Lífið

Leikur í kvikmynd

Cheryl Cole er komin úr felum eftir X-Factor niðurtúrinn og leikur í sinni fyrstu bíómynd.
Cheryl Cole er komin úr felum eftir X-Factor niðurtúrinn og leikur í sinni fyrstu bíómynd. Nordicphotos/getty
Breska söngkonan Cheryl Cole ætti að geta tekið gleði sína á ný eftir að hafa verið sagt upp hjá bandaríska X-Factor. Cole landaði á dögunum hlutverki í Hollywood-myndinni What to Expect When You‘re Expecting en þar á hún einmitt að leika dómara í hæfileikakeppni.

Tökur hefjast í næsta mánuði og getur Cole leitað ráða hjá Cameron Diaz og Jennifer Lopez sem einnig leika í myndinni.

Cheryl Cole dró sig í hlé eftir að henni var sagt upp sem hluta af dómarateyminu hjá bandaríska X-Factor. Hún virðist vera tilbúin að stíga aftur í sviðsljósið og sýna að hún eigi heima í dómarasætinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.