Lífið

Hrifust af Æði-bitum og íslenskum partíum

Hópurinn hittist á Prikinu áður en kvikmyndagerðarmennirnir héldu heim á leið. Frá vinstri eru Richard Peete framleiðandi, Rebekka, Yoohna leikstjóri, Arnar Sigurðsson, Nick tökumaður og Luke Rathborne sem lék aðalhlutverkið í myndbandinu.Fréttablaðið/Stefán
Hópurinn hittist á Prikinu áður en kvikmyndagerðarmennirnir héldu heim á leið. Frá vinstri eru Richard Peete framleiðandi, Rebekka, Yoohna leikstjóri, Arnar Sigurðsson, Nick tökumaður og Luke Rathborne sem lék aðalhlutverkið í myndbandinu.Fréttablaðið/Stefán
„Ég held að þetta eigi eftir að koma vel út,“ segir Rebekka Bryndís Björnsdóttir tónlistarkona.

Rebekka og Arnar Sigurðsson tóku að sér framleiðslu á myndbandi fyrir bandaríska tónlistarmanninn Ernest Greene sem gefur út undir nafninu Washed Out. Tökum á myndbandinu lauk í vikunni og ætti afraksturinn að líta dagsins ljós á næstu vikum. Tónlist Washed Out flokkast sem „chillwave“ og fyrsta plata sveitarinnar, sem kom út í síðasta mánuði, hefur fengið góða dóma. Hún var til að mynda flokkuð sem „Best New Music“ á Pitchfork.com sem þykir ávísun á að tónlistarnirðir sperri eyrun.

Leikstjóri myndbandsins er David Yoonha Park sem getið hefur sér gott orð í óháða tónlistargeiranum. „Hann og framleiðandinn komu viku fyrr til að kynna sér aðstæður. Við buðum þeim að koma með okkur á ball í Trékyllisvík og þeir voru svo ánægðir að þeir ákváðu að ferð þeirra yrði innblástur að myndbandinu,“ segir Rebekka.

Meðal þess sem Bandaríkjamennirnir hrifust af voru Æði-bitar sem Rebekka segir að komi við sögu í myndbandinu. Þá hrifust þeir af partíum á heimili þeirra Steinþórs Helga, umboðsmanns Hjaltalín, og Atla Bollasonar, fyrrum liðsmanns Sprengjuhallarinnar. „Atli tók á móti þeim á nærbuxunum þegar þeir komu til landsins. Þeim fannst ógeðslega fyndið að ókunnugur maður kæmi til dyra á nærbuxunum og það varð að sjálfsögðu að vera í myndbandinu.“

Bandaríkjamennirnir tóku upp efni víðs vegar um landið, meðal annars á Mývatni og við Öskju. Upphaflega hugmyndin var að enda á partísenu á bar í Reykjavík en þess í stað var haldið alvöru íslenskt eftirpartí. „Þeim fannst þetta greinilega svona góð partí heima hjá Steinþóri.“ - hdm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.