Lífið

Pétur Ben og Eberg fagna útgáfunni í kvöld

Pétur Ben og Eberg fagna útgáfu plötunnar Numbers Game í kvöld.
Pétur Ben og Eberg fagna útgáfu plötunnar Numbers Game í kvöld. Fréttablaðið/hag
Tónlistarmennirnir Pétur Ben og Eberg gáfu út plötuna Numbers Game á dögunum. Þeir fagna útgáfunni með tónleikum á Sódómu í kvöld. Miðaverð er 1.500 krónur, húsið verður opnað klukkan 21 og tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 22.

Hljómsveitin Ourlives hitar upp og spilar efni af væntanlegri annarri breiðskífu sinni, sem kemur út hjá Kölska útgáfunni í september.

Á Numbers Game leiða Pétur Ben og Eberg saman hesta sína.

Á meðal gesta á plötunni eru Mugison, Sigtryggur Baldursson, Gísli Galdur ásamt Maríu og Hildi úr Amiinu. Platan inniheldur meðal annars lagið Come on Come over sem flestir ættu að þekkja úr Nova auglýsingum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.