Lífið

Dikta pönkar á Patró

Börnum og unglingum gefst tækifæri til að vinna að tónlist með hinum hressu meðlimum Diktu á Patró um helgina.
Börnum og unglingum gefst tækifæri til að vinna að tónlist með hinum hressu meðlimum Diktu á Patró um helgina.
Pönk á Patró verður haldið í Sjóræningjahúsinu á Patreksfirði í þriðja sinn næsta laugardag. Í þetta skipti kemur hljómsveitin Dikta fram, en síðasta sumar komu hljómsveitirnar Pollapönk og Amiina fram.

Pönk á Patró gengur út á virka þátttöku barna og unglinga en þeim gefst kostur á að eyða tíma með hljómsveit dagsins. Dikta stjórnar sem sagt tónlistarsmiðju en heldur svo tvenna tónleika í Eldsmiðju Sjóræningjahússins. Þá fyrri fyrir börn og unglinga að lokinni tónlistarsmiðju og þá seinni klukkan 21 um kvöldið. Frítt er fyrir börn og unglinga á tónleikana sem og í tónlistarsmiðjuna sem hefst klukkan 13. Aðgöngumiði á tónleikana um kvöldið kostar 1.500 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.