðaþjónusta, heilbrigðisþjónusta, menntamál, nýting sjálfbærra orkulinda, hátækniiðnaður, menningar- og listastarfsemi og ýmsar skapandi greinar eru dæmi um okkar tækifæri. Hugmyndir um heilbrigðisþjónustu fyrir útlendinga og nýtingu orkuvera fyrir ofurtölvur og netþjónabú, lífrænt ræktuð matvæli í raflýstum gróðurhúsum og rafmagnsbílavæðingu landsins eru dæmi um fjölmargar góðar hugmyndir. Við eigum að leggja áherslu á umhverfisvernd og sjálfbærni og sýna öllum heiminum hvað við getum gert og erum að gera. Við getum orðið öðrum fyrirmynd á fjölmörgum sviðum. Þá þarf þessi liðlega 300.000 manna þjóð ekki að kvíða framtíðinni. Stjórnvöld og forystumenn í atvinnulífinu verða strax að hefja endurreisn atvinnulífsins og sókn í atvinnumálum. Til þess þarf leiðtoga í stjórnmálum og atvinnurekstri, en ekki bara verkstjóra og embættismenn sem sitja í skilanefndum og öðrum nefndum og stefnumótunarhópum. Það er kominn tími til sóknar og aðgerða sem byggja á tækifærum og framtíðarsýn okkar Íslendinga. Nú þarf atorku, ráðdeild, framsýni og þollyndi. Nú dugar ekki lengur hjalið tómt og bölsýni. Þjóðin bíður eftir aðgerðum. Sú bið má ekki vera mikið lengri ef ekki á illa að fara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar þurfa að sækja fram með nýja atvinnustefnu og sóknaráætlun sem byggir á raunverulegum verðmætum og styrk þjóðarinnar. Við munum ekki vinna okkur út úr erfiðleikunum með skattahækkunum, lágum launum, niðurskurði og háum vöxtum. Ef það verða einu aðgerðir stjórnvalda munum við sökkva dýpra í skuldafenið og verða um langt árabil í hópi fátækustu og einangruðustu ríkja heims. Það eru ekki ný sannindi að okkar framtíð og hagsæld mun byggja á framtaki einstaklinga og þeim verðmætum sem þeir geta skapað fyrir þjóðarbúið. Jón Sigurðsson forseti sagði í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar á 19. öld: Það þarf annað en hjalið tómt til að hrinda Íslandi á fætur aftur! Það þarf atorku og ráðdeild og framsýni og þollyndi! Það þarf meira en fárra manna afl! Það þarf afl og dug heillar þjóðar! Við erum í svipuðum sporum núna. Sjálfstæðisbarátta okkar snýst um fjárhagslegt sjálfstæði og að tryggja eðlileg samskipti og viðskipti við aðrar þjóðir. Sú sjálfstæðisbarátta vinnst ekki við ríkisstjórnarborðið eða með því að gera öll meginfyrirtæki landsmanna að ríkisfyrirtækjum. Sú barátta vinnst eingöngu ef sérhver einstaklingur leggur sitt af mörkum og þjóðin öll stendur saman í endurreisn, nýsköpun og sóknarstefnu í atvinnumálum. Það þarf að auka þjóðartekjurnar, auka atvinnu og skapa sterka ímynd fyrir Ísland. Þannig vinnum við okkur út úr vandanum. Núverandi ríkisstjórn, bankakerfið og allt of mörg fyrirtæki og einstaklingar eru of upptekin af vandamálum líðandi stundar. Ísland er einstakt land með gífurleg tækifæri, en það þarf að nýta þau betur: Matvælaiðnaður, ferðaþjónusta, heilbrigðisþjónusta, menntamál, nýting sjálfbærra orkulinda, hátækniiðnaður, menningar- og listastarfsemi og ýmsar skapandi greinar eru dæmi um okkar tækifæri. Hugmyndir um heilbrigðisþjónustu fyrir útlendinga og nýtingu orkuvera fyrir ofurtölvur og netþjónabú, lífrænt ræktuð matvæli í raflýstum gróðurhúsum og rafmagnsbílavæðingu landsins eru dæmi um fjölmargar góðar hugmyndir. Við eigum að leggja áherslu á umhverfisvernd og sjálfbærni og sýna öllum heiminum hvað við getum gert og erum að gera. Við getum orðið öðrum fyrirmynd á fjölmörgum sviðum. Þá þarf þessi liðlega 300.000 manna þjóð ekki að kvíða framtíðinni. Stjórnvöld og forystumenn í atvinnulífinu verða strax að hefja endurreisn atvinnulífsins og sókn í atvinnumálum. Til þess þarf leiðtoga í stjórnmálum og atvinnurekstri, en ekki bara verkstjóra og embættismenn sem sitja í skilanefndum og öðrum nefndum og stefnumótunarhópum. Það er kominn tími til sóknar og aðgerða sem byggja á tækifærum og framtíðarsýn okkar Íslendinga. Nú þarf atorku, ráðdeild, framsýni og þollyndi. Nú dugar ekki lengur hjalið tómt og bölsýni. Þjóðin bíður eftir aðgerðum. Sú bið má ekki vera mikið lengri ef ekki á illa að fara.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun