Lífið

Ráðist á búð Gallaghers

Fatabúð Liams Gallagher í Manchester var bæði rænd og eyðilögð.
Fatabúð Liams Gallagher í Manchester var bæði rænd og eyðilögð.
Óeirðirnar á Englandi hafa ekki farið framhjá neinum og eru svo sannarlega farnar að taka sinn toll. Sjónvarpskokkurinn Jamie Oliver varð fyrir barðinu á óeirðaseggjunum en veitingastaður hans, sem er í verslunarmiðstöð í Birmingham, var eyðilagður af æstum unglingum.

Allar rúður voru brotnar á staðnum en gestir staðarins og starfsfólk slapp ómeitt. Jamie Oliver hafði stuttu áður sent út skilaboð á samskiptavefnum Twitter þar sem hann hvatti Englendinga til að „taka landið sitt til baka og standa uppi í hárinu á þessum bjánum".

Fyrrverandi söngvari Oasis og núverandi liðsmaður hljómsveitarinnar Beady Eye, Liam Gallagher, hefur heldur ekki farið varhluta af óeirðunum. Fatabúð hans, Pretty Green, í Manchester var bæði rænd og eyðilögð á þriðjudagskvöldið en Gallagher hefur ekki tjáð sig um það opinberlega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.