Fleiri fréttir

Glaumbar opnaði með stæl

Glaumbar í Tryggvagötu var opnaður að nýju á laugardaginn þegar keppni í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hófst. Gestir virtust kunna vel að meta að staðurinn hefði verið færður aftur í sitt gamla horf.

Fey eignaðist aðra dóttur

Gamanleikkonan Tina Fey eignaðist dóttur á miðvikudaginn í síðustu viku. Stúlkan hefur fengið nafnið Penelope Athena. Fyrir eiga Fey og eiginmaðurinn hennar, tónskáldið Jeff Richmond, fimm ára dóttur sem heitir Alice.

Cheryl Cole fær hlutverk í Glee

Simon Cowell var sannfærður um að Cheryl Cole hefði ekki það sem til þarf til að heilla bandaríska sjónvarpsáhorfendur en hún virðist harðákveðin í að sanna að hann hafi rangt fyrir sér. Nú greina breskir fjölmiðlar frá því að Cole hafi landað gestahlutverki í hinum vinsælu sjónvarpsþáttum Glee. Þar með fetar hún í fótspor ekki ómerkari kvenna en Gwyneth Paltrow og Britney Spears.

Matt Damon næsti forseti Bandaríkjanna?

Hollywoodleikarinn Matt Damon er nefndur til sögunnar sem hugsanlegur forsetaframbjóðandi frjálslyndra vestanhafs, sem mótvægi við Barack Obama.

Timberlake leikstýrir

Söngvarinn og leikarinn Justin Timberlake er stöðugt að bæta í ferilskrána en nú sest hann í leikstjórastólinn. Timberlake leikstýrði nýju myndbandi hipphoppgrúppunnar Freesol. Ekki bara sat hann fyrir aftan myndavélina heldur stökk hann einnig fram fyrir hana og í myndbandinu má sjá Timberlake dansa og syngja með sveitinni í viðlaginu.

Glaumbar opnar aftur

Gamli góði Glaumbar í Tryggvagötunni opnaði á hádegi í dag með látum þegar enski boltinn byrjaði að rúlla aftur. Glaumbar var lengi vel einn vinsælasti bar landsins og „nú er her fagmanna í skemmtanahaldi bæjarins mættur til leiks til að tryggja að hann verði það aftur,“ segir í tilkynningu.

Stuð hjá Pétri Ben og Eberg

Pétur Ben og Eberg sendu frá sér plötuna Numbers Game á dögunum. Þeir fögnuðu útgáfunni með tónleikum á Sódómu á fimmtudagskvöld.

Spiluðu á sama sviði og Lady Gaga

„Viðbrögðin voru hreint út sagt tryllt og orkan í húsinu var frábær,“ segir Steinunn Camilla, ein af stúlkunum í The Charlies um tónleika þeirra á skemmtistaðnum Avalon í Hollywood á fimmtudagskvöld.

Snyrtilegt hjá Svíunum

Tískuvikunni í Stokkhólmi var að ljúka og greinilegt að Svíarnir ætla sér stóra hluti næsta sumar. Það er löngu orðin þekkt staðreynd í tískuheiminum að Svíar kunna að klæða sig og er velgengni sænskra fatamerkja á alþjóðavísu staðfesting á því.

Nýja platan góð eins og samloka

Hljómsveitin Coldplay sendir frá sér plötuna Mylo Xyloto í október. Platan er sú fimmta í röðinni og söngvarinn Chris Martin segir þá félaga hafa byrjað snemma á plötunni eftir hvatningu frá Brian Eno, sem vann með þeim síðustu plötu, Viva La Vida.

Manaður af Moss

Fatahönnuðurinn John Galliano þakkar fyrirsætunni Kate Moss fyrir að hafa klæðst kjól úr hans hönnun á brúðkaupsdaginn. Galliano er þessa dagana að reyna að byggja upp feril sinn á ný eftir að hann var rekinn frá Dior-tískuhúsinu fyrir niðrandi ummæli á almannafæri í garð minnihlutahópa.

Leikur í kvikmynd

Breska söngkonan Cheryl Cole ætti að geta tekið gleði sína á ný eftir að hafa verið sagt upp hjá bandaríska X-Factor. Cole landaði á dögunum hlutverki í Hollywood-myndinni What to Expect When You‘re Expecting en þar á hún einmitt að leika dómara í hæfileikakeppni.

Ingó klárar fyrstu sólóplötu sína

„Ég bara var að klára þetta,“ segir Ingólfur Þórarinsson tónlistarmaður en hann hefur nú lagt lokahönd á sína fyrstu sólóplötu.

Hasselhoff og kærastan óaðskiljanleg

Standvörðurinn fyrrverandi David Hasselhoff og nýja kærasta hans, Hayley Roberts, eru óaðskiljanleg. Hasselhoff leikur í auglýsingu í London til að vera nær kærustunni en hún vinnur í snyrtivörudeildinni í Debenhans. 27 ára aldursmunur er á þeim. Þau kynntust í vor og eru ástfangin upp fyrir haus.

Athyglissjúk Lohan

Lindsay Lohan virðist vera orðin ansi örvæntingarfull í bið eftir athygli en hún kom ljósmyndurum á óvart þegar hún rölti um götur Los Angeles í gegnsæjum bol. Vel sást í gegnum bolinn hjá Lohan sem hafði ekki fyrir því að vera í neinu innanundir.

Witherspoon í tískuna

Sænska verslanakeðjan Lindex, sem er á leið hingað til landsins í nóvember, var að frumsýna nýtt andlit keðjunnar og það er engin önnur en Hollywood-leikkonan Reese Witherspoon sem gegnir því hlutverki.

Svar við bréfi Helgu á svið

„Þetta verður ekki og er ekki búið að vera auðvelt verk, en það er heldur ekkert endilega þannig sem það á að vera," segir Ólafur Egilsson, sem vinnur nú að leikgerð eftir metsölubókinni Svar við bréfi Helgu, eftir Bergsvein Birgisson.

Skilnaðurinn var algjör sprengja

Elsta dóttir leikarans Arnolds Schwarzenegger, Katherine, talar í fyrsta sinn út um skilnað foreldra sinna í viðtali við blaðið Harper"s Bazaar. Faðir hennar og móðir, Maria Shriver, skildu í byrjun þessa árs þegar upp komst um framhjáhald hans og síðar barn sem hann eignaðist utan hjónabands. Skilnaðurinn vakti heimsathygli og segir Katherine fréttirnar hafi komið eins og sprengja inn á heimilið.

Leikkonur hlaupa til góðs

„Ég er í fínu formi,“ segir leikkonan Nína Dögg Filippusdóttir. Leikkonurnar Nína Dögg, Unnur Ösp Stefánsdóttir og Selma Björnsdóttir undirbúa sig nú fyrir Reykjavíkurmaraþonið sem fer fram 20. ágúst. Þær ætla að hlaupa 10 kílómetra til styrktar Unicef. Áheitin sem þær, og allir sem hlaupa fyrir Unicef, safna renna til neyðarsöfnunarinnar í Austur-Afríku.

Minnkuðu mitti prinsessunnar

Tímaritið Grazia hefur viðurkennt að hafa minnkað mittismál hertogaynjunnar af Cambridge, Kate Middleton, á forsíðumynd með aðstoð tölvutækninnar. Myndin var af henni á brúðkaupsdaginn en hana má skoða í myndasafni ásamt fleiri myndum af henni og Vilhjálmi Bretaprins sem teknar voru þegar þau gengu í heilagt hjónaband. Forsvarsmenn tímaritsins halda því fram að um mistök hafi verið að ræða við vinnslu blaðsins sem kom út í byrjun maí.

Bieber kviknakinn með laufblað yfir kynfærum

Bandaríski listamaðurinn Daniel Edwards hefur afhjúpað nýjasta verk sitt, styttur af poppstjörnunni Justin Bieber og unnustu hans, leik- og söngkonunni Selenu Gomez, án fata. Ef myndirnar eru skoðaðar má sjá að kanadískt laufblað hylur kynfæri Justin, sem er kanadískur og Selena, sem er frá Texas, er með Texas-stjörnu yfir kynfærum sínum. Sjá stytturnar hér.

Hegðar sér eins og fífl um allan heim

Fréttir af látum í kanadíska hjartaknúsaranum Justin Bieber berast reglulega og virðast koma úr mörgum heimsálfum. Bieber blæs á kjaftasögurnar.

Jolie flýgur um á einkaþyrlu

Leikkonan Angelina Jolie, 36 ára, var svartklædd í kamellituðum skóm þegar hún steig um borð í þyrlu sem flaug henni frá Richmond í London þar sem unnusti hennar, Brad Pitt, var upptekinn við tökur á nýrri kvikmynd, World War Z. Skoða má Angelinu í meðfylgjandi myndasafni.

The Blondies með lag á afmælisdegi Ásdísar

"Ég á afmæli í dag og það var því algjör skyndiákvörðun að skella laginu í spilun í tilefni af því,“ segir Ásdís Rán Gunnarsdóttir en í dag verður nýtt lag með dúett hennar og Óskar Norðfjörð frumflutt á útvarpstöðinni FM 957.

Brostu breitt á frumsýningu Glee-kvikmyndarinnar

Mikið var um dýrðir þegar kvikmyndin Glee: The 3D Concert Movie var frumsýnd í Los Angeles í vikunni. Sjónvarpsþátturinn Glee hefur notið mikilla vinsælda áhorfenda og kemur það því fáum á óvart að hann ratar á hvíta tjaldið. Aðalleikarar þáttanna á borð við Lea Michele, Cory Monteith, Chris Golfer og Dianna Agron skörtuðu sínu fegursta. Einnig var söngkonan Rebecca Black mætt í skærbleikum kjól en hún sló í gegn í vor með lagið Friday. Gestir brostu sínu breiðasta á rauða dreglinum og mikil ánægja var með söngvamyndina.

Styrkja hjartveik börn í ár

Kolbrún, á 18 mánaða gamla dóttur, Helenu, sem er með tvenns konar galla, op á milli gátta og þrengsli í lungnaslagæðaloku og Anna á 5 ára dreng, Aron, sem fæddist með mjög alvarlegan hjartagalla og fór aðeins 3ja daga gamall til Boston í aðgerð.

Sagði enginn þér að bolurinn er gegnsær?

Leikkonan unga Lindsay Lohan, mætti í gegnsæjum bol á veitingahús í Hollywood í gær eins og sjá má á myndunum. Lindsay var dæmd í 120 daga fangelsi fyrir að stela gullhálsfesti. Stjarnan, sem býr í Kalíforníu, þurfti ekki að afplána dóminn í einum af hinum alræmdu fangelsum ríkisins heldur gafst henni kostur á að vera í stofufangelsi heima hjá sér. Ástæðan fyrir því voru yfirfull fangelsin í ríkinu, vandamál sem er víðar en hér á landi. Lindsay, sem marga fjöruna hefur sopið í einkalífinu, játaði brot sitt og setti dómarinn hana á þriggja ára skilorð auk þess sem hún þurfti að mæta á meðferðarnámskeið fyrir stelsjúka.

Kim með psoriasis

Sjónvarpsraunveruleikastjarnan Kim Kardashian, sem skoða má í myndasafni, upplýsti áhorfendur þáttarins Keeping Up With the Kardashians nýverið um psoriasis sjúkdóm sinn. Kim, sem er ein af fallegustu konum heims að mati tímaritinu People, segir að hún sé langt frá því að vera fullkomin og sjúkdómurinn sé eitthvað sem hún ætlar að læra að sætta sig við að lifa með. Mamma Kim er einnig með psoriasis sjúkdóminn og leiðbeinir einmitt í sjónvarpsþáttunum dóttur sinni hvernig best er að meðhöndla hann. Kim ætlar að giftist körfuboltamanninum Kris Humphries 20. ágúst næstkomandi með látum væntanlega en kostnaðurinn er kominn upp úr öllu valdi hjá stjörnunni sem og gestalistinn sem stækkar óðum.

