ESB eykur efnahagslegt öryggi Baldur Þórhallsson skrifar 7. júlí 2009 03:00 Veigamesta verkefni ráðamanna er að tryggja öryggi borgaranna. Íslenskir ráðamenn hafa náð að tryggja borgaralegt og hernaðarlegt öryggi með aðild að NATO og Schengen og tvíhliða öryggis- og varnarsamningum við nágrannaríki. Íslenskir ráðamenn hafa hins vegar brugðist skyldum sínum að tryggja efnahagslegt öryggi. Þetta sinnuleysi hefur leikið íslensk heimili og fyrirtæki grátt. Það er sérstaklega mikilvægt fyrir borgara smærri ríkja að hafa tryggt efnahagslegt og pólitískt öryggi. Tryggt skjól hefur aldrei verið mikilvægara en nú á tímum síaukinnar alþjóðavæðingar sem stýrist að stórum hluta af flæði fjármagns. Ráðamenn nær allra Evrópuríkja hafa leitað í efnahagslegt skjól ESB. Þannig hefur þeim tekist að auka hið dagsdaglega öryggi heimila og fyrirtækja sem og draga úr þeim áföllum sem þau verða fyrir vegna heimskreppna sem reglulega dynja yfir. ESB veitir margs háttar efnahagslegt öryggi. Evran veitir veigamikla tryggingu gegn óstöðugum gjaldmiðli lítils myntsvæðis. Sameiginlegur markaður og mynt eykur samkeppni og dregur verulega úr viðskiptakostnaði. Það kemur sér sérstaklega vel fyrir lítil samfélög þar sem erfitt er að koma á virkri samkeppni. Efnahagslegt öryggi ESB felur þannig í sér í lægra matvælaverð, lægra vöruverð almennt, lægri vexti og fjölgun atvinnutækifæra á stærri vinnumarkaði. ESB tryggir einnig íbúum lítilla sveitarfélaga og dreifðra byggða efnahagslegt öryggi og bændum stöðugan kaupmátt. Auk þess er auðveldara og ódýrara að ferðast milli svæða og landa vegna uppbyggingu samgangna og samkeppnisreglna sem tryggja til dæmis samkeppni í flugrekstri. Innan ESB gefst ungu fólki tækifæri til þess að brjótast til mennta með jöfnum aðgangi að öllum menntastofnunum sambandsins og aðgengi að öflugum styrktarsjóðum svo fátt eitt sé nefnt. Það er skylda ráðamanna að kanna allar færar leiðir til að tryggja efnahagslegt öryggi landsmanna. Þingmönnum gefst þessa dagana færi á því að kanna ítarlega það efnahagslega öryggi sem ESB hefur upp á að bjóða með því að samþykkja aðildarumsókn að sambandinu. Efnahagslegt öryggi er forsenda lífvænlegs samfélags. Nú reynir á að þingheimur móti heildstæða framtíðarstefnu og hætti smáskammtalækningum. Höfundur er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Veigamesta verkefni ráðamanna er að tryggja öryggi borgaranna. Íslenskir ráðamenn hafa náð að tryggja borgaralegt og hernaðarlegt öryggi með aðild að NATO og Schengen og tvíhliða öryggis- og varnarsamningum við nágrannaríki. Íslenskir ráðamenn hafa hins vegar brugðist skyldum sínum að tryggja efnahagslegt öryggi. Þetta sinnuleysi hefur leikið íslensk heimili og fyrirtæki grátt. Það er sérstaklega mikilvægt fyrir borgara smærri ríkja að hafa tryggt efnahagslegt og pólitískt öryggi. Tryggt skjól hefur aldrei verið mikilvægara en nú á tímum síaukinnar alþjóðavæðingar sem stýrist að stórum hluta af flæði fjármagns. Ráðamenn nær allra Evrópuríkja hafa leitað í efnahagslegt skjól ESB. Þannig hefur þeim tekist að auka hið dagsdaglega öryggi heimila og fyrirtækja sem og draga úr þeim áföllum sem þau verða fyrir vegna heimskreppna sem reglulega dynja yfir. ESB veitir margs háttar efnahagslegt öryggi. Evran veitir veigamikla tryggingu gegn óstöðugum gjaldmiðli lítils myntsvæðis. Sameiginlegur markaður og mynt eykur samkeppni og dregur verulega úr viðskiptakostnaði. Það kemur sér sérstaklega vel fyrir lítil samfélög þar sem erfitt er að koma á virkri samkeppni. Efnahagslegt öryggi ESB felur þannig í sér í lægra matvælaverð, lægra vöruverð almennt, lægri vexti og fjölgun atvinnutækifæra á stærri vinnumarkaði. ESB tryggir einnig íbúum lítilla sveitarfélaga og dreifðra byggða efnahagslegt öryggi og bændum stöðugan kaupmátt. Auk þess er auðveldara og ódýrara að ferðast milli svæða og landa vegna uppbyggingu samgangna og samkeppnisreglna sem tryggja til dæmis samkeppni í flugrekstri. Innan ESB gefst ungu fólki tækifæri til þess að brjótast til mennta með jöfnum aðgangi að öllum menntastofnunum sambandsins og aðgengi að öflugum styrktarsjóðum svo fátt eitt sé nefnt. Það er skylda ráðamanna að kanna allar færar leiðir til að tryggja efnahagslegt öryggi landsmanna. Þingmönnum gefst þessa dagana færi á því að kanna ítarlega það efnahagslega öryggi sem ESB hefur upp á að bjóða með því að samþykkja aðildarumsókn að sambandinu. Efnahagslegt öryggi er forsenda lífvænlegs samfélags. Nú reynir á að þingheimur móti heildstæða framtíðarstefnu og hætti smáskammtalækningum. Höfundur er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun