Treystum vináttubönd við Frakka 14. júlí 2009 06:00 Hún er bæði römm og forn, vinataugin sem tengir saman Íslendinga og Frakka. Sagan segir að Sæmundur fróði hafi numið þar í landi á sínum tíma. Hingað reru Íslandssjómenn frá Norður-Frakklandi öldum saman, sóttu auð í greipar hafsins og hlýju í faðm íbúanna. Hingað kom landkönnuðurinn og heimskautafarinn Jean-Baptiste Charcot árum saman á fyrri hluta 20. aldarinnar, til rannsókna og fyrirlestrahalds, og alla síðustu öld var hvers kyns samstarf í miklum blóma, einkum á sviði lista, menningar og vísinda. Fjölmörg nýleg sannindamerki eru um það hve mikið Frakkar leggja upp úr því að rækta vináttuna við okkur Íslendinga. Þrjú dæmi frá undanförum árum mætti nefna. Í fyrsta lagi menningarhátíðina Pourquoi pas? þar sem Risessan eftirminnilega og fjölmargir aðrir þarlendir gestir sóttu okkur heim og sýndu okkur snilli sína. Í öðru lagi skilvirka og vinsamlega heimsókn flugsveitar franska flughersins í fyrrasumar sem sá um eftirlit í lofthelgi okkar um skeið. Og í þriðja lagi sýndu frönsk yfirvöld okkur afar mikinn skilning þegar efnahagskreppan skall á hér í haust og gerðu sitt til að greiða götu okkar, en Frakkar voru þá í forystu í ESB. Með ráðningu Evu Joly erum við loks farin að nýta okkur þessi vináttubönd við Frakka betur, og þó fyrr hefði verið, en í ljósi ýmissa fleiri mála (Íraksmálsins til dæmis) væri okkur ef til vill hollara og heilladrýgra að hlusta á, starfa meira með og læra af þessari fornu og traustu vinaþjóð okkar. Rækta vináttuna við þá, báðum þjóðum til hagsbóta. Þetta er verðugt umhugsunarefni í dag, þegar nákvæmlega tvö hundruð og tuttugu ár eru liðin frá því Frakkar hristu af sér hlekki óréttlætis og kúgunar þáverandi þjóðskipulags. Gætum við ef til vill eitthvað lært af því? Höfundur er forseti Alliance française í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Hún er bæði römm og forn, vinataugin sem tengir saman Íslendinga og Frakka. Sagan segir að Sæmundur fróði hafi numið þar í landi á sínum tíma. Hingað reru Íslandssjómenn frá Norður-Frakklandi öldum saman, sóttu auð í greipar hafsins og hlýju í faðm íbúanna. Hingað kom landkönnuðurinn og heimskautafarinn Jean-Baptiste Charcot árum saman á fyrri hluta 20. aldarinnar, til rannsókna og fyrirlestrahalds, og alla síðustu öld var hvers kyns samstarf í miklum blóma, einkum á sviði lista, menningar og vísinda. Fjölmörg nýleg sannindamerki eru um það hve mikið Frakkar leggja upp úr því að rækta vináttuna við okkur Íslendinga. Þrjú dæmi frá undanförum árum mætti nefna. Í fyrsta lagi menningarhátíðina Pourquoi pas? þar sem Risessan eftirminnilega og fjölmargir aðrir þarlendir gestir sóttu okkur heim og sýndu okkur snilli sína. Í öðru lagi skilvirka og vinsamlega heimsókn flugsveitar franska flughersins í fyrrasumar sem sá um eftirlit í lofthelgi okkar um skeið. Og í þriðja lagi sýndu frönsk yfirvöld okkur afar mikinn skilning þegar efnahagskreppan skall á hér í haust og gerðu sitt til að greiða götu okkar, en Frakkar voru þá í forystu í ESB. Með ráðningu Evu Joly erum við loks farin að nýta okkur þessi vináttubönd við Frakka betur, og þó fyrr hefði verið, en í ljósi ýmissa fleiri mála (Íraksmálsins til dæmis) væri okkur ef til vill hollara og heilladrýgra að hlusta á, starfa meira með og læra af þessari fornu og traustu vinaþjóð okkar. Rækta vináttuna við þá, báðum þjóðum til hagsbóta. Þetta er verðugt umhugsunarefni í dag, þegar nákvæmlega tvö hundruð og tuttugu ár eru liðin frá því Frakkar hristu af sér hlekki óréttlætis og kúgunar þáverandi þjóðskipulags. Gætum við ef til vill eitthvað lært af því? Höfundur er forseti Alliance française í Reykjavík.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun