Gleðilega þjóðhátíð Elliði Vignisson skrifar 31. júlí 2009 06:00 Í dag hefst þjóðhátíð Vestmannaeyja. Með sanni má segja að setning hennar marki upphafið á þriggja sólarhringa gleði þar sem Eyjamenn og gestir kristalla eðli Vestmannaeyja og þá orku sem í samfélaginu býr. Hátíðin hefur allt frá 1874 gefið Eyjamönnum einstakt tækifæri til að sýna þann kjarna sem er í samfélaginu. Eyjamenn eru kröftugir og miklir gleðimenn og þjóðhátíð er þeirra hátíð þar sem öllum er boðið að vera með. Í aðdraganda þjóðhátíðar leggjast Eyjamenn allir á eitt og er undirbúningur borinn uppi af sjálfboðaliðum sem gefa vinnu sína með glöðu geði svo hátíðin geti orðið að veruleika. Í raun er samfélagið allt ábyrgt fyrir þjóðhátíðinni og stemningin mögnuð upp allt árið. Í skólum og á vinnustöðum er gjarnan hengt upp dagatal um miðjan vetur þar sem taldir eru niður dagarnir í þjóðhátíð. Þjóðhátíð er enda tvímælalaust hápunktur Eyjalífsins. Eyjamenn eru gestum sínum þakklátir fyrir þá virðingu sem hefðum og hátíð Eyjanna er sýnd. Í raun erum við Eyjamenn alltaf jafn snortnir yfir því hversu tilbúnir þjóðhátíðargestir eru til að koma og taka þátt í þessari hátíð á forsendum okkar og upplifa menningu eyjanna með sín hvítu tjöld, reyktan lunda, gítarspil, brennu og flugeldasýningu, af prúðmennsku. Það eina sem stundum hefur angrað okkur eru fréttir af því að örfáir hafi þurft að gista fangageymslur vegna ölvunar eða smávægilegra pústra. Fréttin er einmitt frekar sú að 10 til 12.000 manns skemmti sér hér konunglega án þess að lögreglan þurfi að hafa af þeim afskipti. Það er til marks um styrk þjóðhátíðar að allar aðrar bæjarhátíðir á landinu reyna með einum eða öðrum hætti að líkja eftir þjóðhátíð og er það vel. Eftirlíkingar komast þó aldrei nærri fyrirmyndinni enda umgjörð Herjólfsdals, rómantík Eyjanna og litafegurð mannlífsins algerlega einstök. Höfuðáhersla er ætíð lögð á öryggi gesta. Markmiðið er að á hverju ári fari gestir sem hingað koma til baka með jákvæðar minningar um Vestmannaeyjar og aukinn skilning á því sérstaka samfélagi sem hér er. Vestmannaeyjabær mun gera allt sem í hans valdi stendur til að gera dvöl gesta ánægjulega og standa við bakið á þjóðhátíðarnefnd í því að gera öllum kleift að fanga hátíðarandann og skemmta sér vel. Fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar býð ég gesti velkomna á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Gleðilega Þjóðhátíð. Höfundur er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elliði Vignisson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Gleðilegt 2007! Reynir Böðvarsson Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Í dag hefst þjóðhátíð Vestmannaeyja. Með sanni má segja að setning hennar marki upphafið á þriggja sólarhringa gleði þar sem Eyjamenn og gestir kristalla eðli Vestmannaeyja og þá orku sem í samfélaginu býr. Hátíðin hefur allt frá 1874 gefið Eyjamönnum einstakt tækifæri til að sýna þann kjarna sem er í samfélaginu. Eyjamenn eru kröftugir og miklir gleðimenn og þjóðhátíð er þeirra hátíð þar sem öllum er boðið að vera með. Í aðdraganda þjóðhátíðar leggjast Eyjamenn allir á eitt og er undirbúningur borinn uppi af sjálfboðaliðum sem gefa vinnu sína með glöðu geði svo hátíðin geti orðið að veruleika. Í raun er samfélagið allt ábyrgt fyrir þjóðhátíðinni og stemningin mögnuð upp allt árið. Í skólum og á vinnustöðum er gjarnan hengt upp dagatal um miðjan vetur þar sem taldir eru niður dagarnir í þjóðhátíð. Þjóðhátíð er enda tvímælalaust hápunktur Eyjalífsins. Eyjamenn eru gestum sínum þakklátir fyrir þá virðingu sem hefðum og hátíð Eyjanna er sýnd. Í raun erum við Eyjamenn alltaf jafn snortnir yfir því hversu tilbúnir þjóðhátíðargestir eru til að koma og taka þátt í þessari hátíð á forsendum okkar og upplifa menningu eyjanna með sín hvítu tjöld, reyktan lunda, gítarspil, brennu og flugeldasýningu, af prúðmennsku. Það eina sem stundum hefur angrað okkur eru fréttir af því að örfáir hafi þurft að gista fangageymslur vegna ölvunar eða smávægilegra pústra. Fréttin er einmitt frekar sú að 10 til 12.000 manns skemmti sér hér konunglega án þess að lögreglan þurfi að hafa af þeim afskipti. Það er til marks um styrk þjóðhátíðar að allar aðrar bæjarhátíðir á landinu reyna með einum eða öðrum hætti að líkja eftir þjóðhátíð og er það vel. Eftirlíkingar komast þó aldrei nærri fyrirmyndinni enda umgjörð Herjólfsdals, rómantík Eyjanna og litafegurð mannlífsins algerlega einstök. Höfuðáhersla er ætíð lögð á öryggi gesta. Markmiðið er að á hverju ári fari gestir sem hingað koma til baka með jákvæðar minningar um Vestmannaeyjar og aukinn skilning á því sérstaka samfélagi sem hér er. Vestmannaeyjabær mun gera allt sem í hans valdi stendur til að gera dvöl gesta ánægjulega og standa við bakið á þjóðhátíðarnefnd í því að gera öllum kleift að fanga hátíðarandann og skemmta sér vel. Fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar býð ég gesti velkomna á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Gleðilega Þjóðhátíð. Höfundur er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar