Fleiri fréttir

Guðjón í ASÍ

Í dag opnar Guðjón Ketilsson myndlistarmaður sýningu í Listasafni ASÍ á Skólavörðuholti í Ásmundarsal. Á sýningunni sýnir Guðjón nýja skúlptúra og teikningar, þar sem hann tekur fyrir byggingarrými og húsgögn, hlutverk þeirra og hliðstæður við mannslíkamann.

Örsmáar lífverur á kaffihúsi

Bogi Jónsson þrjóskast við að halda eign sinni á Hliði á Álftanesi. Þar var hann búinn að koma upp veitingahúsi og nuddstofu á myntkörfulánum rétt áður en allt hrundi. „Jú jú, það er allt í hálfgerðri stórsteik ennþá og það þarf kraftaverk til að maður verði ekki gjaldþrota. En maður þrjóskast við,“ segir Bogi.

Þríhjólaþjófur sigraði fangavaktarleikinn

Sigurvergari fangavaktarleiksins heitir Stefán Pálsson en hann ásamt nokkrum öðrum, létu loka sig inn í fangaklefa í Kringlunni. Þar hafa þau mátt dúsa síðan á miðvikudaginn.

Ég borða víst - myndir

Victoria Beckham, 35 ára, var harðlega gagnrýnd fyrir að vera áberandi horuð á tískuvikunni í London. Hún opnaði sig við breska fjölmiðla: „Það er óábyrgt að vera með líkamsvöxtinn minn á heilanum. Ég borða heilsusamlega, lifi heilbrigðu lífi og er full af orku." Í gær flaug hún frá London til fjölskyldunnar í Los Angeles.

Fallega fólkið fílar Eyfa - myndir

Í gærkvöldi tók Eyjólfur Kristjánsson, oftast nefndur Eyfi, nokkur vel valin lög fyrir fallega fólkið sem skemmti sér stórvel á Pósthúsinu vínbar Pósthússtræti í gærkvöldi eins og myndirnar sýna greinilega. Eyfi skapaði gríðarlega góða stemningu og mun halda áframað skemmta gestu Pósthússins öll fimmtudagskvöld í vetur.

Treysti því að fólk trúi að ég sé fagmaður

Sölvi Tryggvason þáttastjórnandi á Skjá einum verður með Davíð Oddsson nýráðinn ritstjóra Morgunblaðsins í viðtali í kvöld. Um aukaþátt er að ræða en Sölvi hefur reynt að fá Davíð í viðtal í margar vikur. Hann segist nokkuð vel undirbúinn en reikna má með því að fjöldi fólks fylgist með viðtalinu.

Fjórða barn Jude Law er fætt

Bandaríska fyrirsætan Samantha Burke hefur alið fjórða barn leikarans Jude Law í New York. „Samantha er afar hamingjusöm með fæðingu gullfallegrar og heilbrigðrar dóttur sem heitir Sophia,“ sagði talsmaður fyrirsætunnar. „Bæði barnið og móðirin eru við hestaheilsu.“

Kafloðnir kokkar þurfa að bíða enn um sinn

„Maður er bara farinn að æfa jólavísurnar og hvernig maður segir hó, hó, hó. Maður hlýtur að koma sterklega til greina sem jólasveinninn í ár,“ segir Úlfar Eysteinsson, matreiðslumeistari á Þremur Frökkum.

Mikið hlegið á Litla-Hrauni

„Við ákváðum að gera þetta enda áttum við í nánu samstarfi við bæði fanga og allt starfsfólk Litla-Hrauns. Við réðumst náttúrlega þarna inn á heimili þeirra í tvær vikur en þeir sýndu okkur alveg ótrúlega hjálpsemi og reyndust mikil og góð hjálp,“ segir Ragnar Bragason leikstjóri en það var heldur betur kátt á hjalla á Litla-Hrauni á miðvikudaginn þegar fulltrúar Fangavaktarinnar

Nordisk Panorama sett

Tuttugasta hátíð norrænna heimildar- og stuttmynda er hafin í Reykjavík, Nordisk Panorama, eins og hún er kölluð, en setning hátíðarinnar rennur í kvöld saman við lokahóf RIFF,

Friðriki hrósað í Variety

Rétt eftir miðjan mánuðinn birti Variety dóm um heimildarmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Sólskinsdrenginn, eftir John Anderson. Þar er farið lofsamlegum orðum um mynd Friðriks.

X Factor-stjarna reyndist strippari

Amie Buck, hin tuttugu og tveggja ára Newcastle-mær, sem fékk annað tækifæri til að heilla dómarana í breska X Factor, er ekki einkaþjálfari eins og hún sagðist vera heldur starfar hún sem nektar­dansmær.

Skandinavar fá ekki að vera með

„Það eru nokkur ár síðan ég fékk þessa hugmynd fyrst. Ég var að ræða við finnskan félaga minn um hversu svekktur ég væri yfir því að Ísland væri ekki hluti af Skandinavíu og ákvað í kjölfarið að stofna mína eigin „avíu“,“ segir Björgvin Gunnarsson, sem stofnaði Fésbókarhóp tileinkaðan hinu nýja landssvæði Koolinaviu.

Vísindavaka í dag

Vísindavaka RANNÍS verður haldin í dag í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsinu og stendur frá kl. 17-22. Dagurinn er tileinkaður evrópskum vísindamönnum og haldinn hátíðlegur í helstu borgum Evrópu. Markmiðið með Vísindavöku og atburðum henni tengdum er að kynna fólkið á bak við rannsóknirnar og vekja athygli á fjölbreytni og mikilvægi vísindastarfs í landinu.

2 Many DJ’s kemur

Belgíska plötusnúðatvíeykið 2 Many DJ’s kemur til landsins og spilar í „Party at the Top of the World“, sem er lokahnykkur ráðstefnunnar Eve Online Fanfest 2009. Hátíðin fer fram dagana 1-3. október, en Belgarnir stíga á svið á miðnætti laugardagskvöldsins 3. október. 2 Many DJ‘s er víðfrægur dúett og hefur dælt út diskum undanfarin ár.

Árshátíð MR: Leitað að lagi

Á heimasíðu skólafélagsins í MR er nú auglýst eftir lagahöfundi sem vill gefa tónsmíðar sínar til árshátíðar skólans. Um er að ræða árshátíðarlagið svokallaða, sem fléttast inn í hátíðahöldin. Lagið er valið með keppni á hverju ári.

Ræðuárið hefst í kvöld: Kvennó með opna sýnikeppni

Í kvöld fer fram fyrsta opna framhaldsskólaræðukeppni ársins í Kvennaskólanum, en keppnin er haldin að frumkvæði þjálfara ræðuliðs skólans. Þeir hafa valið átta efnilegustu ræðumennina af námskeiði sem haldið var í skólanum til að keppa þessa sýnikeppni áður en valið verður í endanlegt keppnislið Kvennó fyrir MORFÍS.

600 miðum bætt við á Airwaves

Vísir sagði frá því í gær að uppselt væri á Airwaves þó enn séu um þrjár vikur í tónlistarhátíðina. Sölu var hætt í bili en unnið var að því hörðum höndum að bæta við tónleikastað og auka miðum. Nú hefur Listasafni Reykjavíkur verið bætt við sem tónleikastað og voru 600 miðar settir í sölu í morgun. Að sögn Þorsteins Stephensen eins af skipuleggjendum hátíðarinnar eru hátt í 300 miðar af þessum 600 þegar farnir út.

Gafst upp í Kringlunni - myndir

Góð stemmning og samstaða ríkir meðal fanganna að sögn fangavarða Stöðvar 2 en óvíst er hversu lengi það endist. 9 keppendur standa eftir og virðast staðráðnir í að halda út allan tímann í Fangavaktarkeppninni sem fram fer í Kringlunni. Góð stemmning og samstaða ríkir meðal fanganna að sögn fangavarða Stöðvar 2 en óvíst er hversu lengi það endist. 9 keppendur standa eftir og virðast staðráðnir í að halda út allan tímann í Fangavaktarkeppninni sem fram fer í Kringlunni.

Uppselt á Airwaves

Uppselt er á elleftu Iceland Airwaves-tónlistarhátíðina sem verður haldin í Reykjavík 14. til 18. október. Miðasalan í ár hefur gengið vonum framar og aldrei í sögu Airwaves hafa miðar selst upp jafnhratt.

Íslensk stelpa opnar hönnunarbúð í Köben

Fatahönnuðurinn Guðbjörg Reykjalín hefur opnað hönnunar- og listabúð í rólegri hliðargötu í miðbæ Kaupmannahafnar. Verslunin ber nafnið Mums Filibaba og selur flíkur frá upprennandi hönnuðum, skemmtilega hluti fyrir heimilið, listaverk og ljósmyndir frá ýmsum listamönnum auk alls konar fylgihluta.

Hjálmar fagna

Fjórða plata Hjálma er komin í verslanir og ætla þeir að fagna útgáfunni með tónleikum á Nasa í kvöld á tónlistarröðinni Réttum ásamt Megasi & Senuþjófunum og Dr. Gunna. Formleg útgáfugleði verður síðan á Nasa á næstunni.

Hænan tekur við af egginu

Björn Bragi Arnarsson hefur verið ráðinn nýr ritstjóri tímaritsins Mónitors, en Atli Fannar Bjarkason var ritstjóri þess. Björn Bragi segist ánægður með nýja starfið, enda sé Mónitor vel heppnað og skemmtilegt blað. „Ég er svo nýbyrjaður að ég er ennþá bara í undirbúningsvinnu, en mér líst vel á þetta og held að þetta verði spennandi áskorun,“ segir Björn Bragi.

Les textann við Reyndu aftur

„Þetta var alveg rosalega gaman,“ segir leikarinn Ingvar E. Sigurðsson sem les upp textann við slagarann Reyndu aftur á væntanlegri plötu Buffsins með lögum Magga Eiríks.

Reyndi að kúga John Travolta

Bráðaliði á Bahamaeyjum reyndi að kúga fé út úr bandaríska stórleikaranum John Travolta skömmu eftir sviplegt fráfall sonar hans. Réttarhöld í málinu hófust í gær.

Bræður berjast

Á Nýja sviði Borgarleikhússins hafa menn fylgt þeirri stefnu að kynna íslenskum áhorfendum ný erlend verk og á morgun verður þar frumsýnt írskt verk: Heima er best eftir Enda Walsh.

Stutt á milli gríns og drama

Þriðja kvikmynd bandaríska leikstjórans Judds Apatow, Funny People, verður frumsýnd á morgun. Í símaviðtali við Fréttablaðið segir hann að jafnvel alvarlegustu augnablik lífsins séu fyndin.

Sveppi og Megan Fox mæta til leiks

Úrvalið sem kvikmyndaþyrstum kvikmyndahúsagestum býðst um helgina er nokkuð fjölbreytt. Þeir allra yngstu ættu að finna sitthvað við sitt hæfi því ofurstjarnan Algjör Sveppi mætir til leiks í sinni fyrstu kvikmynd; Algjör Sveppi og leitin að Villa.

Lokar ekki á vinnandi menn

Á Hverfisgötu 82 hefur Ingvar Geirsson opnað plötubúð, Lucky Records. Ingvar hefur staðið vaktina með plötubás í Kolaportinu síðastliðin tvö ár og er óhætt að segja að hann hafi náð einna mestri sérhæfingu í vínylplötusölu á Íslandi. Nýja búðin er blautur draumur sérhvers plötusafnara.

Ármann Þorvaldsson í Berlínarmaraþoni

„Ég fékk þetta hlaup í fertugs­afmælisgjöf í fyrra frá vini mínum, Þorsteini Páli Hængssyni,“ segir Ármann Þorvaldsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í London, sem tók þátt í Berlínarmaraþoninu á dögunum. Hátt í fjörutíu þúsund manns tóku þátt í hlaupinu í ár en þátttakendur hafa, að sögn skipuleggjanda, aldrei verið fleiri.

Busun fór úr böndunum: Bjuggu til druslulista yfir busastelpurnar

Millburn framhaldsskólinn í New Jersey í Bandaríkjunum er á lista yfir 200 bestu skóla í landinu. Hann er nú einnig kominn á kortið fyrir vægast sagt suddalegar busunaraðferðir. Í frétt sem birtist á fréttavef ABC segir frá því harðræði sem busar við skólann verða fyrir.

Uppselt á Airwaves - miðasölu hætt í bili

Þorsteinn Stephensen einn af skipuleggjendum Airwaves segir að uppselt sé á hátíðina þrátt fyrir að enn séu þrjár vikur í að hún hefjist. Hann segir mikla eftirspurn hafa verið eftir miðum en sölu hafi verið hætt í bili. Hann vonast til þess að lausn finnist á að stækka hátíðina og þannig selja fleiri miða. Hann býst við svipuðum fjölda erlendra gesta og undanfarin ár.

