Treystum vináttubönd við Frakka 14. júlí 2009 06:00 Hún er bæði römm og forn, vinataugin sem tengir saman Íslendinga og Frakka. Sagan segir að Sæmundur fróði hafi numið þar í landi á sínum tíma. Hingað reru Íslandssjómenn frá Norður-Frakklandi öldum saman, sóttu auð í greipar hafsins og hlýju í faðm íbúanna. Hingað kom landkönnuðurinn og heimskautafarinn Jean-Baptiste Charcot árum saman á fyrri hluta 20. aldarinnar, til rannsókna og fyrirlestrahalds, og alla síðustu öld var hvers kyns samstarf í miklum blóma, einkum á sviði lista, menningar og vísinda. Fjölmörg nýleg sannindamerki eru um það hve mikið Frakkar leggja upp úr því að rækta vináttuna við okkur Íslendinga. Þrjú dæmi frá undanförum árum mætti nefna. Í fyrsta lagi menningarhátíðina Pourquoi pas? þar sem Risessan eftirminnilega og fjölmargir aðrir þarlendir gestir sóttu okkur heim og sýndu okkur snilli sína. Í öðru lagi skilvirka og vinsamlega heimsókn flugsveitar franska flughersins í fyrrasumar sem sá um eftirlit í lofthelgi okkar um skeið. Og í þriðja lagi sýndu frönsk yfirvöld okkur afar mikinn skilning þegar efnahagskreppan skall á hér í haust og gerðu sitt til að greiða götu okkar, en Frakkar voru þá í forystu í ESB. Með ráðningu Evu Joly erum við loks farin að nýta okkur þessi vináttubönd við Frakka betur, og þó fyrr hefði verið, en í ljósi ýmissa fleiri mála (Íraksmálsins til dæmis) væri okkur ef til vill hollara og heilladrýgra að hlusta á, starfa meira með og læra af þessari fornu og traustu vinaþjóð okkar. Rækta vináttuna við þá, báðum þjóðum til hagsbóta. Þetta er verðugt umhugsunarefni í dag, þegar nákvæmlega tvö hundruð og tuttugu ár eru liðin frá því Frakkar hristu af sér hlekki óréttlætis og kúgunar þáverandi þjóðskipulags. Gætum við ef til vill eitthvað lært af því? Höfundur er forseti Alliance française í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Hún er bæði römm og forn, vinataugin sem tengir saman Íslendinga og Frakka. Sagan segir að Sæmundur fróði hafi numið þar í landi á sínum tíma. Hingað reru Íslandssjómenn frá Norður-Frakklandi öldum saman, sóttu auð í greipar hafsins og hlýju í faðm íbúanna. Hingað kom landkönnuðurinn og heimskautafarinn Jean-Baptiste Charcot árum saman á fyrri hluta 20. aldarinnar, til rannsókna og fyrirlestrahalds, og alla síðustu öld var hvers kyns samstarf í miklum blóma, einkum á sviði lista, menningar og vísinda. Fjölmörg nýleg sannindamerki eru um það hve mikið Frakkar leggja upp úr því að rækta vináttuna við okkur Íslendinga. Þrjú dæmi frá undanförum árum mætti nefna. Í fyrsta lagi menningarhátíðina Pourquoi pas? þar sem Risessan eftirminnilega og fjölmargir aðrir þarlendir gestir sóttu okkur heim og sýndu okkur snilli sína. Í öðru lagi skilvirka og vinsamlega heimsókn flugsveitar franska flughersins í fyrrasumar sem sá um eftirlit í lofthelgi okkar um skeið. Og í þriðja lagi sýndu frönsk yfirvöld okkur afar mikinn skilning þegar efnahagskreppan skall á hér í haust og gerðu sitt til að greiða götu okkar, en Frakkar voru þá í forystu í ESB. Með ráðningu Evu Joly erum við loks farin að nýta okkur þessi vináttubönd við Frakka betur, og þó fyrr hefði verið, en í ljósi ýmissa fleiri mála (Íraksmálsins til dæmis) væri okkur ef til vill hollara og heilladrýgra að hlusta á, starfa meira með og læra af þessari fornu og traustu vinaþjóð okkar. Rækta vináttuna við þá, báðum þjóðum til hagsbóta. Þetta er verðugt umhugsunarefni í dag, þegar nákvæmlega tvö hundruð og tuttugu ár eru liðin frá því Frakkar hristu af sér hlekki óréttlætis og kúgunar þáverandi þjóðskipulags. Gætum við ef til vill eitthvað lært af því? Höfundur er forseti Alliance française í Reykjavík.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar