Lífið

Glaumbar opnar aftur

Davíð Kristinsson
Davíð Kristinsson
Gamli góði Glaumbar í Tryggvagötunni opnaði á hádegi í dag með látum þegar enski boltinn byrjaði að rúlla aftur. Glaumbar var lengi vel einn vinsælasti bar landsins og „nú er her fagmanna í skemmtanahaldi bæjarins mættur til leiks til að tryggja að hann verði það aftur,“ segir í tilkynningu.

Davíð Kristinsson, einn reyndasti barþjónn landsins, mun reka staðinn en hann hefur komið að rekstri fjölmargra skemmtistaða í Evrópu og hér heima og lofar Davíð mikilli gleði alla helgina með tilheyrandi ofurtilboðum á veitingum og almennri gleði - starfsfólk mun einnig standa fyrir alls konar uppákomum gestum til eflaust mikillar ánægju.

Opnunarhátíðin stendur alla helgina yfir enska boltanum og spænska ofurbikarnum á sunnudagskvöldið. Í kvöld verður svo blásið í partýlúðrana en kl. 22:00 fyllist staðurinn af boðsgestum í veglega opnunarhátíð með yfirskriftinni "Heimapartý" en Danni Deluxxe, einn ferskasti plötusnúður borgarinnar, sér til þess að allir geti skemmt sér.

Visir.is verður að sjálfsögðu með myndir úr partýinu á mánudaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.