ESB eykur efnahagslegt öryggi Baldur Þórhallsson skrifar 7. júlí 2009 03:00 Veigamesta verkefni ráðamanna er að tryggja öryggi borgaranna. Íslenskir ráðamenn hafa náð að tryggja borgaralegt og hernaðarlegt öryggi með aðild að NATO og Schengen og tvíhliða öryggis- og varnarsamningum við nágrannaríki. Íslenskir ráðamenn hafa hins vegar brugðist skyldum sínum að tryggja efnahagslegt öryggi. Þetta sinnuleysi hefur leikið íslensk heimili og fyrirtæki grátt. Það er sérstaklega mikilvægt fyrir borgara smærri ríkja að hafa tryggt efnahagslegt og pólitískt öryggi. Tryggt skjól hefur aldrei verið mikilvægara en nú á tímum síaukinnar alþjóðavæðingar sem stýrist að stórum hluta af flæði fjármagns. Ráðamenn nær allra Evrópuríkja hafa leitað í efnahagslegt skjól ESB. Þannig hefur þeim tekist að auka hið dagsdaglega öryggi heimila og fyrirtækja sem og draga úr þeim áföllum sem þau verða fyrir vegna heimskreppna sem reglulega dynja yfir. ESB veitir margs háttar efnahagslegt öryggi. Evran veitir veigamikla tryggingu gegn óstöðugum gjaldmiðli lítils myntsvæðis. Sameiginlegur markaður og mynt eykur samkeppni og dregur verulega úr viðskiptakostnaði. Það kemur sér sérstaklega vel fyrir lítil samfélög þar sem erfitt er að koma á virkri samkeppni. Efnahagslegt öryggi ESB felur þannig í sér í lægra matvælaverð, lægra vöruverð almennt, lægri vexti og fjölgun atvinnutækifæra á stærri vinnumarkaði. ESB tryggir einnig íbúum lítilla sveitarfélaga og dreifðra byggða efnahagslegt öryggi og bændum stöðugan kaupmátt. Auk þess er auðveldara og ódýrara að ferðast milli svæða og landa vegna uppbyggingu samgangna og samkeppnisreglna sem tryggja til dæmis samkeppni í flugrekstri. Innan ESB gefst ungu fólki tækifæri til þess að brjótast til mennta með jöfnum aðgangi að öllum menntastofnunum sambandsins og aðgengi að öflugum styrktarsjóðum svo fátt eitt sé nefnt. Það er skylda ráðamanna að kanna allar færar leiðir til að tryggja efnahagslegt öryggi landsmanna. Þingmönnum gefst þessa dagana færi á því að kanna ítarlega það efnahagslega öryggi sem ESB hefur upp á að bjóða með því að samþykkja aðildarumsókn að sambandinu. Efnahagslegt öryggi er forsenda lífvænlegs samfélags. Nú reynir á að þingheimur móti heildstæða framtíðarstefnu og hætti smáskammtalækningum. Höfundur er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Veigamesta verkefni ráðamanna er að tryggja öryggi borgaranna. Íslenskir ráðamenn hafa náð að tryggja borgaralegt og hernaðarlegt öryggi með aðild að NATO og Schengen og tvíhliða öryggis- og varnarsamningum við nágrannaríki. Íslenskir ráðamenn hafa hins vegar brugðist skyldum sínum að tryggja efnahagslegt öryggi. Þetta sinnuleysi hefur leikið íslensk heimili og fyrirtæki grátt. Það er sérstaklega mikilvægt fyrir borgara smærri ríkja að hafa tryggt efnahagslegt og pólitískt öryggi. Tryggt skjól hefur aldrei verið mikilvægara en nú á tímum síaukinnar alþjóðavæðingar sem stýrist að stórum hluta af flæði fjármagns. Ráðamenn nær allra Evrópuríkja hafa leitað í efnahagslegt skjól ESB. Þannig hefur þeim tekist að auka hið dagsdaglega öryggi heimila og fyrirtækja sem og draga úr þeim áföllum sem þau verða fyrir vegna heimskreppna sem reglulega dynja yfir. ESB veitir margs háttar efnahagslegt öryggi. Evran veitir veigamikla tryggingu gegn óstöðugum gjaldmiðli lítils myntsvæðis. Sameiginlegur markaður og mynt eykur samkeppni og dregur verulega úr viðskiptakostnaði. Það kemur sér sérstaklega vel fyrir lítil samfélög þar sem erfitt er að koma á virkri samkeppni. Efnahagslegt öryggi ESB felur þannig í sér í lægra matvælaverð, lægra vöruverð almennt, lægri vexti og fjölgun atvinnutækifæra á stærri vinnumarkaði. ESB tryggir einnig íbúum lítilla sveitarfélaga og dreifðra byggða efnahagslegt öryggi og bændum stöðugan kaupmátt. Auk þess er auðveldara og ódýrara að ferðast milli svæða og landa vegna uppbyggingu samgangna og samkeppnisreglna sem tryggja til dæmis samkeppni í flugrekstri. Innan ESB gefst ungu fólki tækifæri til þess að brjótast til mennta með jöfnum aðgangi að öllum menntastofnunum sambandsins og aðgengi að öflugum styrktarsjóðum svo fátt eitt sé nefnt. Það er skylda ráðamanna að kanna allar færar leiðir til að tryggja efnahagslegt öryggi landsmanna. Þingmönnum gefst þessa dagana færi á því að kanna ítarlega það efnahagslega öryggi sem ESB hefur upp á að bjóða með því að samþykkja aðildarumsókn að sambandinu. Efnahagslegt öryggi er forsenda lífvænlegs samfélags. Nú reynir á að þingheimur móti heildstæða framtíðarstefnu og hætti smáskammtalækningum. Höfundur er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar