Fjórða skilanefndin Oddný Sturludóttir skrifar 6. júlí 2009 06:00 Það hefur verið undarleg upplifun að fylgjast með Alþingi síðustu vikur. Öllum þingheimi ætti að vera ljóst að staða Íslands í alþjóðasamfélaginu er viðkvæm, fjárhagsstaða íslenska ríkisins veik og þjóðin skekin eftir erfiðan vetur og óvissu um framtíðina. Frá upphafi samskipta Íslendinga við Breta og Hollendinga vegna Icesave-málsins var gengið út frá því að við ábyrgðumst lágmarkstryggingar innstæðna eins og lög og reglur á EES-svæðinu og tilskipun ESB gera ráð fyrir. Með því eru Íslendingar ekki að taka á sig meiri byrðar en skylt er. Fjárhæðirnar sem um ræðir eru sannarlega háar og okkur þykir blóðugt að þurfa að greiða þær, en það virðist því miður óumflýjanlegt. Hið jákvæða er þó að samningurinn er þess eðlis að sjö ár eru til fyrstu greiðslu og vextir umtalsvert lægri en líkur stóðu til miðað við gang samningaviðræðna framan af. Samninginn má endurskoða og endurfjármagna og þó að óvissa sé til staðar eru góðar líkur á því að eignasafn Landsbankans gangi upp í skuldir.Samskipti þjóða Það má sannarlega bölva og ragna örlögum Íslendinga. En ímyndum okkur að hollenskur banki hefði opnað útibú á Íslandi, rakað saman fjármunum frá íbúum, sveitarfélögum, góðgerðarsamtökum og allra handa stofnunum. Ímyndum okkur svo að útibúinu væri lokað og yfirlýsingar bærust frá hollenskum stjórnvöldum að þau ætluðu sér ekki að greiða erlendar skuldir óreiðumanna. Við Íslendingar hefðum gengið af göflunum og aldrei látið það yfir okkur ganga. Í alþjóðasamfélaginu gilda lög og reglur. Eftir þeim verður að fara ætli þjóðir að eiga samskipti við aðrar þjóðir á komandi árum. Enginn er eyland og engin þjóð þraukar vinalaus svo árum skiptir, án viðskipta við útlönd, án þess að njóta trausts á erlendum mörkuðum. Við fengum að kynnast því á afar harkalegan hátt síðasta haust að vini áttum við fáa. Nú um mundir kraumar óánægjan vegna hruns bankanna, ábyrgða vegna Icesave, sparnaðar sem glataðist, atvinnuleysis, gengissveiflna og ótal margs annars. Það eru eðlilegar tilfinningar. Á hinn bóginn er slíkt andrúmsloft kjörlendi fyrir vinsældakeppni og ábyrgðarlaust tal sem elur á ótta og óánægju. Margt hefur verið tínt til í umræðu síðastliðna mánuði og ber þar hæst dómstólaleiðina sem lá ljóst fyrir í nóvember að væri ófær. Viðsemjendur okkar voru okkur ósammála og samkvæmt þjóðarrétti er ekki hægt að skikka þjóð til að mæta fyrir alþjóðlegum dómstóli í máli sem þessu. En það voru ekki bara Bretar og Hollendingar sem voru okkur ósammála; fylgjendur áttum við enga og samkvæmt gögnum sem leynd hefur nú verið létt af er ljóst að frænd- og vinaþjóðir okkar á Norðurlöndunum hefðu aldrei veitt okkur nauðsynleg lán, ef ekki hefði samist um Icesave. Margir tala um að við hefðum getað náð betri samningi, erfitt er um slíkt að spá. En ekki svo erfitt var að spá fyrir um pólitískar afleiðingar þess að semja ekki sem fyrst, byggja upp traust á Íslandi á erlendri grundu. Ekkert var meira áríðandi og góð ráð voru dýr.Ríkisstjórn í stórræðum Það hefur verið ævintýralegt að fylgjast með því hvernig Sjálfstæðisflokkurinn lítur framhjá sögulegum tengslum sínum við Icesave-málið. Ábyrgðartilfinningin er engin. Enginn samhljómur er milli orða núverandi formanns nú og fyrir áramót. Þetta er þó flokkurinn sem stýrði fjármála- og forsætisráðuneytum í hartnær tvo áratugi, þar á meðal samningaviðræðum um Icesave fram til janúarloka. Þingmenn þessa flokks vita vel að þessar ábyrgðir verðum við að taka á okkur. Það er eðlilegt að öll gögn málsins liggi fyrir og að upplýsingastreymi til kjörinna fulltrúa sé snurðulaust, ríkar kröfur skal gera til þess. En að því gefnu að þingmenn lesi sér til, horfi fram veginn og líti um öxl, þá treysti ég því að Sjálfstæðisflokkurinn finni til ábyrgðar sinnar. Ríkisstjórnin stendur í stórræðum og hennar bíða margar erfiðar og óvinsælar ákvarðanir. En hún treystir sér í verkin. Það er hins vegar sérkennilegt að sá flokkur sem svaf djúpum svefni á eftirlitsvaktinni í öll þessi ár geri sér upp skömm á þessum verkum. Það er sérkennilegt að hann skuli ekki taka tillit til núverandi ríkisstjórnar sem bíður erfitt hlutskipti eftir æði mörg mistök ríkisstjórna undir forystu sjálfstæðismanna. Það er sérkennilegt að sjálfstæðismenn átti sig ekki á því að núverandi ríkisstjórn er í raun fjórða skilanefndin. Skilanefnd Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Það hefur verið undarleg upplifun að fylgjast með Alþingi síðustu vikur. Öllum þingheimi ætti að vera ljóst að staða Íslands í alþjóðasamfélaginu er viðkvæm, fjárhagsstaða íslenska ríkisins veik og þjóðin skekin eftir erfiðan vetur og óvissu um framtíðina. Frá upphafi samskipta Íslendinga við Breta og Hollendinga vegna Icesave-málsins var gengið út frá því að við ábyrgðumst lágmarkstryggingar innstæðna eins og lög og reglur á EES-svæðinu og tilskipun ESB gera ráð fyrir. Með því eru Íslendingar ekki að taka á sig meiri byrðar en skylt er. Fjárhæðirnar sem um ræðir eru sannarlega háar og okkur þykir blóðugt að þurfa að greiða þær, en það virðist því miður óumflýjanlegt. Hið jákvæða er þó að samningurinn er þess eðlis að sjö ár eru til fyrstu greiðslu og vextir umtalsvert lægri en líkur stóðu til miðað við gang samningaviðræðna framan af. Samninginn má endurskoða og endurfjármagna og þó að óvissa sé til staðar eru góðar líkur á því að eignasafn Landsbankans gangi upp í skuldir.Samskipti þjóða Það má sannarlega bölva og ragna örlögum Íslendinga. En ímyndum okkur að hollenskur banki hefði opnað útibú á Íslandi, rakað saman fjármunum frá íbúum, sveitarfélögum, góðgerðarsamtökum og allra handa stofnunum. Ímyndum okkur svo að útibúinu væri lokað og yfirlýsingar bærust frá hollenskum stjórnvöldum að þau ætluðu sér ekki að greiða erlendar skuldir óreiðumanna. Við Íslendingar hefðum gengið af göflunum og aldrei látið það yfir okkur ganga. Í alþjóðasamfélaginu gilda lög og reglur. Eftir þeim verður að fara ætli þjóðir að eiga samskipti við aðrar þjóðir á komandi árum. Enginn er eyland og engin þjóð þraukar vinalaus svo árum skiptir, án viðskipta við útlönd, án þess að njóta trausts á erlendum mörkuðum. Við fengum að kynnast því á afar harkalegan hátt síðasta haust að vini áttum við fáa. Nú um mundir kraumar óánægjan vegna hruns bankanna, ábyrgða vegna Icesave, sparnaðar sem glataðist, atvinnuleysis, gengissveiflna og ótal margs annars. Það eru eðlilegar tilfinningar. Á hinn bóginn er slíkt andrúmsloft kjörlendi fyrir vinsældakeppni og ábyrgðarlaust tal sem elur á ótta og óánægju. Margt hefur verið tínt til í umræðu síðastliðna mánuði og ber þar hæst dómstólaleiðina sem lá ljóst fyrir í nóvember að væri ófær. Viðsemjendur okkar voru okkur ósammála og samkvæmt þjóðarrétti er ekki hægt að skikka þjóð til að mæta fyrir alþjóðlegum dómstóli í máli sem þessu. En það voru ekki bara Bretar og Hollendingar sem voru okkur ósammála; fylgjendur áttum við enga og samkvæmt gögnum sem leynd hefur nú verið létt af er ljóst að frænd- og vinaþjóðir okkar á Norðurlöndunum hefðu aldrei veitt okkur nauðsynleg lán, ef ekki hefði samist um Icesave. Margir tala um að við hefðum getað náð betri samningi, erfitt er um slíkt að spá. En ekki svo erfitt var að spá fyrir um pólitískar afleiðingar þess að semja ekki sem fyrst, byggja upp traust á Íslandi á erlendri grundu. Ekkert var meira áríðandi og góð ráð voru dýr.Ríkisstjórn í stórræðum Það hefur verið ævintýralegt að fylgjast með því hvernig Sjálfstæðisflokkurinn lítur framhjá sögulegum tengslum sínum við Icesave-málið. Ábyrgðartilfinningin er engin. Enginn samhljómur er milli orða núverandi formanns nú og fyrir áramót. Þetta er þó flokkurinn sem stýrði fjármála- og forsætisráðuneytum í hartnær tvo áratugi, þar á meðal samningaviðræðum um Icesave fram til janúarloka. Þingmenn þessa flokks vita vel að þessar ábyrgðir verðum við að taka á okkur. Það er eðlilegt að öll gögn málsins liggi fyrir og að upplýsingastreymi til kjörinna fulltrúa sé snurðulaust, ríkar kröfur skal gera til þess. En að því gefnu að þingmenn lesi sér til, horfi fram veginn og líti um öxl, þá treysti ég því að Sjálfstæðisflokkurinn finni til ábyrgðar sinnar. Ríkisstjórnin stendur í stórræðum og hennar bíða margar erfiðar og óvinsælar ákvarðanir. En hún treystir sér í verkin. Það er hins vegar sérkennilegt að sá flokkur sem svaf djúpum svefni á eftirlitsvaktinni í öll þessi ár geri sér upp skömm á þessum verkum. Það er sérkennilegt að hann skuli ekki taka tillit til núverandi ríkisstjórnar sem bíður erfitt hlutskipti eftir æði mörg mistök ríkisstjórna undir forystu sjálfstæðismanna. Það er sérkennilegt að sjálfstæðismenn átti sig ekki á því að núverandi ríkisstjórn er í raun fjórða skilanefndin. Skilanefnd Sjálfstæðisflokksins.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun