Lífið

Timberlake leikstýrir

Nafn Justins Timberlake ætti að hjálpa sveitinni Freesol að koma sér á kortið.
Nafn Justins Timberlake ætti að hjálpa sveitinni Freesol að koma sér á kortið.
Söngvarinn og leikarinn Justin Timberlake er stöðugt að bæta í ferilskrána en nú sest hann í leikstjórastólinn. Timberlake leikstýrði nýju myndbandi hipphoppgrúppunnar Freesol. Ekki bara sat hann fyrir aftan myndavélina heldur stökk hann einnig fram fyrir hana og í myndbandinu má sjá Timberlake dansa og syngja með sveitinni í viðlaginu.

Timberlake er mikill aðdáandi Freesol og hjálpaði liðsmönnum sveitarinnar meðal annars við að landa sínum allra fyrsta útgáfusamningi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.