Lífið

Jennifer áfram í American Idol

myndir/cover media
Jennifer Lopez hefur samþykkt að vera áfram einn af dómurum í elleftu American Idol þáttaröðinni.

Pródúsent þáttanna, Nigel Lythgoe, sagði eftirfarandi í útvarpsviðtali hjá Ryan Seacrest: „Margir bíða eftir opinberri tilkynningu. Ég er ánægður að geta staðfest að allir þrír dómararnir verða áfram í Americal Idol ásamt kynni þáttanna."

Fox hefur ekki sent opinbera tilkynningu hvort Jennifer verði áfram í dómarasætinu en umboðsmaður hennar gerði stjarnfræðilega háar launakröfur þegar samningurinn var framlengdur. Upphæðin er enn á huldu.

Á meðfylgjandi myndum má sjá Jennifer við tökur á kvikmyndinni What to Expect When You're Expecting. Þar má einnig sjá börnin hennar, tvíburana Max og Emme, sem fengu að heimsækja mömmu í vinnuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.