Lífið

Prinspóló heldur vestur

Tónleikaferðalag hljómsveitarinnar Prinspóló um Vestfirði hefst klukkan 22 í kvöld á Café Riis á Hólmavík. Svavar Pétur Eysteinsson, forsprakki sveitarinnar, segir að markmið ferðarinnar sé að leika tónlist og borða góðan mat. Af þeim sökum verði sérstakur hátíðarmatseðill í boði á hverjum viðkomustað.

Annað kvöld leikur Prinspóló í Tjöruhúsinu á Ísafirði og hefjast tónleikarnir klukkan 22. Þriðju og síðustu tónleikar ferðarinnar eru svo á Vagninum á Flateyri á laugardagskvöld og hefjast þeir á miðnætti. Miðaverð á alla tónleikana er þúsund krónur.

Hér fyrir ofan má sjá myndbandið við þekktasta lag hljómsveitarinnar, smellinn Niðrá strönd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.