Lífið

Glaumbar opnaði með stæl

Poppstjarna Steindi Jr. vakti mikla lukku gesta á Glaumbar.
Poppstjarna Steindi Jr. vakti mikla lukku gesta á Glaumbar.
Matti Matt tróð upp með Steinda og Bent í laginu Gull af mönnum.
Glaumbar í Tryggvagötu var opnaður að nýju á laugardaginn þegar keppni í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hófst. Gestir virtust kunna vel að meta að staðurinn hefði verið færður aftur í sitt gamla horf.

Það er Guðfinnur Karlsson, Finni úr Dr. Spock, sem stendur fyrir enduropnun Glaumbars en hann rekur einnig Prikið og Frú Berglaugu. Glaumbar var vinsæll sportpöbb þar til fyrir nokkrum misserum að honum var breytt í tónleikastað og klúbb. Nú hefur verið horfið aftur til gömlu stemningarinnar.

Margt var um manninn á Glaumbar yfir opnunarhelgina en á laugardag tróðu þar upp Steindi Jr., Bent og Matti Matt. Fluttu þeir smellinn Gull af mönnum úr sjónvarpsþáttunum Steindinn okkar við mikil fagnaðarlæti viðstaddra.

Finni var ánægður með nýja staðinn sinn og skálaði við Bent.
Þessar fjórar stúlkur virtust hæstánægðar með lífið, tilveruna og Glaumbar.
Útvarpsmennirnir Ívar Guðmundsson af Bylgjunni og Heiðar Austmann af FM957 voru uppstrílaðir.
Þetta stelputríó var í góðum gír á laugardagkvöldið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.