Lífið

Skilnaðurinn var algjör sprengja

Katherine Schwarzenegger, elsta dóttir Arnolds Schwarzenegger, segir að skilnaður foreldra sinna hafi komið eins og sprengja inn á heimilið. nordicphoto/getty
Katherine Schwarzenegger, elsta dóttir Arnolds Schwarzenegger, segir að skilnaður foreldra sinna hafi komið eins og sprengja inn á heimilið. nordicphoto/getty
Elsta dóttir leikarans Arnolds Schwarzenegger, Katherine, talar í fyrsta sinn út um skilnað foreldra sinna í viðtali við blaðið Harper"s Bazaar. Faðir hennar og móðir, Maria Shriver, skildu í byrjun þessa árs þegar upp komst um framhjáhald hans og síðar barn sem hann eignaðist utan hjónabands. Skilnaðurinn vakti heimsathygli og segir Katherine fréttirnar hafi komið eins og sprengja inn á heimilið.

„Foreldrar mínir hafa ávallt verið góð í að halda okkur systkinunum fyrir utan sviðsljósið. Þegar þetta kom upp var of mikil athygli í einu. Eitt sinn var ég úti að borða og allt í einu komu 20 manneskjur hlaupandi að mér með spurningar í von um að ég segði eitthvað dónalegt í garð pabba.“

Katherine segist vera meiri mömmustelpa en pabba og tali við hana sex sinnum á dag. „Við pabbi eigum ágætis samband í dag en ég verð alltaf meiri mömmustelpa.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.