Lífið

Kennir túristum á Íslendinga

Bjarni Haukur vinnur nú að sýningu sem kennir túristum að haga sér eins og Íslendingar.
Bjarni Haukur vinnur nú að sýningu sem kennir túristum að haga sér eins og Íslendingar. Fréttablaðið/Valli
„Markmið sýningarinnar er að kenna útlendingum að vera Íslendingar," segir leikarinn Bjarni Haukur Þórsson og hlær.

Bjarni skrifar nú handrit að leikritinu How to Become Icelandic in 60 Minutes. Eins og titill verksins gefur til kynna er það nokkurs konar leiðarvísir fyrir túrista sem vilja fræðast um hegðun og atferli Íslendinga.

„Eins og við vitum erum Íslendingar stórkostlegustu mannverur sem ganga á jörðinni. Það er fáránlegt að allur þessi fjöldi sem kemur til Íslands læri það ekki. Þetta er eitthvað sem við kunnum upp á tíu sem Íslendingar. Mér finnst nauðsynlegt að miðla þessu," segir Bjarni léttur.

How to Become Icelandic in 60 Minutes verður sýnt í Hörpu og frumsýnt á næsta ári. Verkið er enn þá í mótun og Bjarni íhugar nú hvort hann fari sjálfur með hlutverk eða fái annan eða aðra leikara til flytja verkið.

„Það er af nægu að taka," segir Bjarni um efnistök verksins. „Sem þjóð erum við búin að fara í gegnum sjálfskoðun undanfarin ár. Ég hef hitt marga útlendinga þegar ég hef verið erlendis að selja sýningarnar mínar og þeir spyrja um Íslendinga. Hugmyndin kom út frá því og sýningin fjallar um hvernig við erum í samskiptum við hvert annað, álitið sem við höfum á okkur, matarvenjur og samskipti kynjanna – hvernig karlmenn koma fram við konur." - afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.