Lífið

Busun fór úr böndunum: Bjuggu til druslulista yfir busastelpurnar

Skólalíf skrifar
Millburn High School.
Millburn High School.
Millburn framhaldsskólinn í New Jersey í Bandaríkjunum er á lista yfir 200 bestu skóla í landinu. Hann er nú einnig kominn á kortið fyrir vægast sagt suddalegar busunaraðferðir. Í frétt sem birtist á vef Good morning America segir frá því harðræði sem busar við skólann verða fyrir.

Að sögn fyrrum nemenda við skólann taka vinsælustu stúlkurnar í elstu bekkjunum sig til og útbúa svokallaðan druslulista (e. slut list) yfir busastúlkurnar. Það er nafnalisti þar sem ljót ummæli eru höfð um hvern og einn á listanum. Þeir segja listann vera 10 til 15 ára gamla hefð, sem nú sé orðinn hluti af því að vígja inn nýjan árgang.

Svo dæmi sé nefnt var skrifað við nafn einnar stelpunnar: „Ég er svo ljót og loðin að ég skal gefa þér [eiturlyf] ef þú sefur hjá mér.“ Við nafn annarrar var skrifað: „Held fjölskylduhefðina í heiðri – sofðu hjá mér og gerðu mig ólétta.

Að auki eru nýnemarnir við Millburn busaðir með því að blása á þá með háværum flautum, ýta þeim inn í skápa og líma aftan á þá límmiða – stundum með áletruninni „drusla“ eða „hóra“.

Skiptar skoðanir eru á busuninni. Skólastjórnendur eru æfir og hafa sent út póst þar sem nemendur eru hvattir til að láta af öllum athöfnum sem kunni að lítillækka samnemendurna. Aðrir segja að verið sé að gera úlfalda úr mýflugu og þetta sé allt í gamni gert.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×