Lífið

Cheryl Cole fær hlutverk í Glee

Gleðifréttir Cheryl Cole hefur fengið gestahlutverk í þáttunum Glee.
Gleðifréttir Cheryl Cole hefur fengið gestahlutverk í þáttunum Glee.
Simon Cowell var sannfærður um að Cheryl Cole hefði ekki það sem til þarf til að heilla bandaríska sjónvarpsáhorfendur en hún virðist harðákveðin í að sanna að hann hafi rangt fyrir sér. Nú greina breskir fjölmiðlar frá því að Cole hafi landað gestahlutverki í hinum vinsælu sjónvarpsþáttum Glee. Þar með fetar hún í fótspor ekki ómerkari kvenna en Gwyneth Paltrow og Britney Spears.

Umboðsmenn Cheryl Cole, með Will.i.am úr Black Eyed Peas í fararbroddi, hafa eytt miklu púðri í að koma henni að í bandarísku sjónvarpi og voru þættirnir Glee og How I Met Your Mother efstir á óskalistanum. Glee er sýndur í 44 löndum og kann hlutverkið að koma söngkonunni á kortið utan Bretlands.

Þetta eru ekki einu góðu fréttirnar hjá Cheryl Cole því eins og fram hefur komið er búist við því að hún leiki á móti Cameron Diaz og Jennifer Lopez í kvikmyndinni What To Expect When You're Expecting.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.