Fékk föt hjá mömmu vinar síns

Tónlistarmaðurinn Davíð Berndsen vakti nokkra athygli fyrir tónlistarmyndbandið við lagið sitt Super­time, sem var frumsýnt í sumar. Nú er annað myndband komið í spilun á Youtube.com og þykir ekki síðra. Myndbandið er við lagið Lover In The Dark, sem er titillag væntanlegrar plötu hljómsveitarinnar.

Sköllóttur eins og Georg

„Þetta er bara í starfslýsingunni, maður verður að fórna sér fyrir listina,“ segir Jörundur Ragnarsson leikari sem gengur nú um með hatt eða húfu meðal almennings. Ástæðan er ekki sú að hann sé haldinn einhverjum sjúklegum áhuga

Sveppi í nýju barnaleikriti Gísla Rúnars

Kvikmyndin Algjör Sveppi og leitin að Villa verður frumsýnd á fimmtudaginn, en stjarnan Sveppi er strax farinn að pæla í næsta verkefni. Hann er ekkert að flækja hlutina og breytir bara endingunni: fer úr Algjör Sveppi í Algjör sveppur.

Þrjú hundruð þátttakendur

Þátttakendur í tónlistarráðstefnunni You Are In Control sem hefst í Reykjavík í dag verða um þrjú hundruð talsins. Á síðasta ári voru þeir 160 og því er aukningin á milli ára um fjörutíu prósent, sem verður að teljast ansi vel af sér vikið.

Ég er ástfangin af Íslandi

Danska leikkonan Iben Hjejle er formaður dómnefndar á kvikmyndahátíðinni RIFF. Hér á landi er hún eflaust þekktust sem Iben í Klovn en ferill hennar spannar næstum tuttugu ár í bæði sjónvarpi og kvikmyndum. Freyr Gígja Gunnarsson ræddi við leikkonuna um Ísland, útrásina og Klovn, en ekki hvað?

Íhuga að halda risafyrirpartí í stað busaballs

„Þetta er erfitt fyrir Hraðbraut,“ segir Nadía Lind Atladóttir, formaður nemendafélagsins Autobahn. Hún segir ekkert busaball hafa verið haldið við skólann, því illa gangi að fá aðra skóla í samstarf með þeim.

Ekki búið að ræða við Davíð Oddsson

„Það hefur ekkert verið rætt við mig," segir Davíð Oddsson í samtali við fréttastofu aðspurður hvort forsvarsamenn Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, hafi rætt við sig um að taka við ristjórn blaðsins. Hann segist í raun hafa lítinn áhuga á að taka við blaðinu og ætlar að einbeita sér að Partýþætti Davíðs Oddssonar sem hann heldur úti á útvarpsstöðinni Voice á Akureyri.

Ómáluð í flegnu - myndir

Breska leikkonan Sienna Miller, 27 ára, var mynduð ómáluð eins og myndirnar sýna. Fleginn bolur Siennu fór ekki framhjá neinum, heldur ekki brjóstarhaldarinn sem hún klæddist. Skoða má Siennu betur í myndasafninu.

Laus við stjörnustæla - viðtal

„Hún segir í spjallinu að hún hafi einu sinni misst stjórn á skapi sínu á tónleikaferðinni og verið hoppandi brjáluð út á götu. Strákarnir í bandinu hafi nú bara hlegið að henni enda aldrei séð hana missa sig svona," segir Ívar Guðmundsson útvarpsmaður á Bylgjunni aðspurður um fróðlegt viðtal sem hann tók við söngkonuna Emilíönu Torrini sem gerir það gott erlendis. Hlusta á útvarpsviðtalið hér.

Eina tækifærið til að sjá Age of Stupid í hérlendu bíói

Heimildamyndin og vitundarvakningin Age of Stupid verður sýnd í fyrsta og eina skiptið á Íslandi í kvöld. Það er Franny Armstrong sem leikstýrir myndinni en hún gerist árið 2055 og fjallar um hugsanleg áhrif hækkandi hitastigs í heiminum, svonefndrar hnattrænnar hlýnunar.

Sjá næstu 50 fréttir