Lífið

Hegðar sér eins og fífl um allan heim

Justin Bieber var með læti í flugvél á dögunum. Ekki trúa öllu sem þið heyrið, segir Bieber.
Justin Bieber var með læti í flugvél á dögunum. Ekki trúa öllu sem þið heyrið, segir Bieber.
Fréttir af látum í kanadíska hjartaknúsaranum Justin Bieber berast reglulega og virðast koma úr mörgum heimsálfum. Bieber blæs á kjaftasögurnar.

„Hann var mjög erfiður í fluginu. Áhöfnin trúði ekki sínum eigin augum," segir heimildarmaður Fox-fréttastofunnar í Bandaríkjunum um söngvarann Justin Bieber.

Bieber flaug á dögunum frá Los Angeles til Asíu og neitaði að hlýða skipunum áhafnarinnar þegar hann var beðinn um að setjast niður og spenna beltin í flugtaki. Flugstjórinn kynnti sig fyrir Bieber þegar líða tók á flugið og bað hann um eigindaráritun, en kanadíski söngvarinn hafnaði beiðninni með dónaskap.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fréttir berast af leiðindahegðun Justins Bieber. Fyrir þremur mánuðum tók hann að sér gestahlutverk í glæpaþáttunum CSI. Marg Helgenberger, leikkona í þáttunum, sagði í samtali við franska útvarpsstöð að Bieber hefði hagað sér eins og fífl allan tímann. Hann læsti framleiðanda inni í skáp og kýldi í gegnum köku sem var í boði fyrir starfsfólk.

Nokkrum vikum síðar sagði ástralskur spjallþáttastjórnandi að Bieber hefði brjálast við tökur á þættinum og meðal annars öskrað á sviðsstjóra: „Ekki snerta mig aftur, andskotinn hafi það!"

Bieber heldur ró sinni þrátt fyrir fréttaflutning af meintum hálfvitaskap. „Fólk ætti ekki að trúa öllu sem það heyrir," sagði Bieber í samtali við fréttamiðilinn TMZ í vikunni. „Ég á líka að vera dáinn í dag, sá orðrómur er á kreiki."

atlifannar@frettabladid.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.