Dikta pönkar á Patró

Pönk á Patró verður haldið í Sjóræningjahúsinu á Patreksfirði í þriðja sinn næsta laugardag. Í þetta skipti kemur hljómsveitin Dikta fram, en síðasta sumar komu hljómsveitirnar Pollapönk og Amiina fram.

Pétur Ben og Eberg fagna útgáfunni í kvöld

Tónlistarmennirnir Pétur Ben og Eberg gáfu út plötuna Numbers Game á dögunum. Þeir fagna útgáfunni með tónleikum á Sódómu í kvöld. Miðaverð er 1.500 krónur, húsið verður opnað klukkan 21 og tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 22.

Prinspóló heldur vestur

Tónleikaferðalag hljómsveitarinnar Prinspóló um Vestfirði hefst klukkan 22 í kvöld á Café Riis á Hólmavík. Svavar Pétur Eysteinsson, forsprakki sveitarinnar, segir að markmið ferðarinnar sé að leika tónlist og borða góðan mat. Af þeim sökum verði sérstakur hátíðarmatseðill í boði á hverjum viðkomustað.

Ráðist á búð Gallaghers

Óeirðirnar á Englandi hafa ekki farið framhjá neinum og eru svo sannarlega farnar að taka sinn toll. Sjónvarpskokkurinn Jamie Oliver varð fyrir barðinu á óeirðaseggjunum en veitingastaður hans, sem er í verslunarmiðstöð í Birmingham, var eyðilagður af æstum unglingum.

Jennifer áfram í American Idol

Á meðfylgjandi myndum má sjá Jennifer við tökur á kvikmyndinni What to Expect When You're Expecting. Þar má einnig sjá börnin hennar, tvíburana Max og Emme, sem fengu að heimsækja mömmu í vinnuna.

Coral fagnar á Faktorý

Coral sendi nýverið frá sér breiðskífu Leopard Songs og fagnar útgáfunni með tónleikum á Faktorý í kvöld. Platan inniheldur meðal annars lagið The Underwhelmer, sem hefur heyrst á öldum ljósvakans.

Verður áfram tískutímarit

„Þetta var mjög óvænt og bar skyndilega að,“ segir Þóra Tómasdóttir, nýráðinn ritstjóri tímaritsins Nýs lífs.

Kennir túristum á Íslendinga

"Markmið sýningarinnar er að kenna útlendingum að vera Íslendingar,“ segir leikarinn Bjarni Haukur Þórsson og hlær.

Björn fyllir skarð Gísla í mynd Nilla

„Björn Thors og Gísli Örn eru með glæsilegri leikurum sem Ísland hefur upp á að bjóða í dag,“ segir sjónvarpsmaðurinn Níels Thibaud Girerd, best þekktur sem Nilli.

Timberlake er dóni

Justin Timberlake er að sögn aðdáenda og annara orðinn heldur góður með sig og ásamt því að neita að gefa eiginhandaráritanir er hann nú einnig dónalegur við starfsfólk veitingastaða.

Tvöfaldur pakki frá Radiohead

Tvöfaldur geisladiskur mun vera á leiðinni frá hljómsveitinni Radiohead í næsta mánuði. Á disknum verður að finna nítján endurhljóðblandanir á lögum sveitarinnar af plötunni The King Of Limbs sem kom út fyrr á árinu.

Kennedy var fyrirmyndin

„Þetta er bara ég við skrifborðið heima og bókasafnið mitt á bak við,“ segir Björn Jón Bragason, sagnfræðingur og laganemi.

Baldwin stefnir á embætti borgarstjóra í New York

Alec Baldwin hefur viðurkennt að hann beri með sér í brjósti draum um að verða borgarstjóri í New York. Baldwin kveðst þó ekki ætla fram árið 2013 en hyggst nýta tímann fram að næstu kosningum vel til undirbúnings.

Lohan meinaður aðgangur baksviðs

Vandræðagemlingurinn Lindsay Lohan eyddi allri síðustu helgi í að elta bassaleikara Coldplay, Guy Berryman, á röndum. Lohan hefur, að sögn slúðurmiðla vestanhafs, fengið augastað á bassaleikaranum og eyddi allri helginni í að flakka á milli tónleika í Chicago með systur sinni Ali.

Sjá næstu 50 fréttir