Lífið

Sagði enginn þér að bolurinn er gegnsær?

myndir/cover media
Leikkonan Lindsay Lohan, mætti í gegnsæjum bol á veitingahús í Hollywood í gær eins og sjá má á myndunum.

Lindsay var dæmd í 120 daga fangelsi fyrir að stela gullhálsfesti en leikkonan, sem býr í Kalíforníu, þurfti ekki að afplána dóminn í einum af hinum alræmdu fangelsum ríkisins, heldur gafst henni kostur á að vera í stofufangelsi heima hjá sér.

Ástæðan fyrir því voru yfirfull fangelsin í ríkinu, vandamál sem er víðar en hér á landi. Lindsay, sem marga fjöruna hefur sopið í einkalífinu, játaði brot sitt og setti dómarinn hana á þriggja ára skilorð auk þess sem hún þurfti að mæta á meðferðarnámskeið fyrir stelsjúka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.